Skipulags- og byggingarráð

19. nóvember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 334

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 06.11.13 og 13.11.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1310308 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður. Skipulagslýsing var samþykkt af bæjarstjórn og hefur hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingunni dags. x. Haldinn var kynningarfundur á skipulagstillögunni 18.11.13.

      $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu dags. 7.10.2013 verði auglýst samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir vinnu við deiliskipulagið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að halda kynningarfund vegna deiliskipulagstillögunar mánudaginn 25. nóvember kl. 17 í fundarsal að Norðurhellu 2.

    • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

      Tekið til umræðu deiliskipulag Miðbæjar hvað varðar lóð nr 28 við Strandgötu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulagsbreytingu þ.á.m. sameiningu lóða og aðlögun að nýtingu og hæð gildandi deiliskipulags frá 2004.

    • 1311185 – Lækjargata, Suðurgata, Brekkugata, deiliskipulag Miðbæjar

      Tekin til umræðu breyting á deiliskipulagi Miðbæjar hvað varðar lóð við Brekkugötu, Lækjargötu og Suðurgötu, ásamt sérlóð bak við hana.

      Sigurbergur Árnason vék af fundi við umræðu þessa máls.$line$Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að gera deiliskipulagsforsögn fyrir lóðina í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. Greint frá viðræðum við skipulagshönnuð og forsvarsmann FH í samræmi við bókun á síðasta fundi ráðsins. Tekin til umræðu viðmið um bílastæði við íþróttaleikvangi.

      Sigurbergur Árnason tók sæti á fundinum að nýju.$line$Skipulags- og byggingarráð óskar eftir greinargerð varðandi nýtingu mannvirkja og álag á svæðið á mismunandi tímum ásamt samnýtingu bílastæða. $line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda um byggingarmagn.

    • 1106162 – Gatnanöfn

      Tekin fyrir tillaga Skipulags- og byggingarsviðs varðandi heiti á nokkrum hringtorgum í Hafnarfirði.

    • 1311067 – Landsnet kerfisáætlun

      Lögð fram matslýsing Landsnets á kerfisáætlun 2014-2023.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við matslýsingu.

    • 1311153 – Betri Hafnarfjörður, lögð fram hugmynd af samráðsvefnum, Frisbígolfvöllur á Víðistaðatúni

      Tekin til umræðu hugmynd af vefnum Betri Hafnarfjörður.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að kanna hvað þarf að gera til að útbúa frisbígolfvöll á Víðistaðatúni þar sem m..a verður kannaður kostnaður við uppsetningu og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir. Jafnframt að skoðuð verði uppsetning á t.d. grillaðstöðu.

Ábendingagátt