Skipulags- og byggingarráð

7. apríl 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 368

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.2015 og 01.04.2011.

      Lagt fram.

    • 1006282 – Hundasvæði

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir framkvæmdaleyfi skipulags- og byggingaráðs fyrir uppsetningu á lokuðu hundagerði á Hörðuvöllum. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða fleiri möguleika.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins. Frestað.

    • 1412116 – Langeyrarmalir, deiliskipulag

      Tekin til umræðu drög að deiliskipulagi þess hluta deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum sem er innan marka Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Gunnar Örn Sigurðsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn deiliskipulagstillögu fyrir lóðina ódags. til umsagnar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.03.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Lagt fram.

    • 1410024 – Arnarhraun 50, deiliskipulag.

      Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Skipulagstillaga dags. 12.12.14 var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að gert verið skuggavarp á lóðinni. Skuggavarp hefur borist. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör við athugasemdum og gerir að sínum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að meðferð þess verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Arnarhraun 50 og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga 123/2010.”

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Rætt um stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að boða svæðaskipulagsstjóra á næsta fund ráðsins.

    • 1503510 – Krýsuvík, náttúrulauguar og heilsuhótel

      Lagt fram erindi frá Ólafi Sigurðssyni markaðs- og þróunarstjóra First ehf. þar sem óskað er eftir að byggja heilsuhótel og náttúrulaugar í Krýsuvík.

      Lagt fram.

    • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

      Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óska eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. apríl og vísað í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breyting á deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1407048 – Þétting byggðar, faglegur starfshópur

      Vinna hópsins kynnt.

      Kynning.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Viðræður við Landsnet, formaður skipulags- og byggingarráðs gerir grein fyrir stöðu viðræðna.

      Lagt fram.

Ábendingagátt