Skipulags- og byggingarráð

17. desember 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 336

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 04.12.13 og 11.12.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1309138 – Sólvangssvæði norður, deiliskipulag

      Lögð fram ný tillaga Arkitekta Á Stofunni dags. 28.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. Sviðsstjóri gerði grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Hafnar.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að senda þessar hugmyndir til fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, Umhverfis- og framkvæmdaráðs, Fjármála- og efnahagsráðuneytis og Velferðarráðuneytis til umsagnar. Óskað er eftir umsögn fyrir 10. janúar 2014.

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagsforsögn fyrir lóðina.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagsforsögnina með áorðnum breytingum.$line$$line$Sigurbergur Árnason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. áður greint frá viðræðum við skipulagshönnuð og forsvarsmann FH í samræmi við bókun á síðasta fundi ráðsins. áður tekin til umræðu viðmið um bílastæði við íþróttaleikvangi. Lögð fram greinargerð Batterísins um bílastæði, sem óskað var eftir á fundi 19.11.13.

      Skipulags- og byggingarráð fer fram á að breytt verði texta og uppdrætti þannig að heimilt verði að fjölga bílastæðum síðar með bílastæðahúsi með nánari skilmálum.$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Kaplakrika, þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist, í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010. $line$$line$Áður en framkvæmdir hefjast skal liggja fyrir undirritað samkomulag við nærliggjandi lóðarhafa um samnýtingu á bílastæðum þegar um stórviðburði er að ræða. Þá verði bílastæðaskipulag aðgengilegt á heimasíðu félagsins sem og samkomulag um samnýtingu stæða. Æskilegt er að slíku samkomulagi fylgi bílastæðakort þar sem gestum er leiðbeint hvar hægt sé að leggja bílum og nota almenningssamgöngur þegar um stórviðburði að ræða sem um leið hvetur gesti á jákvæðan hátti til að nota aðra samgöngukosti en einkabílinn. Gert er ráð fyrir að bílastæðafjöldi samkvæmt tillögunni svari eftirspurn vegna daglegrar notkunar eins og kemur fram í meðfylgjandi greinagerð.

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulasbreyting.

      Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir með tölvuposti dags. 11.12.13 um að breyta deiliskipulagi lóðanna í samræmi við innlagðan uppdrátt. Lóðirnar sameinaðar og raðhúsaíbúðum fjölgað úr 4 í 7. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.12.13, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs og óskaði jafnframt eftir umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Lögð fram umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

      Skipulags- og byggingarráð gerir athugasemdir við fyrirkomulag bílastæða og óskar eftir að því sé breytt.

    • 1310448 – Klukkuvellir 23 - 27, deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir tillaga AVH arkitekta að breytingu á deiliskipulagi lóðanna, dags. 29.10.13. Skipulags- og byggingarráð hafði heimilað að unnin yrði tillaga að breytingunni. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.12.13, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar sviðsins og gerir að sínu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulaginu og að málinu verði lokið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 0809272 – Skipalón 4, kvöð á lóð um aldur íbúa

      Lögð fram fundargerð húsfélagsins að Skipalóni 4 ásamt yfirlýsingu eiganda um að fella niður allar undanþágur frá þeirri kvöð að ekki megi selja eða leigja íbúðir í húsinu aðilum sem eru undir 50 ára. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11.12.13, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Sigríður Björk Jónsdóttir vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa erindis.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur fram að hvorki deiliskipulagi né lóðarleigusamningi hafi verið breytt og því gilda ákvæði þeirra.

    • 1307165 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2013

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir tillögu að tilnefningu lóða sem náð hafa bestum árangri í hreinsunarátaki iðnaðarsvæða

      Sigríður Björk Jónsdóttir tók sæti á fundinum að nýju.$line$Tekin til umræðu niðurstaða átaksins. Lagðar fram tillögur að viðurkenningu fyrir góðan árangur í hreinsun iðnaðarlóða. Viðurkenning er veitt eftirtöldum lóðum fyrir góðan árangur: Óseyrarbraut 1 og 3,Breiðhella 12 og Helluhraun 10. Jafnframt er fyrirtækinu Furu þakkað fyrir góða samvinnu í verkefninu. Afhending viðurkenningarskjala fer fram í Bungalowinu fimmtudaginn 10. janúar kl. 16:30.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      Lögð fram umhverfisskýrsla dags. og tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Yngvi Þór Loftsson og Margrét Ólafsdóttir Landmótun ehf mættu á fundinn og kynntu.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að senda tillöguna til umsagnar til stjórnar Reykjaness fólkvangs og Umhverfisstofnunar. Umsagnar er óskað eigi síðar en 10. janúar 2014.

    • 1312012 – Betri Hafnarfjörður, Skipulag við Arnarhraun

      Tekin fyrir tillaga af vefslóðinni Betri Hafnarfjörður, þar sem lagt er til að gerður verði lítill fjölskyldureitur við Arnarhraun þar sem áður var róluvöllur. Stundum nefnt “Gjótan” en um er að ræða lóð sem stendur auð, neðst í Arnarhrauninu, milli Álfaskeiðs og Tjarnarbrautar. $line$

      Skipulags- og byggingarráð bendir á að í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir opnu og aðgengilegu svæði í gjótunni fyrir hverfið og tryggður aðgangur að því bæði frá Mánastíg og Arnarhrauni.

    • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir stöðu mála.

      Lilja Ólafsdóttir kom og gerði grein fyrir vinnunni sem er í gangi og stöðu mála.$line$Skipulags- og byggingaráð fagnar þeim árangri sem náðst hefur í leiðréttingu á skráningu á húsnæði sem hefur leitt til verulegs tekjuauka fyrir Hafnarfjörð. Vegna umfangs vinnunar við leiðréttingu á skráningu á husnæði telur Skipulags- og byggingaráð að Skipulags- og byggingarsvið þurfi að ráða starfsmann tímabundið við verkefnið.

    • 1312073 – Umbótasjóður opinberra bygginga

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um umbótarsjóð opinberra bygginga, 103. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. desember n.k.

      Skipulags og byggingarráð tekur undir ályktum þess efnis að stofnaður verði umbótasjóður sem styðja skuli við ,,…uppbyggingu nýrrar þjónustu eða nýtt hlutverk opinberra bygginga sem misst hafa fyrra hlutverk sitt. ?$line$Með því væri hægt að tryggja ekki aðeins varðveislu mikilvægra bygginga sem hafa bæði menningarsögulegt- og fagurfræðilegt gildi, heldur um leið að viðhalda sögulegu minni borga og bæja á Íslandi samhliða því að tryggt verði viðhald og góð umgengni innan ramma minjavörslu eins og við á hverju sinni. Það er auk þess umhverfislega hagkvæmt að skoða ávallt leiðir til endurnýtingar áður en tekin er ákvörðun um nýbyggingar út frá fleiri matsþáttum heldur en aðeins kostnaðarlegum. Slíkur sjóður gæti opnað á mörg tækifæri í atvinnusköpun víða um land.$line$Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við þessa afgreiðslu.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Lagðar fram innkomnar athugasemdir og samantekt sviðsstjóra á þeim ásamt tillögu að svörum. Sviðsstjóri gerir grein fyrir viðbótargögnum sem Skipulagsstofnun gerir kröfu um og þarfnast aðkeyptrar vinnu. Lögð fram verkáætlun Alta og kynning Landmótunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að svara innkomnum athugasemdum í samræmi við framlagða tillögu og tekur undir framlagðar tillögur að svörum við athugasemdum sem þegar hafa borist. Áður en aðalskipulagstillagan verður lögð fram þarf að vinna lagfæringar í samræmi við ábendingar og tilmæli Skipulagsstofnunar og annarra sem gert hafa athugasemdir. Þá hefur verið sett af stað vinna við gerð nýrrar umhverfisskýrslu samkvæmt ábendingum Skipulagsstofnunar og Skipulags- og byggingarráð heimilar sviðsstjóra að semja við Alta á grundvelli framlagðrar verkáætlunar. Jafnframt telur Skipulagsstofnun að endurskoða þurfi aðalskipulag fyrir Krýsuvík með hliðsjón af rammaáætlun um orkunýtingu og að samtvinna báða hluta skipulagsins. Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að semja við Landmótun um verkið á grundvelli kynningar þeirra á því. Þá er unnið að því að skoða nákvæma legu Reykjanesbrautar við Straumsvík en ljóst er að vegurinn getur ekki verið í vegstæði því sem sett er fram í gildandi aðalskipulag vegna fjölda fornminja á svæðinu. Í nýrri tillögu verður sett fram ný lega vegarins og ekki gert ráð fyrir því að hann verði óbreyttur í núverandi legu heldur nær því sem hann er í núgildandi aðalskipulagi.

Ábendingagátt