Skipulags- og byggingarráð

8. apríl 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 344

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Sigurbergur Árnason aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
 • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður
 • Jón Ólafsson varamaður
 • Jóhanna Fríða Dalkvist varamaður
 • Axel Guðmundsson varamaður
 • Andri Ómarsson varamaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

   Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 21. mars 2014 að kynna tillögu um nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins skv. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hrafnkell Proppé svæðisskipulagsstjóri mætir á fundinn og kynnir tillöguna. Sameiginleg kynning með Umhverfis- og framkvæmdaráði.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna. $line$$line$Skipulags og byggingarráð tekur undir þær megináherslur sem settar eru fram í tillögu að nýju svæðisskipulagi. Tillagan er afrakstur mikillar og góðar vinnu sem unnin hefur verið bæði á vettvangi SSH, einstakra sveitarfélaga og þá hafa fjölmargir aðilar komið að verkefninu í tengslum við vinnu faghópa sem fjallað hafa um og unnið áfram að einstökum málaflokkum.$line$Fagnað er þeirri áherslu sem lögð er á sameiginlega sýn fyrir höfðuborgarsvæðið allt um leið og hverju og einu sveitarfélagi er gefinn kostur á að rækta bæðið landfræðileg- og söguleg sérkenni innan skilgreinds ramma um byggðarmörk. Einnig eru afar jákvæð markmið um blöndun byggðar og nýtingu lands með hagkvæmum hætti sem um leið munu stuðla að fjölbreyttu og líflegu samfélagi og auka almennt aðgengi að þjónustu, stytta vegalengdir og draga úr loftlagsmengun.$line$Hafnarfjörður nýtur þeirrar sérstöðu að íbúar í sveitarfélaginu eru hlutfallslega yngri en í nágrannasveitarfélögun og mun því fækkun í heimili ekki hafa teljandi áhrif fyrr en síðar á tímabilinu. Þetta endurspeglast m.a. í markmiðum um þéttingu byggðar og skilgreiningar á byggðarmörkum í landi Hafnarfjaðar. $line$Í tillögunni er að finna sameiginlega sýn um þróun samgangna þar sem áhersla er lögð á að skilgreina ákveðin þróunarsvæði innan núverandi byggðar. Það opnar á langtíma stefnumörkun hvað varðar uppbyggingu byggðar samhliða svokölluðum samgönguás eins og hann er skilgreindur á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru ákvæði um þéttingu byggðar innnan byggðamarka jákvæð skref í átt að vistvænni byggð og þar með betri nýtingu inniviða á svæðinu öllu. Það gerir hins vegar kröfu um aukin gæði í uppbyggingu húsnæðis í þettri byggð, þar sem vel ígrunduð og vönduð þétting byggðar getur bæði styrkt einstaka byggðarheildir og eflt samspil íbúðar- og atvinnusvæða. Þetta krefst góðrar samvinnu byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvalda á svæðinu öllu.$line$Framsetning svæðisskipulags er nú með óíkum hætti en áður og er nú sett fram sem stefnumótandi áætlun sem síðar útfærist nánar. Það mun án efa leiða til góðrar og jákvæðrar þróunar á skipulagsmál á höfðuðborgarsvæðinu öllu og endurspeglast í skipulagsáætlun hvers sveitarfélags. Það er áskorun fyrir stjórnsýsluna á komandi árum að hlúa vel að svæðisskipulaginu og framgangi þess og er nauðsynlegt að sveitarfélögin gerir ráð fyrir því í samvinnu sín á milli með formlegum hætti þar sem stuðningur við gangaöflun og almenna stefnumótun gæti jafnframt átt sér stað.

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 26.03.14 og 02.04.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

   Lagt fram.

  • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

   Tekin til umræðu tillaga að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, greinargerð, uppdrættir og umhverfisskýrsla. Skipulagið var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lagðar fram innkomnar athugasemdir.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera samantekt á innkomnum athugasemdum og tillögu að svörum við þeim. Sviðsstjóra er falið að láta vinna útlitshönnun /umbrot greinagerðar í samræmi við kynningarstjóra og hönnuði og setja fram styttri útgáfu sem hentað gætir til almennrar kynningar á aðalskipulaginu í heild sinni.

  • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27.03.14.

   Lagt fram.

  • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulagsbreyting.

   Brynja hússjóður Öryrkjabandalagsins sækir með tölvuposti dags. 11.12.13 um að breyta deiliskipulagi lóðanna í samræmi við innlagðan uppdrátt. Lóðirnar sameinaðar og raðhúsaíbúðum fjölgað úr 4 í 7. Umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð gerði athugasemd við fyrirkomulag bílastæða. Lagfærður uppdráttur dags. 22.01.14 hefur borist, þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum. Erindið var grennarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er athugasemdatíma lokið. Athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 26.02.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Erindinu var frestað á síðasta fundi.

   Á fundinn kom fulltrúi Brynju hússjóðs Öryrkjabandalagsins og gerði grein fyrir sjónarmiðum þeirra vegna athugasemda sem bárust.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar skipulags og byggingarsviðs og gerir að sínu. Ekki er talið að umrædd breyting muni hafa verulega aukið umferðarálag á hverfið umfram það sem gildandi deiliskipulag hefði gert ráð fyrir, en gert er ráð fyrir 2 stæðum fyrir hverja íbúð. Minnkun og fjölgún íbúða er þá í ágætu samræmi við almenna þróun á byggingarmarkaði og svarar þörf fyrir minni íbúðir í nýjum hverfum, án þess að byggingarmagn sé aukið, enda eru nýleg fordæmi um samsvarandi afgreiðslu erinda í hverfinu.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu samkvæmt 43. grein skipulagsllaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi 6. áfanga Valla hvað varðar lóðirnar Hnoðravelli 52, 54, 56 og 58 dags. 22.01.14 og að málinu verði lokið skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1404012 – Norðurbakki 1-3,Fyrirspurn bílastæði

   Sigurður Þorvarðarson leggur inn tillögu að bílastæðum milli húsa á Norðurbakka 1-3, sjá teikningu Arkþing dags 31.01.14. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.04.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Frestað milli funda. Skipulags- og byggingarsviði falið að taka saman gögn um tengingu Norðurbakka við miðbæinn.

  • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

   Borist hefur erindi í tölvupósti dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.04.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Tillagan er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Afgreiðslu frestað þar til nýtt aðalskipulag hefur öðlast gildi.

  • 1207194 – Strandgata 9, Súfistinn, útisvæði og tré

   Hjördís Birgisdóttir óskar eftir í bréfi dags. 10. mars 2014 að fá leyfi til að fjarlægja Alaskaösp sem stendur fyrir framan Súfistann og setja nýtt tré niður í staðinn sem hentar betur þar sem plantan er orðin há og rætur farnar að skemma gangstéttina fyrir framan. Erindið var áður tekið fyrir í skipulags- og og byggingarráði 14. ágúst 2012 þar sem tekið var neikvætt í það. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.04.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Vísað til fyrri afgreiðslu ráðsins 14.08.2012. $line$Hins vegar því beint til garðyrkjustjóra að hafin verið skoðun á því hvaða trjágróður henti til notkunar í miðbænum og verði slík áætlun unnin sem hluti af nyju deiliskipulagi fyrir miðbæinn.

  • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

   Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarsviði er falið að taka saman yfirlit yfir athugasemdir og endurskoða skilgreiningu eða merkingar fornleifa inn á uppdráttinn. Þá verði deiliskipulagstillagan ásamt umsögnum Minjastofnuar og Stjórnar Reykjanesfólkvangs, og Menningar – og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar, send Grindavíkurbæ til umsagnar áður en erindið er tekið til endanlegrar afgreiðslu.

  • 0701357 – Miðbær, framtíð og skipulag

   Rætt um undirbúning nýs deiliskipulags fyrir miðbæinn.

   Umræða.

Ábendingagátt