Skipulags- og byggingarráð

23. september 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 354

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Ritari

 • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.09.14 og 17.09.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

   Lagt fram.

  • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

   Lögð fram tillaga ASK arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kinna og deiliskipulagi Öldutúnsskóla, hvað varðar lóð fyrir leikskóla og búsetukjarna.

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að vinna áfram að málinu, m.a. fá nánari lýsingu á fyrirhuguðu skipulagi búsetukjarnalóðarinnar, skoða umferðarmál o.fl.

  • 1409502 – Arnarhraun 50, fyrirspurn um deiliskipulag

   Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt leggur inn fyrirspurn f.h. Áss styrktarfélags um hvort heimilt sé að breyta deiliskipulagi lóðarinnar þannig að þar verði fjölbýlishús (íbúðakjarni 5-6 íbúðir)í stað einbýlishúss.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Skipulags- og byggingarráð fer fram á að umsækjandi vinni skipulagslýsing í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þó svo að lögin heimili að falla frá því. Ferli lýsingarinnar verði skv. 3. mgr. 40. gr. laganna.

  • SB050323 – Strandgata 86 - 94 Drafnarreitur

   Þróun svæðis frá Suðurbakka að sjóvarnargarði norðan Slippsins tekin til umræðu. Lagt er til að settur verði á stofn starfshópur með þátttöku fulltrúa í Skipulags- og byggingarráði, Skipulags- og byggingarsviðs og hafnarinnar. Unnið verði í nánu samstarfi við lóðarhafa og hagsmunaaðila á svæðinu, sem kallaðir verði á fundi hópsins eftir atvikum. Ráðinn verði verkefnisstjóri fyrir verkið.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera drög að nánari lýsingu verkefnisins og samningi við verkefnisstjóra, sem tekið verði fyrir á næsta fundi ráðsins. Umræðu um starfshóp frestað. Haldinn verður almennur kynningarfundur á Kænunni á morgun, miðvikudaginn 24. sept kl. 17:00.

  • 1404014 – Vörðuberg 20.sólskáli

   Jón Valur Frostason og María Hrafnsdóttir sækja þann 31.03.2014 um leyfi til að byggja sólskála samkvæmt teikningum frá Sigurði Þorvarðarsyni.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að heimila umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við 2. mg.r. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem síðan verði grenndarkynnt skr. 44. grein skipulagalaganna.

  • 1003118 – Lyngberg 15, byggja nýtt hús.

   Grétar Guðmundsson sækir 05.03.10 um að byggja nýtt hús á gömlum grunni samkvæmt teikningum Sigurðar Hallgrímsssonar dags. 15.01.10.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að heimila umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á eigin kostnað í samrmi við 2. mgr. 38. greinar skipulagslaga nr. 123/2010, sem síðan verði grenndarkynnt skr. 44. grein skipulagalaganna. Áður verði Byggðasafni Hafnarfjarðar falið að skrá húsið.

  • 1406401 – Strandgata 31-33 deiliskipulag

   Tekin fyrir að nýju tillaga Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar frá árinu 2000 hvað varðar lóðina Strandgata 31-33. Tillagan var auglýst 17.07.14 með framlengdum athugasemdatíma til 12.09.14, sem er lokið. Athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera samantekt á innkomnum athugasemdum og tillögu að svörum við þeim.

  • 1408011 – Flatahraun 13 breyting á deiliskipulagi

   Festi fasteignir sækja um að breyta deiliskipulagi á lóðinni Flatahraun 13 samkvæmt uppdrætti Odds Víðissonar arkitekts dags. 01.08.14. Skipulags- og byggingarráð veitti umsækjanda heimild til að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Sérstaklega verði hugað að göngu- og hjólreiðatengslum verslunarinnar við aðliggjandi hverfi.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

   Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Áðir lögð fram skýrsla Eflu dags. apríl 2014: Lýsing mannvirkja við útgáfu framkvæmdaleyfis, matsskýrsla Eflu dags. 10.08.09, yfirlitskort, álit Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum dags. 17.09.09, leyfi Orkustofnunar dags. 05.12.13, og ákvarðanir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 24.02.14 um eignarnám og teikningar af möstrum. Við samþykkt breytingar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Suðvesturlínur var sá fyrirvari gerður um nákvæma legu línustæða að þeim verði hnikað til ef áður óþekktar fornminjar eða náttúruminjar koma í ljós við nánari athugun Hafnarfjarðarbæjar.$line$Lögð fram viðbótar fornleifaskráning Fornleifastofunnar dags. Apríl 2014. Lagðar fram umsagnir Byggðasafns Hafnarfjarðar og Minjastofnunar Íslands. Í umsögn Minjastofnunar kemur fram að gera þurfi ítarlegri fornleifarannsóknir og framkvæma hættumat að nýju.

   Skipulags-og byggingarráð samþykkir að ráðinn verði lögmaður með sérþekkingu á sviði skipulagsmála til aðstoðar varðandi lagalega stöðu aðila í málinu og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu í samvinnu við bæjarstjóra.

  • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

   Tekið upp að nýju, erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Erindinu var frestað til gildistöku nýs aðalskipulags. Lögð fram umhverfisskýrsla dags. x.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan ásamt umhverfisskýrslu verði send í auglýsingu skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að vinna skipulagslýsingu, þar sem allar forsendur liggja fyrir í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi akstursíþróttasvæðis AÍH við Krýsuvíkurveg ásamt umhverfisskýrslu verði send í auglýsingu skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

Ábendingagátt