Skipulags- og byggingarráð

5. nóvember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 333

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Axel Guðmundsson varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23.10.13 og 30.10.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1310282 – Álfholt 6. Umsókn breytingu á deiliskipulagi

      Ófeigur Ó Ófeigsson og Anne K. Vík sækja 16.10.13 um leyfi fyrir breytingu á deiliskipulagi við Álfholti 6. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar eiganda að gera tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað í samræmi við 2. mgr. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem síðan verði grenndarkynnt. Skilyrði er að göngustígurinn verði ekki skertur.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. Greint frá viðræðum við skipulagshönnuð og forsvarsmann FH í samræmi við bókun á síðasta fundi ráðsins. Tekin til umræðu viðmið um bílastæði við íþróttaleikvangi.

      Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að kanna bílastæðahlutfall á öðrum íþrótta svæðum í bænum og gera drög að viðmiðum fyrir bílastæði á íþróttasvæðum í Hafnarfirði sem miðist við a) einstaka viðburði og b) reglubundna notkun.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir stöðu skipulagsvinnunnar og íbúafund um skipulagstillöguna.

      Kynning.

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir vinnu við deiliskipulagið.

      Kynning. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að deiliskipulagið verði kynnt á næsta fundi með það fyrir augum að kynna það samhliða aðalskipulagi svæðisins.

    • 1310308 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður. Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu samkvæmt kröfu Skipulagsstofnunar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og matslýsingu með áorðnum breytingum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu á tillögu að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar ásamt matslýsingu, breytingu á svæði við Ásbraut, dags. 01.11.13.”

    • 1310452 – Hjallahraun-Fjarðarhraun gatnamót, deiliskipulag.

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breutingu á deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Fjarðarhrauni, Hjallahrauni og Helluhrauni, sem sýnir breytingu gatnamóta og akreina Fjarðarhrauns.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu með áorðnum breytingum skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1302260 – Nýtt áhættumat fyrir höfuðborgarsvæðið

      Sviðsstjóri kynnir drög að skýrslu Almannavernarnefndar Höfuðborgarsvæðisins “Hættumat fyrir höfuðborgarsvæðið” um viðbrögð við áhættumati Höfuðborgarsvæðisins.

      Kynning.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin fyrir að nýju tillaga stýrihóps að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur. tillagan var send til umsagnar ráða og nefnda Hafnarfjarðar. Lagðar fram umsagnir fræðsluráðs og umhverfis- og framkvæmdaráðs. Áður lagðar fram umsagnir bæjarráðs, fjölskylduráðs, hafnarstjórnar og sviðsstjóra stjórnsýslu. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að svörum við umsögnunum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir svörin með áorðnum breytingum og samþykkir að aðalskipulagstillagan með áorðnum breytingum verði send til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila og ýmissa hagsmunaaðila. Umsagnarfrestur verði 4 vikur.$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði almennur kynningarfundur á aðalskipulagstillögunni 14. nóvember kl. 17 og verði tengdur við skipulagsvinnustofuna “þinn staður, okkar umhverfi” í Hafnarborg.

    • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

      Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé svæðisskipulagsstjóra f.h. Sambands sveitarfélaga á Höfuðborgarsviðinu dags. 21.10.13. Svæðisskiplagsnefnd samþykkti að leggja að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga fyrir hlutaðeigandi sveitarstjórnir til samþykktar sk.v 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, með þeim lagfæringum sem fagráð leggur til.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til samþykktar.

Ábendingagátt