Skipulags- og byggingarráð

8. október 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 330

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður
  • Axel Guðmundsson varamaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt skipulags- og byggingarsviði.
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 02.10.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 02.10.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

    • 1304499 – Daggarvellir 4, breyting á lóð

      Skarphéðinn Rósenkjær f.h. Húsfélagsins að Daggarvöllum 4 óskar með bréfi dags. 22.04.13 eftir að breyta grasbletti í bílastæði. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa sem vísaði því í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða bílastæði fjölbýlishúsa sem eru byggð skv. sömu skilmálum og Daggarvellir 4.

    • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

      Tekin til umræðu staða skipulags fyrir Kaldársel og mun Þráinn Hauksson kynna tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að deiliskiplagi á grundvelli þeirra hugmynda sem settar eru fram í rammaskipulagi upplandsins með áherslu á svæðið í kringum Kaldárssel og friðlýstar Gjárnar.

    • 1310024 – Óseyrarbraut 17, deiliskipulagsbreyting fyrirspurn

      Sveinbjörn Jónsson fyrir hönd Eskju hf óskar eftir stækkun á byggingarreit lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 2. okt sl. og var vísað í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um samþykki hafnarstjórnar.

    • SB060506 – Strandgata 26-30 deiliskipulag

      Kynning á hugmyndum fyrir uppbyggingu svæðisins.

      Málið kynnt.

Ábendingagátt