Skipulags- og byggingarráð

10. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 364

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Ritari

 • Málfríður Kristjánsdóttir skipulags- og byggingarsviði
 1. Almenn erindi

  • 1406109 – Herjólfsgata 38, breyting

   Morgan ehf. sækir 04.06.2014 um breytingu á íbúð í rými 01-14, sjá skýringar á blaði, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 01.06.2014. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40 og felur skipulags- og byggingarsviði að skoða nánari lögformlega hlið málsins. Umsögn húsfélagsins hefur borist og umsögn um lögformlega hlið liggur fyrir. Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi við afgreiðsu málsins. Skarphéðinn Orri Björnsson tók sæti hans á meðan.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að upplýsa eigendur íbúða í húsinu um stöðu mála og kanna vilja þeirra til umbeðinnar breytingar áður en málið verður tekið til afgreiðslu.

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 28.01.15 og 04.02.15. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010. Ólafur Ingi Tómasson tók sæti á ný.

   Lagt fram.

  • 1502089 – Stefna stjórnvalda um lagningu raflína

   Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Lögð fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, gerir hana að sinni og felur sviðsstjóra að koma henni til Nefndasviðs Alþingis.

  • 1502088 – Raforkulög

   Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, með síðari breytingum (kerfisáætlun). Lagt fyrir Alþingi á 144. löggjafarþingi 2014-2015. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og felur honum að koma henni til Nefndasviðs Alþingis.

  • 1309137 – Brattakinn 23,breyting

   Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, athugasemdir bárust. Lagt fram bréf húseiganda ásamt minnispunktum sviðsstjóra og athugun á skuggavarpi. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarráðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1501927 – Þjónusta sveitarfélaga, Hafnarfjörður, könnun

   Á fundinn mætir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og fer yfir könnunina.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar Steinunni fyrir kynninguna.

  • 1501684 – Hverfisgata 35, fyrirspurn

   Vogir-fasteignafélag ehf leggja inn 15.01.2015 fyrirspurn til Skipulags- og byggingaráðs, óska eftir að breyta einni íbúð í tvær eingir, sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.01.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fryirspurnina svo framarlega sem sýnt verði fram á að allar íbúðirnar uppfylli skilyrði byggingarreglugerðar.

  • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

   Tekin til umræðu deiliskipulagsforsögn fyrir lóðina. Skipulags- og byggingarráð samþykkti skipulagsforsögnina 22.12.2013.

   Lagt fram.

  • 1501953 – Klukkuvellir 1, deiliskipulagsbreyting

   Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.01.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagið verði auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

  • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

   Lögð fram tillaga Ydda arkitekta um nánari útfærslu eins reits á fjölbýlishúsasvæðinu og eina línu í sérbýli. Hildur Ýr Ottósdóttir og Hjördís Siguðardóttir mættu á fundinn og kynntu.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

  • 15011080 – Tjarnarvellir 5 og 7, fyrirspurn.

   Fannborg fasteignafélag leggur inn fyrirspurn um nýtingu lóðanna, þannig að í öðru húsinu verði íbúðarhótel og íbúðir í hinu ásamt atvinnuhúsnæði á jarðhæð að hluta. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.01.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir, þar sem við úthlutun lóðar var gert ráð fyrir hóteli/íbúðahóteli/gistiheimili.

  • 1501951 – Eskivellir 13, fyrirspurn

   Bjallaból ehf. leggja 22.1.2015 inn fyrirspurn, óska eftir því að fá að reisa 30. íbúðar fjölbýlishús og sleppa bílageymslum í kjallara. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.01.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið, sem krefst breytingar á deiliskipulagsskilmálum, sem unnin verður af Skipulags- og byggingarsviði og grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð mun fjalla um byggingaráform þegar umsókn um byggingarleyfi berst.

  • 15011083 – Dalshraun 16, fyrirspurn

   Hermann Georg Gunnlaugsson sendir inn fyrirspurn f.h. Bílbóndans varðndi aukið byggingarmagn á lóðinni Dalshraun 16, dags. 15.01.2015. Sbr. meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.02.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillöguna.

  • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

   Tekið fyrir að nýju erindi Löðurs ehf. sem sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Áður lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14. Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestinu, og þarf því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Áður lagður fram tölvupóstur Þorleifs Magnússonar varðandi loftun á þvottarýmum. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skriflegri staðfestingu á að þvottarýmin séu lokuð eins og uppdrættir sýna og gerð verði grein fyrir loftræstingu úr þeim, áður en erindið verði grenndarkynnt. Lagðir fram tölvupóstar Þorleifs Magnússonar dags. 27.01.15 og 28.01.14.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda erindið í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur með íbúum og fyrirtækjum í grennd við stöðina. Kynningarfundur verður fimmtudaginn 26. febrúar kl. 17:00.

  • 1110157 – Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

   Lagt fram erindi Dyra ráðgjafar f.h. Geymslusvæðisins um möguleg skipti á iðnaðarlóðum þeirra í Kapelluhrauni I og lóðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bæjarráð óskaði 29.01.15 eftir umsögn Skipulags- og byggingarráðs.$line$

   Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að taka saman greinargerð um málið.

  • 1501455 – Hótel í miðbæ Hafnarfjarðar

   Bæjarráð óskaði 29.01.15 eftir því að SBH tilnefni tvo fulltrúa ráðsins í undirbúningshóp, ásamt bæjarstjóra, sem útfæri tillögur um mögulegar lóðir fyrir hótel í miðbænum.

   Skipulags- og byggingarráð leggur til að skipaðir verði 3 úr skipulags- og byggingarráði í starfshópinn. Ráðið fagnar því að málefni miðbæjarins sé tekið til skoðunar og telur ríka þörf á að miðbærinn verði skoðaður heilstætt með áherslu á atvinnu, uppbyggingarmöguleika, og heildarsýn. Lagt er til að starfshópurinn heiti: Starfshópur um miðbæinn, framtíðarsýn hans og möguleika. Fulltrúar ráðsins verða Pétur Óskarsson, Borghildur Sturludóttir og Júlíus Andri Þórðarson.

  • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

   Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti að auglýsa tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins – Höfuðborgarsvæðið 2040 skv. 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Nýtt svæðisskipulag$line$mun leysa af hólmi Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001 – 2024 og svæðisskipulag fyrir vatnsvernd á höfuðborgarsvæðinu frá 1998. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir hana að sinni.

  • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

   Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra. Frestað á síðasta fundi.

   Frestað milli funda.

Ábendingagátt