Skipulags- og byggingarráð

6. maí 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 347

Mætt til fundar

 • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
 • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
 • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 23.04.14 og 30.04.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

   Lagt fram.

  • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

   Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 16.04.14 (móttekið 25.04.14) og tillaga sviðsstjóra að svörum við athugasemdum sem þar koma fram.

   $line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar sviðsstjóra og gerir að sínu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir svar sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs dags. 29.04.14 við bréfi Skipulagsstofnunar dagsettu 14.04.14.”

  • 1210096 – Hellnahraun 2 og 3 - hringtorg við Krýsuvíkurveg

   Lögð fram drög að deiliskipulagi, skipulagslýsingu og greinargerð. Hermann Georg Gunnlaugsson skipulagshöfundur mætir á fundinn.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar Hermanni fyrir kynninguna.

  • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

   Tekin til umræðu staða skipulags fyrir Kaldársel og Þráinn Hauksson kynnti stöðu vinnu við deiliskipulag fyrir svæðið.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. Felur skipulags- og byggingarsviði að halda málinu áfram ásamt Þráni.

  • 1404123 – Betri Hafnarfjörður, Betri bílastæði og klósett - Helgafell

   Gera bílastæði (sambærilegt því sem er fyrir þá sem ætla að ganga á Esjuna) fyrir göngugarpa sem ætla að ganga á Helgafell. Einnig væri frábært að setja upp klósett. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð vísar til vinnu sem á sér stað við gerð deiliskipulags við Kaldársel, en þar er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir göngu- og útivist. Jafnframt er gert ráð fyrir bílastæðum bæði fyrir einkabíla og rútur. Verið er að leggja lokahönd á deiliskipulagið en á grundvelli þess verður unnin áætlun um framkvæmdir og er þeim hluta vísað til vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2015.

  • 1404128 – Betri Hafnarfjörður, Vallarhverfi einföld skíða- og sleðabrekka

   Koma upp einfaldri skíða og sleðabrekku á Völlunum, til dæmis í Grísanesi. Það þyrfti bara að hreinsa grjót, sá grasfræi eða tyrfa og vökva vel á eftir og kannski koma upp 1-2 ljósastaurum. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

   Í deiliskipulagi fyrir Skarðshlíð er gert ráð fyrir sleðabrekku eða auðu leiksvæði í miðju hverfinu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framvkæmdir við frágang svæðisins þrátt fyrir að hverfið sé ekki fullbyggt, enda geti það gagnast íbúum á Völlunum. Vinnu við framkvæmdir er vísað til vinnu við fjárhagsááætlun fyrir 2015.

  • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

   Tekið til umræðu hvort vinna eigi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar í samræmi við erindi sviðsstjóra Félagsþjónustu, þannig að leikskólareiturinn verði stækkaður með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðarkjarna fyrir fatlaða.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að funda með sviðsstjóra fræðslusviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs.

  • 1401686 – Hverfisgata 23C, lóðarstækkun

   Haraldur Sigfús Magnússon og Erla Guðbjörg Sigurðardóttir óska með bréfi dags. 19. janúar 2014 eftir lóðastækkun til suðausturs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ásamt mælingum á lóðinni. Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að nýju lóðarblaði var grenndarkynnt í samræmi við 36. gr. laga nr. 123/2010. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.

   Frestað.

  • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

   Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Framlengdum athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 31.03.14. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim.

   Frestað.

  • 1404434 – Strandgata 31-33. fyrirspurn

   Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg, Yrki arkitektar, leggja fram fyrirspurn varðandi breytingar á húsunum Strandgata 31 og 33.

   SBH tekur jákvætt í fyrirspurnina enda sé í tillögunni vel hugað að samhengi við sögu og nærliggjandi byggð og samræmist jafnframt áætlunum um þéttingu byggðar og fjölbreyttu framboði íbúða á miðsvæði. Sviðinu er falið að ræða við umsækjendur um nánari útfærslu þar sem sérstaklega verði hugað að útfærslu og stækkun byggingar aftan við eða Austurgötumegin. Umsókn um lóðastækkun þarf að berast bæjarráði.

  • 1404191 – Lóð við Ölduslóð

   Tekið til umræðu hvort breyta eigi deiliskipulagi Öldutúnsskóla og nágrennis, þannig að reistur verði fjölbýlishúskjarni á lóð sem ætluð er fyrir leikskóla. Lögð fram umsögn Fræðsluráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir þar sem hún gerir ráð fyrir talsvert mikilli uppbyggingu á svæðinu, sem ekki er í góðu samræmi við yfirbragð byggðar í kinnunum.

  • 1307038 – Klukkuvellir 28-38

   Eigendur Klukkuvalla 40-50 óska eftir að deiliskipulagi lóðar nr. 28-38 við Klukkuvelli verði breytt og húsaröðin felld út. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í erindið 03.07.13. Skipulagið var auglýst á lögboðinn hátt og vissu íbúar að hverju þeir gengu þegar þeir keyptu íbúðir á svæðinu.

   SBH telur að ekki sé ástæða til að fella niður byggingarlóðir í hverfinu enda hafi verið gert ráð fyrir uppbyggingu á þessu lóðum allt frá því að hverfið var skipulagt. Athugasemdum við mögulegan frágang við götu er vísað til nánari útfærslu framkvæmda þegar byggingu mannvirkja er lokið að mestu.$line$Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

Ábendingagátt