Skipulags- og byggingarráð

22. október 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 332

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 09.10.13 og 16.10.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins.

      Eftir athugun skipulags og byggingarsviðs á því hvernig bílastæðamálum er háttað á íþróttasvæðum í nágrannasveitarfélögum, annars vegar við Fífuna í Kópavogi og hins vegar Laugardaglsvöll í Reykjavík er ljóst að núverandi fjöldi stæða á íþróttasvæðinu Kaplakrika mun á engan hátt geta talist viðunandi þegar horft er til þeirra viðmiða sem notuð eru á umræddum svæðum og miðað við þá uppbyggingu sem deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir. Sökum þess er ekki hægt að samþykkja tillöguna óbreytta og er sviðsstjóra falið að óska eftir viðræðum við umsækjendur um útfærslu bílastæða og forgangsröðun uppbyggingar m.t.t. byggingarmagns á svæðinu. Jafnframt verði leitað álits Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna áætlana um öryggisaðkomu.

    • 1310308 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst með áorðnum breytingum skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir vinnu við deiliskipulagið.

      Kynning á hugmyndum.

    • 1106162 – Gatnanöfn

      Tekin fyrir tillaga Skipulags- og byggingarsviðs varðandi heiti á götuhluta og nokkrum hringtorgum í Hafnarfirði.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar nafnbreytingu á hluta Suðurvangs þar sem það muni ekki einfalda gatnakerfið á þessum slóðum.$line$$line$Samþykkt er tillaga sviðsins að Flókagata framlengist að hringtorgi á horni Vesturgötu og Herjólfsgötu.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir nánari skoðun VSB verkfræðistofu á veglínu og undirbúningi fyrir forhönnun og deiliskipulag brautarinnar.

      Kynning.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin fyrir að nýju tillaga stýrihóps að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur. tillagan var send til umsagnar ráða og nefnda Hafnarfjarðar. Lagðar fram umsagnir bæjarráðs, fjölskylduráðs, hafnarstjórnar og sviðsstjóra stjórnsýslu.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að taka saman umsagnir nefnda og ráða og gera tillögu að svörum við þeim fyrir næsta fund í samræmi við umræður á fundinum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði almennur kynningarfundur um aðalskipulagið í tengslum við vinnustofuna “þinn staður – okkar umhverfi” fimmtudaginn 14. nóvember.

    • 1310218 – Fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs 2014

      Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2014 tekin til umræðu á ný.

      Skipulags- og byggingarráð vísar fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs til fyrri umræðu bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

    • 1310300 – Þungmálmar og brennisteinn í mosa í Hafnarfirði

      Lögð fram skýrsla Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands: Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990-2010: Áhrif iðjuvera.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir bókun sameiginlegs funda bæjarráðs og Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 18.10.2013.

    • 0702005 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, raflínur og tengivirki.

      Lögð fram umsögn umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um lagningu línunnar gegnum brunnsvæði við Mygludali. Sviðsstjóri gerði grein fyrir fundi með sínum og vatnsveitustjóra með fulltrúum Garðabæjar og Landsnets.

      Þar sem nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulagi vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu, telur SBH rétt að fá yfirlit yfir þá vinnu og að um leið verði fjallað sérstaklega um það hvaða áhrif umræddur úrskurður geti haft á skilgreiningu vatnsverndar á svæðinu.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      Kynnt staða vinnu við matslýsingu og deiliskipulag svæðisins. Yngvi Þór Loftsson fulltrúi Landmótunar mætir á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og samþykkir að senda framlagða matslýsingu til auglýsingar og umsagnar. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að matslýsing fyrir deiliskipulags Seltúns verði send til auglýsingar og umsagnar skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

Ábendingagátt