Skipulags- og byggingarráð

28. janúar 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 339

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.01.14 og 23.01.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1310452 – Hjallahraun-Fjarðarhraun gatnamót, deiliskipulag.

   Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Flatahrauni, Fjarðarhrauni, Hjallahrauni og Helluhrauni, sem sýnir breytingu gatnamóta og akreina Fjarðarhrauns. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum 5.11.2013 að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og athugasemdafrestur er liðinn, engar athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.01.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu til breytingar á deiliskipulagi Hjallahraun – Fjarðarhraun gatnamót og að málinu sé lokið í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

   Tekin fyrir að nýju tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. Áður greint frá viðræðum við skipulagshönnuð og forsvarsmann FH í samræmi við bókun á síðasta fundi ráðsins. Áður tekin til umræðu viðmið um bílastæði við íþróttaleikvangi. áður lögð fram greinargerð Batterísins um bílastæði, sem óskað var eftir á fundi 19.11.13. Skipulagstillagan er í auglýsingu.

   Skipulags- og byggingarráð ákveður að halda kynningarfund fimmtudaginn 13. febrúar nk. kl. 17.

  • 1310282 – Álfholt 6. Umsókn breytingu á deiliskipulagi

   Tekin til umræðu tillaga Ófeigs Ó Ófeigssonar um breytingu á deiliskipulagi við Álfholt 6.

   Skipulags og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að nýju mæliblaði og ræða við umsækjanda.

  • 1401686 – Hverfisgata 23C, lóðarstækkun

   Haraldur Sigfús Magnússon og Erla Guðbjörg Sigurðardóttir óska með bréfi dags. 19. janúar 2014 eftir lóðastækkun til suðausturs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.01.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að sjá um að mæla lóðina.

  • 1401667 – Strandgata 31 og 33, fyrirspurn

   Jónas Stefánsson leggur inn fyrirspurn f.h. óstofnaðs hlutafélags, um að koma fyrir og standsetja 17 íbúðir á nr. 31 við Strandgötu og 11 íbúðir á nr. 33 og byggja 4. og 5. hæð ofan á húsin. Fimmta hæðin inndregin.

   SBH tekur ekki vel í hugmyndir um hækkun hússins um 2 hæðir og bendir á að það gilda skipulagsskilmálar fyrir svæðið sem gera ekki ráð fyrir aukningu umfangs og samrýmist sú útfærsla sem hér er sýnd ekki hugmyndum um metnaðarfulla og vandaða uppbyggingu húsnæðis við aðal verslunargötu bæjarins. Þá er talið æskilegt að byggingarsöguleg einkenni hússins nr. 31 fái að halda sér. Ytra byrði hússins við Strandgötu er gott dæmi um útfærslu móderinsmans í byggingarlist á fyrri hluta 7. áratugarins og því er byggingarlistasögulegt gildi húsins mikilvægt. Skoða má breytingar á innra skipulagi hússins í því markmiði að útbúa þar íbúðir.

  • 1311276 – Stapahraun 12,byggingarleyfi

   Bílakjallarinn ehf sækir 19.11.2013 um byggingarleyfi sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags.19.11.13. Nýjar teikningar bárust 19.12.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.01.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum, m.a. þarf að sýna betur á uppdráttum skipulag lóðar, bílastæði, aðkomu og opin svæði.

  • 1312309 – Kaplahraun 16, byggingarleyfi

   Vélsmiðja Orms og Víglundar sækja 31.12.13 um byggingarleyfi fyrir mhl. 02 en þar hafði áður verið samþykktur uppdráttur í maí 1988 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 30.12.2013. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.01.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum, m.a. þarf að sýna betur á uppdráttum skipulag lóðar, bílastæði, aðkomu og opin svæði.

  • SB060659 – Kapelluhraun 1.áfangi

   Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram tillöguna með heimild til að lækka nýtingarhlutfallið á ákveðnum lóðum.

  • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

   Tekin til umræðu tillaga Landmótunar f.h. Vegagerðarinnar dags. að breytingu á deiliskipulagi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar milli Strandgötu og Krýsuvíkurvegar. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi dagsettu 18.12.2007. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð deiliskipulögunnar og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Deiliskipulagan var auglýst frá 5.7. til 17.8.2012. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsstofnun gerði 03.10.12 athugasemd við málsmeðferð , þar sem umhverfisskýrsla hafði ekki verið kynnt jafnframt skipulaginu. Lögboðnu ferli varðandi lýsingu á umhverfisskýrslu er lokið. Lögð fram umhverfsisskýrsla Mannvits dags. Nóvember 2013 og deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 28.02.11.

   $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umhverfisskýrslu til auglýsingar og framlagðan deiliskipulagsuppdrátt til endurtekinnar auglýsingar skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1401685 – Hlíðarþúfur, deiliskipulag

   Skipulags- og byggingarráð leggur til að hafin verði vinna við deiliskipulag hestasvæðisins Hlíðarþúfur þannig að hægt verð að ganga frá lóðasamningum þar. Jafnframt verði staða húsanna á Hlíðarenda skoðuð. Hugsanlegt væri að þau hús væru með í deiliskipulaginu með ákvæði um að þau víki þegar Ofanbyggðavegur verði lagður.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir Hlíðarþúfur og Hlíðarenda. Vinnan verði unnin á Skipulags- og byggingarsviði. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hafin verði vinna við deiliskipulag fyrir hesthúsasvæðið Hlíðarþúfur ásamt Hlíðarenda.”

  • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

   Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Skipulags- og byggingarráð ákvað 17.12.13 að senda tillöguna til umsagnar til stjórnar Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar. Umsagnirnar hafa borist.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagshöfundum að taka tillit til ábendinga sem borist hafa og vinna deiliskipulagstillöguna áfram út frá þeim svo og umræðum á fundinum.

  • 1401449 – Húsnæðismál

   Bæjarráð samþykkti 16.01.14 að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að tryggja megi framboð af hagkvæmu og öruggu húsnæði til leigu eða kaups fyrir núverandi og næstu kynslóðir ungs fólks í samræmi við skýrslu samráðshóps um mótun nýrrar húsnæðisstefnu. Jafnframt fól bæjarráð Skipulags- og byggingaráði að leggja fram tillögur um lóðir sem taldar eru henta sérstaklega til uppbyggingar minni og hagkvæmari leiguíbúða. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að lóðum.

   Skipulags- og byggingarráð bendir á að nú þegar eru í byggingu talsverður fjöldi íbúða sem falla myndu innan skilgreiningar þessa verkefnis. Sviðsstjóra skiuplags og byggingarsviðs er falið að ganga frá lista í samfæmi við umræður á fundinum og senda til bæjarráðs.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

   Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 27.01.14.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að senda umsögnina til Skipulagsstofnunar.

Ábendingagátt