Skipulags- og byggingarráð

7. ágúst 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 351

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 09.07.14, 16.07.14, 23.07.14, 30.07.14 og 06.08.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1406409 – Átak í hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014

      Skipulags- og byggingarsvið og bæjarverkstjóri gera grein fyrir stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna. Þar sem hreinsunarátak krefst þess að fjármagn sé fyrir hendi, beinir Skipulags- og byggingarráð því til Umhverfis- og framkvæmdaráðs og Bæjarráðs að hugsað verði fyrir fjármagni til átaksins.

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Tekið til umræðu hvernig draga megi úr slysahættu á gatnamótunum. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á bættar vegtengingar við stofnæðar í Hafnarfirði, aðkallandi er að tenging Krísuvíkurvegar við Reykjanesbraut verði sett í forgang. Vakin er athygli á því að engar stórframkvæmdir Vegagerðarinnar hafa verið í Hafnarfirði frá árinu 2003. Á svæði Valla búa nú um 6000 manns og fer fjölgandi. Uppbygging á iðnaðarsvæði sunnan Reykjanesbrautar er vaxandi og eru vegtengingar við svæðin óviðunandi. Ein hættulegustu gatnamót landsins eru frá Rauðhellu inn á Reykjanesbraut og fyrirséð að umferð muni aukast um þau gatnamót þar til vegtenging við Krísuvíkurveg verður að veruleika.

      Þar til varanlegar vegtengingar verða að veruleika við þessi svæði fer skipulags- og byggingarráð fram á við Vegagerðina að fundin verði lausn á vegtengingum við þessi svæði t.d. með ljósastýrðum gatnamótum eða á annan hátt hið bráðasta og felur skipulags- og byggingarsviði að hefja viðræður við Vegagerðina um viðunandi lausn.

    • 1407092 – Hafravellir 13, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Eysteinn Harrý Sigursteinsson Hafravöllum 13, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 16.07.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar eiganda að vinna á eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem síðar verður send í grenndarkynningu. Allur kostnaður við breytingarnar verði á kostnað umsækjanda.

    • 1404190 – Einivellir 3 og Kirkjuvellir 12, deiliskipulagsbreyting

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi lóðanna. Skipulagið var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst. Haldinn var kynningarfundur um skipulagið 21.07.14.

      Skipulags- og byggingarráð fellst á innkomna athugasemd að svalir skuli snúa í vestur á húsum Einivellir 3 og Kirkjuvellir 12. Athugasemd varðandi einstefnuakstur á Kirkjuvöllum er vísað til Undirbúningshóps umferðarmála. $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að meðferð þess verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á skipulagi 3. áfanga Valla hvarð varðar lóðirnar Einivelli 3 og Kirkjuvelli 12 og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1407207 – Skúlaskeið 8, fyrirspurn

      Guðlaugur Róbertsson leggur 22.07.14 fram fyrirspurn um að setja nýtt þak, gera tvær íbúðir, útistigi á bakhlið og stækkun verandar. Svalir á framhlið og grindverk að götu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 23.07.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í tillögu um að tvær íbúðir verði í húsinu. Skilyrði er að upprunalegt útlit hússins haldi sér, og að ekki verði gerðar svalir á götuhlið. Skipulags- og byggingarráð heimilar eiganda að vinna á eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem síðar verður send í grenndarkynningu.

    • 1408011 – Flatahraun 13 breyting á deiliskipulagi

      Festi fasteignir sækja um að breyta deiliskipulagi á lóðinni Flatahraun 13 samkvæmt uppdrætti Odds Víðissonar arkitekts dags. 01.08.14.

      Skipulags- og byggingarráð veitir umsækjanda heimild til að vinna eigin kostnað tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði unnin í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Sérstaklega verði hugað að göngu- og hjólreiðatengslum verslunarinnar við aðliggjandi hverfi.

    • 1405157 – Reykjavíkurvegur 54, fyrirspurn

      Löður ehf leggur 12.05.14 fram fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Allar innkeyrslur verða norðanmegin húss og eingöngu verður um sjálfsþjónustu að ræða. Engar ryksugur verða á vegum Löðurs. Svæðið sunnanmegin verður lokað fyrir bílaumferð. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að afla nánari upplýsinga vegna fyrirspurnar. Lagður fram tölvupóstur frá umsækjanda dags. 08.07.14 ásamt tillöguuppdrætti.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir upplýsingum um hávaðavarnir gagnvart aðliggjandi íbúðarhúsum og skriflegu samþykki eigenda lóða við Reykjavíkurveg 54, 56 og 58.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við þriðju arkitektastofuna um aðkomu að verkefninu.

    • 1206227 – Álverið í Straumsvík, þynningarsvæði.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við fulltrúa Alcan á Íslandi. Lagðir fram minnispunktar af fundinum.

      Skipulags- og byggingarráð telur að með bættum mengunarvörnum megi minnka þynningarsvæði álversins, eins og fram kom í viðræðum við fulltrúa þess í sambandi við stækkunaráform 2006-7. Skipulags- og byggingarráð óskar því eftir formlegum viðræðum við fulltrúa álversins um að sent verði sameiginlegt erindi Alcan á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar til Umhverfisstofnunar um minnkun þynningarsvæðisins og hvaða undirbúningsvinna og upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en endaleg ákvörðun verði tekin.

Ábendingagátt