Skipulags- og byggingarráð

10. mars 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 366

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Skarphéðinn Orri Björnsson sat fundinn frá 8.15 -9.00. Ólafur Ingi Tómasson sat fundinn frá kl. 9.00.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi og Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð. Auk þeirra Málfríður Kristjánsdóttir, Elsa Jónsdóttir og Lilja Ólafsdóttir undir þeim málum sem þær varðaði.

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir skipulags- og byggingarsviði

Skarphéðinn Orri Björnsson sat fundinn frá 8.15 -9.00. Ólafur Ingi Tómasson sat fundinn frá kl. 9.00.

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi og Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð. Auk þeirra Málfríður Kristjánsdóttir, Elsa Jónsdóttir og Lilja Ólafsdóttir undir þeim málum sem þær varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 25.02.2015 og 04.03.2011.

      Lagt fram.

    • 1410024 – Arnarhraun 50, deiliskipulag.

      Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Skipulagstillaga dags. 12.12.14 var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.03.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gert verið skuggavarp á lóðinni.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum.

      Fjallað um athugasemdir. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram í málinu í samræmi við athugasemdir sem bárust.

    • 1503040 – Strandgata 31 og 33, fyrirspurn

      Ásdís Helga Ágústsdóttir leggur inn fyrirspurn um breytingar á innra skipulagi kjallara, jarðhæðar og 2 hæðar hússins frá áður samþykktum byggingaráformum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.03.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar breytinguna.

    • 15011080 – Tjarnarvellir 5 og 7, fyrirspurn.

      Kristján Sverrisson f.h. Fannborgar fasteignafélags sendir fyrirspurn dags. 03.03.15 um að byggja tvö L-laga hús, 4 hæðir, fyrir atvinnustafsemi á jarðhæðum og hótelíbúðir á efri hæðum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í að byggt verði hótel og að nánari útfærsla verði við skipulagsyfirvöld.

    • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

      Lagðir fram minnispunktar frá fundi með íbúum og fyrirtækjum í nágrenninu.

      Lagt fram.

    • 1503025 – Dalshraun 16 deiliskipulagsbreyting

      Hermann Georg Gunnlaugsson sækir f.h. Bílabóndans um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Dalshraun 16 skv meðfylgjandi uppdrætti dags. 19.02.2015.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar að erindið verði grenndarkynnt eftir að uppdrættir hafa verið lagfærðir.

    • SB060659 – Kapelluhraun 1.áfangi

      Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst með áorðnum breytingum í samræmi við 41.gr skipulagslaga .

    • 1405390 – Víðistaðatún

      Lögð fram tillaga Geirs Bjarnasonar að erindisbréfi fyrir starfshópinn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindisbréfið og felur sviðsstjóra endanlega útfærslu þess.

    • 1311067 – Landsnet kerfisáætlun

      Lögð fram greinargerð VSÓ f.h. Landsnets: “Kerfisáætlun 2015-2024. Viðbrögð við athugasemdum við kerfisáætlun.”

      Skipulags- og byggingarráð gerir athugasemd við svar Landsnets. Með umhverfi er m.a. átt við félagslegt umhverfi jafnt sem náttúrulegt umhverfi, og telst matið þá ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru í 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

    • 1410401 – Gjaldtaka fyrir gáma

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að skoðað verði hvort taka eigi stöðugjald fyrir gáma í landi bæjarins. Gjaldið miðist við tímalengd stöðunnar og stærð gámanna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir gáma sem standa 2 mánuði eða lengur og eru þar með stöðuleyfisskyldir.

      Skipulags- og byggingarráð tók erindið til umræðu.

    • 1406109 – Herjólfsgata 38, breyting

      Morgan ehf. sækir 04.06.2014 um breytingu á íbúð í rými 01-14, sjá skýringar á blaði, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 01.06.2014. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40 og felur skipulags- og byggingarsviði að skoða nánari lögformlega hlið málsins. Umsögn húsfélagsins hefur borist og umsögn um lögformlega hlið liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að upplýsa eigendur íbúða í húsinu um stöðu mála og kanna vilja þeirra til umbeðinnar breytingar áður en málið verður tekið til afgreiðslu. Lagðar fram niðurstöður úr þeirri könnun.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu fram yfir fund Bæjarráðs.

Ábendingagátt