Skipulags- og byggingarráð

24. febrúar 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 365

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 11.02.2015 og 18.02.2011.

      Lagt fram.

    • 1502303 – Hafravellir 18, fyrirspurn

      Dropasteinn leggur 16.02.15 fram fyrirspurn um að breyta parhúsalóð í lóð fyrir 3 raðhús. Sjá meðfylgjandi teikningu. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.02.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð veitir umsækjanda heimild til að breyta deiliskipulagi í samræmi við erindið.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.02.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið en telur að laga þurfi aðkomu í bílakjallara í samræmdi við gildandi deiliskipulag.

    • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

      Tekið fyrir erindi íbúa um að bifreiðastæði á bæjarlandi verði sérmerkt íbúum húsanna. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið og bendir á skv. samþykktum aðaluppdráttum er gert ráð fyrir bílastæðum innan lóðar.

    • 1410331 – Herjólfsgata 30-34, Hleinar, kæra, deiliskipulag,

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19.02.2015 þar sem kærunni er hafnað.

      Lagt fram.

    • 1412109 – Sveitarfélagið Vogar, aðalskipulag, deiliskipulag, breyting, kynning á drögum, Vogavík

      Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur auglýst tillögu að breytinga á Aðalskipulagi Voga 2008-2028 skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og deiliskipulag skv. 41. grein sömu laga vegna áforma um skrifstofubyggingu og rannsóknarstofu og stækkun fiskeldis í Vogavík. Athugasemdafrestur er til mánudagsins 9. mars.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við tillögurnar.

    • 15011078 – Steinhella 14, skilti

      Geymsla eitt ehf sækir þann 28.01.2015 um leyfi til að setja upp skilti. Meðfylgjandi er tölvuteikning af skiltinu ásamt viðbótarupplýsingum frá umsækjanda. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.02.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið til reynslu í eitt ár.

    • 15011115 – Forgangsakstur

      Lagt fram bréf Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra dags. 27.01.15 varðandi gatnakerfi og forgangsakstur slökkvi- og sjúkrabifreiða.

      Lagt fram.

    • 1502403 – Stofnvegir og gatnamót í Hafnarfirði

      Greint frá fundi með innanríkisráðherra 19.02.15.

      Lagt fram.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri greinir frá umfjöllun um Ofanbyggðaveg í svæðisskipulaginu.

      Lagt fram.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Lögð fram tillaga Ydda arkitekta um nánari útfærslu eins reits á fjölbýlishúsasvæðinu og eina línu í sérbýli. Hildur Ýr Ottósdóttir og Hjördís Siguðardóttir mættu á fundinn og kynntu.

      Lagt fram.

    • 1410401 – Gjaldtaka fyrir gáma

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að skoðað verði hvort taka eigi stöðugjald fyrir gáma í landi bæjarins. Gjaldið miðist við tímalengd stöðunnar og stærð gámanna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá.

      Skipulags- og byggingarráð felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögu að gjaldskrá fyrir gáma sem miðað er við að standi 1 mánuð eða lengur. Jafnframt að gera átak gegn gámum án stöðuleyfis.

    • 1009262 – Krýsuvík umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borholur

      HS-Orka sækir um ftamlengingu á framkvæmdaleyfi fyrir borholur í Krísuvík í samræmi við deiliskipulag. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.02.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Lagt fram.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu þar sem umsögn Skipulagsstofnunar hefur ekki borist. Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að senda erindið í grenndarkynningu ef Skipulagsstofnun mælir svo fyrir.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Lagt fram erindi Orkustofnunar dags. 14.01.15 þar sem óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar um annars vegar umsókn Orkuveitu Reykjavíkur og hins vegar Vatnsveitu Kópavogs á aukinni vatnsvinnslu í Vatnsendakrikum í Heiðmörk. Lögð fram umsögn vatnsveitustjóra, sem mætir á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn vatnsveitustjóra.

Ábendingagátt