Skipulags- og byggingarráð

3. september 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 352

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Matthías Freyr Matthíasson varamaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 13.08.14, 20.08.14 og 27.08.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé dags. 07.10.14 með tillögum stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir að afstöða Hafnarfjarðar liggi fyrir 15.09.2014.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu til næsta fundar.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð.

      Lagt fram.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag, athugasemdir, kærur

      Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt rökstuðningi og svar sviðsins til Úrskurðarnefndarinnar.

      Lagt fram.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Lögð fram tillaga ASK arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kinna og deiliskipulagi Öldutúnsskóla, hvað varðar lóð fyrir leikskóla og búsetukjarna.

      Lagt fram.

    • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn að breytingu á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sveinbjörns Jónssonar og Gullmola ehf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrartröð 4. Skipulags- og byggingarráð synjaði hækkun nýtingahlutfalla úr 0.45 í 1.0, eins og fram kemur í tillögunni. Sviðinu var falið að ræða við lóðarhafa um útfærslu stækkunar sem ekki væri jafn umfangsmikil.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulagsbreyting.

      Lagður fram bráðabirgðaúrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála við kæru sem nefndinni barst. Stöðvunarkröfu framkvæmda er synjað.

      Lagt fram.

    • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

      Tekið upp að nýju, erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Erindinu var frestað til gildistöku nýs aðalskipulags.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að framkvæmdin er matskyld og vinna þarf umhverfisskýrslu i samræmi við lög um umhverfismat áætlana.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd

      Tekið til umræðu hvort endurvekja eigi fegrunarnefnd bæjarins. Skipulags- og byggingarsviði var falið í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið að skilgreina nánar hlutverk nefndarinnar. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs og Umhverfis- og framkvæmdasviðs að erindisbréfi fyrir nefndina.

      Frestað.

    • 1005159 – Skipulags- og byggingarsvið mánaðarlegt uppgjör

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu fjármála sviðsins með hliðsjón af fjárhagsáætlun. Fram haldið umræðu nauðsynlegt fjármagn til handa sviðinu til að framkvæma úrbætur á kostnað eigenda skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Tengist hreinsunarátaki.

      Lagt fram.

Ábendingagátt