Skipulags- og byggingarráð

25. mars 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 343

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt skipulags- og byggingarsviði
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.03.14 og 19.03.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1403236 – Lóð fyrir færanleg hús

      Lagt fram erindi Jóns Hlíðars Runólfssonar um lóðir fyrir færanleg hús og aðkomu bæjarins að því.

      Uppbygging á tímabundnu hjólhýsahverfi samræmist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðar né uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til íbúðahúsnæðis hvort sem um er að ræða litlar eða stórar íbúðir. Ennfremur er ekki talið að slíkt ráðstöfun myndi leysa þörf fyrir hentugt húsnæði.

    • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

      Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að halda kynningarfund um skipulagið mánudaginn 31. þ.m. kl. 17:00. Jafnframt verði athugasemdafrestur framlengdur til 14. apríl 2014.

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulasbreyting.

      Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir með tölvuposti dags. 11.12.13 um að breyta deiliskipulagi lóðanna í samræmi við innlagðan uppdrátt. Lóðirnar sameinaðar og raðhúsaíbúðum fjölgað úr 4 í 7. Umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð gerði athugasemd við fyrirkomulag bílastæða. Lagfærður uppdráttur dags. 22.01.14 hefur borist, þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum. Erindið var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 26.02.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga Landmótunar f.h. Vegagerðarinnar dags. að breytingu á deiliskipulagi fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar milli Strandgötu og Krýsuvíkurvegar. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi dagsettu 18.12.2007. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ljúka við gerð deiliskipulögunnar og auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Deiliskipulagan var auglýst frá 5.7. til 17.8.2012. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsstofnun gerði 03.10.12 athugasemd við málsmeðferð , þar sem umhverfisskýrsla hafði ekki verið kynnt jafnframt skipulaginu. Lögboðnu ferli varðandi lýsingu á umhverfisskýrslu er lokið. Deiliskipulagsuppdráttur Landmótunar dags. 28.02.11 auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfsisskýrslu Mannvits dags. Nóvember 2013. Athugasemdatíma lokið, engar athugasemdir bárust. Kynngarfundur var haldinn 13.02.14.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1402486 – Álfaskeið 77, stækkun á húsi

      Arnar Skúlason og Guðrún Róbertsdóttir leggja 28.02.14 fram fyrirspurn um að stækka stofuálmu til suðurs um 19 ferm og anddyri um 4 ferm. Árið 1991 var stækkun stofuálmu samþykkt. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina og vísar í deiliskipulagsskilmála fyrir hverfið bls. 14 og 15. Húsið er á áberandi stað, hornhús og mun bæði stækkun andyris og sólstofu með langhlið húss hafa veruleg áhrif á ásýnd húss og hlutföll, sem er einmitt það sem gerir þessar húsaraðir sérstakar sem heild.

    • 1309138 – Sólvangssvæði norður, deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga Arkitekta Á Stofunni dags. 28.08.13 að deiliskipulagi svæðisins. Erindið var sent til umsagnar fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, Umhverfis- og framkvæmdaráðs, Fjármála- og efnahagsráðuneytis og Velferðarráðuneytis til umsagnar. Lagðar fram umsagnir Fjölskylduráðs og Umhverfis- og framkvæmdaráðs. Aðrar umsagnir hafa ekki borist.

      Lagðar fram umsagnir Fjölskylduráðs og Umhverfis- og framkvæmdaráðs. En hafa ekki borist umsagnir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og velferðarráðuneyti og er sviðsstjóra falið að ítreka beiðni þar um.

    • 1106162 – Gatnanöfn

      Tekið til umræðu nafn á götu að nýrri lóð norðan Ásbrautar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ný gata norðan Ásbrautar innan Reykjanesbrautar sem afmarkast af Tjarnarvöllum og Selhellu skal bera heitið Flugvellir.

    • 1401789 – Landsskipulagsstefna 2015 - 2026

      Lögð fram samantekt samráðsfunda um Landskipulagsstefnu 2015 – 2026.

      Lagt fram.

Ábendingagátt