Skipulags- og byggingarráð

1. júlí 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 349

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri, auk hans Málfríður Kristjánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Lilja Ólafsdóttir og Sigurður Steinar Jónsson undir þeim liðum sem þau varðaði.

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri, auk hans Málfríður Kristjánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Helga Stefánsdóttir, Lilja Ólafsdóttir og Sigurður Steinar Jónsson undir þeim liðum sem þau varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 28.05.14, 04.06.14, 11.06.14, 18.06.14 og 25.06.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1406401 – Strandgata 31-33 deiliskipulag

      Lögð fram tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá árinu 2000 hvað varðar lóðina Strandgata 31-33.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatími verði 8 vikur og haldinn verði kynningarfundur 14. ágúst 2014.

    • 1402287 – Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag

      Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt Hornsteinum ehf f.h. Laxamýri ehf leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum fyrir lóðirnar Herjólfsgötu 30 – 34 skv. meðfylgjandi gögnum dags. 03.03.14. Skipulagið var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að svara innkomnum athugasemdum og óskar eftir frekari gögnum sem sýna útlit frá götu.

    • 1405371 – Klukkuvellir 1, fyrirspurn

      Ástak ehf leggja inn 21.05.2014 fyrirspurn, að hækka húsið um eina hæð, fjölga íbúðum og bílastæðum, auk þess sem óskað er eftir lóðarstækkun samkvæmt teikningum Gunnars Páls Kristinssonar dagsettum 21.04.2014. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.05.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem hún samræmist ekki deiliskipulagi né uppbyggingu svæðisins.

    • 1406073 – Ice Dome fyrirspurn um lóð

      Vox Natura leggur inn fyrirspurn um lóð fyrir íshöll og sýningarskála dags. 30.05.14. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.06.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarsviði að ræða nánar við umsækjendur varðandi staðsetninguna.

    • 1210096 – Hellnahraun 2 og 3 - hringtorg við Krýsuvíkurveg

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2, skipulagslýsingu og greinargerð vegna hringtorgs við Krýsuvíkurveg við Hellnahraun 2 og 3.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1405422 – Samferða Reykjavík, stefnumörkun í almenningssamgöngum í Reykjavík

      Lagt fram erindi borgarráðs Reykjavíkur frá 22.05.14, þar sem vísað er til umsagnar niðurstöðu starfshóps um stefnumörkun um almenningssamgöngur í Reykjavík. Helga Stefánsdóttir Umhverfis- og framkvæmdasviði kynnti.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1405410 – Strandgata 1, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Iðunn Arnarsdóttir óskar fyrir hönd Sniglanna (hagsmunasamtaka bifhjólafólks) eftir samþykki Hafnarfjarðarbæjar um sérmerkt bíla-/bifhjólastæði framan við bókasafnið og Súfistann sbr. meðfylgjandi lýsingu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.05.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð bendir á eftir kl. 18 á daginn er nóg af bílastæðum í miðbænum.

    • 1405445 – Strandgata 9.Súfustinn.breytingar

      S.L. Kaffi sækir þann 27.05.2014 um leyfi til að gera breytingar utanhúss á lóð kaffihússins Súfistans við Strandgötu 9. Fjarlægja á graníthellur og setja upp timburpall ásamt skjólveggum og handriðum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.06.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð vísar í fyrri bókanir og telur að ekki hafi verið komið á móts við ábendingar. Erindinu er vísað í heildarendurskoðun fyrir miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar.

    • 1405452 – Reykjavíkurvegur 50, lóðarleigusamningur, ósk um að aflétta kvöð

      Jóhann Karl Sigurðsson formaður húsfélagsins Reykjavíkurvegi 50 óskar eftir með bréfi dags. 15.5.2014 f.h. íbúa hússins að kvöð sem er í 14. gr. lóðarleigusamnings, liður c sé afmáð úr lóðarleigusamningi. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.05.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

    • 1406109 – Herjólfsgata 38, breyting

      Morgan ehf. sækir 04.06.2014 um breytingu á íbúð í rými 01-14, sjá skýringar á blaði, samkvæmt teikning Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 01.06.2014. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40 og felur skipulags- og byggingarsviði að skoða nánari lögformlega hlið málsins.

    • 1405454 – Steinhella 17B, fyrirspurn um breytta notkun fastanr. 223 893, mhl 02.

      Guðmundur Adolfsson f.h. Steinhellu 17 ehf, leggur inn fyrirspurn um hvort heimilt verður að breyta notkun á rými 0101 í mhl02 að Steinhellu 17, úr iðnaði í fiskverkun. Lagt fram bréf Steinhellu 17 ehf dags 28. maí. $line$Lögð fram umsögn Umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar um starfsemi innan þynningarsvæðis álversins dags. 13.09.09 og fundargerð Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 13.03.14.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem engin skrifleg gögn styðja málið.

    • 1206227 – Álverið í Straumsvík, þynningarsvæði.

      Tekin fyrir að nýju tillaga sviðsstjóra um að teknar verði upp viðræður við Alcan á Islandi og Umhverfisstofnun um minnkun þynningarsvæðis álversins vegna bættra mengunarvarna í samræmi við skýrslu Hönnunar “Stækkun Ísal í Straumsvík. Mat á umhverfisáhrifum.” Skipulags- og byggingarráð fól sviðsstjóra að afla frekari upplýsinga hjá Alcan á Íslandi varðandi mengunarvarnir. Óskað hefur verið eftir fundi með fulltrúum Alcan.

      Sviðsstjóri kynnti málið.

    • 1303287 – Skarðshlíð lóðaúthlutun

      Bregðast þarf við breyttum áherslum íbúa um minni íbúðir og hagkvæmari sérbýli en lega svæðisins býður uppá mikla möguleika auk þess sem fyrirhugað er að bjóða út 1. Áfanga Ásvallabrautar á þessu ári sem mun bæta vegtengingar svæðisins til muna.$line$

      Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarráðs að hlé verði gert á lóðaúthlutunum í Skarðshlíð. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulag Skarðshlíðar verði tekið til endurskoðunar og skoðað verði með hvaða hætti best verði tryggt að skipulag svæðisins og nýting taki mið af þörf markaðarins um minni og hagkvæmari sérbýli og fjölbýli. Tillaga að breyttu skipulagi Skarðshlíðar liggi fyrir í október. $line$Skipaður verði faglegur samráðshópur sem skoðar þéttingar og nýtingarmöguleika Hafnarfjarðar í heild sinni.

    • 1406409 – Átak í hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014

      Tekið til umræðu að hefja átak í hreinsun lóða, gatna og opinna svæða. Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér sem annarsstaðar að umhverfið sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um einstök hverfi bæjarins, snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins, okkur íbúum líður betur og bærinn verður eftirsóknarverðari sem valkostur fyrir rekstraraðila og um búsetu fyrir fjölskyldur og einstaklinga.

      Skipulags- og byggingaráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að átaki í hreinsun iðnaðarhverfa annars vegar og íbúðarsvæða og nýbyggingarlóða hinsvegar. $line$* Átakið fari fram í september og október.$line$* 4-6 starfsmenn verði ráðnir í gegnum Áfram verkefnið til undirbúnings og framkvæmdar.$line$* Farið eftir ítrustu kröfum um umgengni á lóðum og bæjarlandi í samráði við lögfræðing Hafnarfjarðarbæjar. $line$* Áhersla er lögð á að átakið verði kynnt vel fyrir forsvarsmönnum fyrirtækja svo og íbúum með auglýsingu og dreifimiðum í fyrirtæki.$line$* Gott samráð verði haft við höfnina, heilbrigðiseftirlit og aðra er málið varða. $line$Skipulags- og byggingaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að taka þátt í verkefninu. Mikilvægt er fyrir uppbyggingu atvinnulífs hér sem annarsstaðar að umhverfið sé snyrtilegt og umgengni góð. Sama má segja um einstök hverfi bæjarins, snyrtilegt umhverfi bætir ímynd bæjarins, okkur íbúum líður betur og bærinn verður eftirsóknarverðari sem valkostur fyrir rekstraraðila svo og fyrir fjölskyldur og einstaklinga.

Ábendingagátt