Skipulags- og byggingarráð

3. desember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 335

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 20.11.13 og 27.11.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin fyrir að nýju tillaga stýrihóps að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur. Tillagan var send til umsagnar ráða og nefnda Hafnarfjarðar, sem lagðar hafa verið fram ásamt svörum við umsögnunum. Tillagan hefur verið send til umsagnar lögboðinna umsagnaraðila ásamt ýmissa hagsmunaaðila. Sviðsstjóri kynnir stöðu málsins og innkomnum athugasemdum. Lagðir fram minnispunktar af kynningarfundi aðalskipulagsins sem haldinn var 14.11.13.

      Sviðsstjóri kynnti umræður frá fundinum.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Tekin til umræðu drög að sviðsmyndum fyrir nýtt svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins ásamt mati Alta á þeim dags. 20.11.13, sem unnið var fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Greint frá niðurstöðum íbúafundar um efnið 09.11.13.

      Lagt fram.

    • 1306050 – Krýsuvík-Hafnarfjörður ljósleiðaratenging

      Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 15.11.13.

      Lagt fram.

    • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir stöðu mála.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að skoða sérstaklega skráningu einbýlishúsa m.t.t til matsstigs og byggingarstigs.

    • 1106162 – Gatnanöfn

      Tekin fyrir tillaga Skipulags- og byggingarsviðs varðandi heiti á nokkrum hringtorgum í Hafnarfirði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir eftirfarandi nöfn á hringtorgum í Hafnarfirði: Torg á mótum Hjallabrautar og Miðvangs heiti Miðtorg. Torg á mótum Hjallabrautar og Skjólvangs heiti Hjallatorg. Torg á mótum Vesturgötu, Herjólfsgötu og Flókagötu heiti Flókatorg. Torg á mótum Vesturgötu, Vesturbrautar og Norðurbakka heiti Hafnartorg. Torg á mótum Vesturgötu, Merkurgötu og Norðurbakka heiti Merkurtorg. Torg á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns heiti Arnartorg. Torg á mótum Reykjanesbrautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs heiti Ljósatorg. $line$Enn fremur að gata að nýrri lóð norðan Ásbrautar heiti Flughella.

    • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

      Lögð fram tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga VA-arkitekta dags. 2. desember 2013 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Selhraun Norður. Mörk norðurhluta svæðisins eru færð til austurs og ný lóð stofnuð. Stefna og almennir skilmálar fyrir Selhraun Norður gilda fyrir sækkun svæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 samtímis auglýsingu breytingu á aðalskipulagi fyrir svæðið.

    • 1307165 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2013

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir framvindu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að tilnefna lóðir sem náð hafa bestum árangri í hreinsunarátaki iðnaðarsvæða fyrir næsta fund. Jafnframt að undirbúa verkefni varðandi almennar umhverfisviðurkenningar atvinnulóða.

    • 1311351 – Náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um brottfall laga um náttúruvernd nr. 60/2013, sem öðlast gildi 01.04.14, 167. mál. Umsagnarfrestur er til 06.12.13.$line$$line$

      Skipulags- og byggingarráð telur mikilvægt vegna þeirra miklu vinnu sem þegar hefur átt sér stað og þeirrar sáttar sem þegar er oðin um mörg þeirra verkefna sem falla undir lögin að þess verði gætt að nýtt frumvarp muni að einhverju leyti byggja á þeirri miklu vinnu sem unnin hefur verið á vegum umhverfisráðuneytisins við endurskoðun löggjafar um náttúruvernd. Að öðru leyti vísast til umsagnar Skipulags og byggingaráðs Hafnarfjarðar um nú náttúrverndarlög sem nú verða felld niður, frá því 6. febrúar 2013.

Ábendingagátt