Skipulags- og byggingarráð

27. janúar 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 363

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður
 • Margrét Hildur Guðmundsdóttir varamaður

Ritari

 • Berglind Guðmundsdóttir skipulags- og byggingarsviði
 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14.01.15 og 21.01.15. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

   Lagt fram.

  • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

   Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.

   Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu á milli funda.

  • 1208483 – Tjarnarvellir 13, uppbygging á lóð

   Tekið fyrir að nýju erindi Helga Vilhjálmssonar um að deiliskipulagi verði breytt þannig að leyft verði að byggja fjölhæðahús með atvinnustarfsemi á jarðhæð og litlum íbúðum á efri hæðum. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra.

   Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið og vísar í fyrri bókun frá 18. september 2012.

  • 1412366 – Bjarkavellir 3, leikskóli, byggingarleyfi

   Hafnarfjarðarkaupstaður sækir 22.12.2014 að reisa 4 deilda leikskóla sem verður byggður á gömlum grunni samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur dagsettar 25.11.2014. Ásamt stimpli 27.11.14 frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, stimpli 27.11.14 frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Brunavarnir yfirfarnar af Óskari Þorsteinssyni hjá Mannviti hf. Nýjar teikningar bárust 13.01.15. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.01.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð telur að afgreiða megi erindið skv. 3. mgr. 44. gr skipulagslaga 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa afgeiðslu þess samkvæmt því.

  • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

   Tekið fyrir að nýju erindi Löðurs ehf. sem sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti lokaðrar þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Áður lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14. Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestinu, og þarf því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Lagður fram tölvupóstur Þorleifs Magnússonar varðandi loftun á þvottarýmum.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skriflegri staðfestingu á að þvottarýmin séu lokuð eins og uppdrættir sýna og gerð verði grein fyrir loftræstingu úr þeim, áður en erindið verði grenndarkynnt.

  • 1405148 – Kaplakriki - Skilti

   Tekið fyrir að nýju erindi Knattspyrnudeildar FH, sem sækir 12.05.14 um leyfi til að skipta út núverandi velti skiltum með Led skjáum, sjá meðfylgjandi gögn. Áður lögð fram umsögn Vegagerðarinnar.

   Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu þar sem það samræmist ekki samþykktir um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar.

  • 1501937 – Ársskýrsla skipulags- og byggingarfulltrúa 2014

   Lagðar fram ýmsar upplýsingar um starfsemi sviðsins árið 2014.

   Lagt fram.

  • 1401789 – Landsskipulagsstefna 2015 - 2026

   Tekin fyrir að nýju kynningartillaga að landsskipulagsstefnu. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir þau jákvæðu markmið sem fram koma í landsskipulagsstefnunni. Af mörgum góðum málum má nefna kafla 4.2.3 Skilgreining á strandlínu eða núll hæðarlínu við þéttbýli og önnur byggð svæði þar sem hætta stafar af sjávarflóðum og vegna breytinga á sjávarborði vegna loftslagsbreytinga. Mikilvægt er að vekja athygli á þessu m.t.t. hækkunar yfirborðs sjávar. Skipulags- og byggingarráð áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við útfærslur einstakra atriða á síðari stigum.

  • 1311067 – Landsnet kerfisáætlun

   Tekin fyrir að nýju matslýsing Landsnets á kerfisáætlun 2015-2024. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 30. janúar 2015. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð gerir athugasemd við kafla 4.4 Umhverfisþættir til skoðunar. Varðandi samfélagsþætti er nefnt að styrking kerfisins kunni að hafa áhrif á samfélag s.s. atvinnustarfsemi, byggð og heilsu. Umfjöllun um samfélag taki til nokkurra þátta, sem eru atvinnuuppbygging, landnotkun, byggð (þéttbýli og frístundabyggð), heilsa, útivist og eignarhald lands. – Tafla 4.4 nefnir orkufreka starfsemi, iðnaðarsvæði, landbúnaðarsvæði, útivistarrsvæði, bújarðir og ræktanlegt land. – Í umhverfismatinu þarf að fjalla um áhrif styrkingar kerfisins á uppbyggingaráform sveitarfélaga, m.a. íbúðarsvæði og samgöngumannvirki, þar sem raflínur kunna að standa í vegi fyrir samfellda þróun byggðar út frá hagkvæmnis- og umhverfissjónarmiðum. Skipulags- og byggingarráð áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við útfærslur einstakra atriða á síðari stigum.

  • 1501235 – Garðabær, aðalskipulag 2016-2030 endurskoðun, lýsing, verkáætlun

   Tekin fyrir að nýju tillaga skipulagstjóra Garðabæjar að lýsingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15.02.2015. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Ofanbyggðavegur er nefndur í kafla 2.2 Samgöngur og veitur, sem eitt af viðfangsefnum endurskoðunar. Ekki er fjallað nánar um hann, en bent skal á hann er sýndur í gildandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, og í tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2025 – 2040 er ákvæði um að “tenging Reykjanesbrautar ofan byggðar á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu til að beina fjarumferð framhjá gatnakerfi bæjarins, þ.e. nýjar útfærslur meginstofnvega eins og þeir eru í dag, verða áfram til skoðunar og ekki útilokaðar í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga.”$line$Tenging göngu- og hjólreiðastíga er nefnd í kafla 3.3 Þjónustukerfi, “Stígakerfi tryggi góðar göngu- og hjólaleiðir milli hverfa, skólasvæða og annarra áfangastaða í bænum og upplandinu. Bent er á að huga þarf jafnframt að tengingum við nágrannasveitarfélög.$line$Í kafla 5.3 er vísað til Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Í gildi er Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, staðfest 10.07.2014.$line$Varðandi vatnsvernd þyrfti að fjalla um vatnsbólið Mygludali á sveitarfélagamörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, þar sem breyting á mörkum þess hefur áhrif á lagningu háspennulína.$line$Tveir kirkjugarðar eru nefndir, en ekki fjallað um framtíðar kirkjugarða eða samnot af öðrum kirkjugörðum.$line$Enginn urðunarstaður fyrir jarðveg og byggingarúrgang er í sveitarfélaginu, og þyrfti að fjalla um þann þátt. Skipulags- og byggingarráð áskilur sér rétt til að gera athugasemdir við útfærslur einstakra atriða á síðari stigum.

  • 1405390 – Víðistaðatún, Frisbívöllur

   Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar leggur til að nefndin skoði leiðir til að auka möguleika bæjarbúa til að nýta útivistasvæðið á Víðistaðatúni. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við fjölskylduráð að það skoði málið og koma með tillögur að því að búa til starfshóp, varðandi útivistasvæðið á Víðistaðatúni. Frestað á fundi 357.

   Skipulags- og byggingarráð tilnefnir Júlíus Andra Þórðarson í starfshópinn og tengiliður við skipulags- og byggingarsvið er Berglind Guðmundsdóttir.

  • 1412486 – Hverfisgata 23, breyting

   Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa andyrri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V.Bjarnasonar dag.22.03.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.01.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til deiliskipulags svæðisins sem er í vinnslu.

  • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

   Umrætt mál var til umfjöllunar á síðasta fundi, en átti ekki að vera þar þar sem nýrra erindi hafði borist.

   Sjá afgreiðslu máls nr. 1412486.

Ábendingagátt