Skipulags- og byggingarráð

9. september 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 353

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 03.09.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Tekið fyrir að nýju bréf Hrafnkels Proppé dags. 07.10.14 með tillögum stýrihóps um endurskoðun á vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu. Óskað er eftir að afstaða Hafnarfjarðar liggi fyrir 15.09.2014. Dagur Jónsson mætti á fundinn og kynnti málið.

      Skipulags- og byggingaráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við fyrirhugaða auglýsingu svæðisskipulags vatnsverndar á höfuðborgarsvæði, en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði, markmið og orðalag í skipulagsáætluninni.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Lögð fram tillaga til auglýsingar.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að vinna vistvænt svæðisskipulag fyrir samkeppnishæft höfuðborgarsvæði, ásamt þeirri samstöðu sem ríkt hefur milli sveitarfélaganna. Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða auglýsingu nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins en áskilur sér rétt til þess að gera athugasemdir við einstök efnistatriði og orðalag í skipulagsáætluninni.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Lögð fram umsókn Landsnet dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Áðir lögð fram skýrsla Eflu dags. apríl 2014: Lýsing mannvirkja við útgáfu framkvæmdaleyfis, matsskýrsla Eflu dags. 10.08.09, yfirlitskort, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum dags. 17.09.09, leyfi Orkustofnunar dags. 05.12.13, og ákvarðanir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24.02.14 um eignarnám og teikningar af möstrum. Við samþykkt breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Suðvesturlínur var sá fyrirvari gerður um nákvæma legu línustæða að þeim verði hnikað til ef áður óþekktar fornminjar eða náttúruminjar koma í ljós við nánari athugun Hafnarfjarðarbæjar.$line$Lögð fram viðbótar fornleifaskráning Fornleifastofunnar dags. Apríl 2014. Lagðar fram umsagnir Byggðasafns Hafnarfjarðar og Minjastofnunar Íslands. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að gera þurfi ítarlegri fornleifarannsóknir og framkvæma hættumat að nýju.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra að senda innkomnar umsagnir til umsækjanda.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Tekin fyrir að nýju tillaga ASK arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kinna og deiliskipulagi Öldutúnsskóla, hvað varðar lóð fyrir leikskóla og búsetukjarna.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu í samráði við fræðslu- og umhverfis- og framkvæmdasvið.

    • 1402287 – Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag

      Tekin til umræðu breyting á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum hvað varðar lóðirnar Herjólfsgata 30-34. Skipulagið var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 10.07.2014 og í bæjarstjórn Garðabæjar 29.07.2014. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 18.08.2014 þar sem stofnunin gerir ekki athugasemd við að auglýsing um skipulagið birtist í b-deild Stjórnartíðinda þegar stofnuninni hafa borist lagfærð gögn þar sem, auk umfjöllunar um hljóðvist og skilmála um flokkun húsnæðis, komi fram lágmarkshæð gólfkóta (sbr. aðalskipulagið) og gerð grein fyrir minjum. Á uppdráttinn hefur verið bætt eftir farandi í samræmi við þetta: $line$- Lágmarksgólfhæð íbúða á jarðhæð sé 5,1 m.y.s. Við hönnun bílakjallara skal taka sérstakt tillit til möguleika á sjávarföllum.$line$- Herjólfsgata er tengibraut skv. gildandi aðalskipulagi þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Miðað við að umferðarmagn fari ekki yfir 2000 bíla á sólarhring og fjarlægð bygginga frá götu er ekki talið að hljóðstig fari yfir 50 dB.$line$- Fornleifafræðingur Byggðasafni Hafnarfjarðar hefur mælt upp garðhleðslur á lóðinni sem hverfa vegna fyrirhugaðra bygginga. Þær eru frá árunum 1930-1980 og teljast ekki fornleifar.

      Lagt fram.

    • 1402461 – Suðurvangur, fyrirspurn Ás styrktarfélag

      Tekin til umræðu fyrirspurn Áss styrktarfélags um að byggja íbúðakjarna fyrir fatlað fólk við Suðurvang.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1409130 – Hafravellir, breyting á deiliskipulagi

      Eysteinn Harrý Sigursteinsson Hafravöllum 13, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi gögnum. Skiplags- og byggingarráð heimilaði fyrirspyrjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað.

      Skipulags- og byggingarráð telur ekki þörf á umbeðinni stækkun og bendir á að innsendur uppdráttur uppfyllir ekki skilyrði um gerð deiliskipulagsuppdrátta, og auk þess er bent á að stæðin lenda á hverfisvernduðu svæði sem krefst breytingar á aðalskipulagi. Allar framkvæmdir og breytingar yrðu á kostnað umsækjanda.

    • 1405456 – Melabraut 17, breytt hæðarlega, fyrispurn

      Bjarni Hrafnsson leggur inn fyrirspurn 28.5.2014, óskar eftir breytingu hæðarlegu lóðar, svo aka megi inn um samþykkta vöruhurð. Lagt fram samþykki meðeigenda í húsi ásamt myndum sem sýna fyrirhugaða útfærslu, sem barst 26. júní.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina verði byggingarleyfi unnið í samræmi við síðustu innsend gögn.

    • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn að breytingu á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Sveinbjörns Jónssonar og Gullmola ehf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrartröð 4. Skipulags- og byggingarráð synjaði hækkun nýtingahlutfalla úr 0.45 í 1.0, eins og fram kom í tillögunni. Sviðinu var falið að ræða við lóðarhafa um útfærslu stækkunar sem ekki væri jafn umfangsmikil. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdasviðs. sem nú liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagstillagan verði send í auglýsingu í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Tekið til umræðu framhald vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 08.07.2014 að leita til ráðgjafa um endurskipulag Skarðshlíðar samkvæmt bókun ráðsins þann 1. júlí sl. Verklok áætluð í lok október, kynning á hugmyndum/tillögum áætluð um miðjan september fyrir ráðinu. Lögð fram verkefnislýsing fyrir vinnuna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verkefnislýsingu og felur skipulags- og byggingarsviði að senda hana til viðkomandi ráðgjafastofa.

    • 1406073 – Ice Dome fyrirspurn um lóð

      Vox Natura leggur inn fyrirspurn um lóð fyrir íshöll og sýningarskála dags. 30.05.14. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið og fól skipulags- og byggingarsviði að ræða nánar við umsækjendur varðandi staðsetninguna. Fulltrúi umsækjenda kynnti hugmyndina.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna, en frestar frekari umræðu um málið.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði og umhverfis- og framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu, einkum varðandi hljóðvist.

    • 1405273 – Merktar göngubrautir á Völlunum

      Tekið til umræðu.

      Umræða.

    • 1401789 – Landsskipulagsstefna 2015 - 2026

      Lögð fram ýmis gögn varðandi landsskipulagsstefnu.

      Lagt fram.

    • 1303389 – Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2013

      Lagður fram vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins.

      Lagt fram.

Ábendingagátt