Skipulags- og byggingarráð

5. maí 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 369

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 08.04.15, 15.04.15 22.04.15 og 29.04.2015.

      Lagt fram.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasmdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að svörum við athugasemdum. Jafnframt er óskað eftir að Landsnet tjái sig um innkomnar athugasemdir í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu.

    • 1406401 – Strandgata 31-33 deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 16.04.15 varðandi kærur á skipulagið. Ógildingu skipulagsins er hafnað.

      Lagt fram.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Tillaga að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 lögð fram til staðfestingar ásamt þróunaráætlun 2015-2018.

      Skipulags- og byggingarráð telur að gera þurfi breytingu á orðalagi greinargerðar svæðisskipulagsins áður en það fer til samþykktar. $line$Á fundi Skipulags- og byggingarráðs 10.02.2015 var samþykkt tillaga sviðsstjóra að athugasemdum við svæðisskipulagið, þar sem segir m.a. “Þá áréttar Skipulags- og byggingarráð mikilvægi þess að tryggð sé tenging Ofanbyggðavegar við Reykjanesbraut og Álftanesveg eða austar, sbr. texta undir markmiði 2.4: “tenging Reykjanesbrautar ofan byggðar á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu til að beina fjarumferð framhjá gatnakerfi bæjarins, þ.e. nýjar útfærslur meginstofnvega eins og þeir eru í dag, verða áfram til skoðunar og ekki útilokaðar í aðalskipulagsáætlunum sveitarfélaga.” Tillagan var send inn sem athugasemd við svæðisskipulagið.$line$Skipulags- og byggingarráð leggur því til að síðasta málsgrein greinar 2.4.5 í greinargerð svæðisskipulagsins hljóði á þessa leið: $line$”Sveitarfélögin taka frá rými í skipulagsáætlunum fyrir nýjar útfærslur stofnvega sem áfram verða til skoðunar, þ.e. Vesturlandsveg um sundin (Sundabraut) og tengingu Ofanbyggðavegar við Reykjanesbraut á móts við Álftanesveg eða austar.”$line$Skipulags- og byggingarráð telur að þessi breyting sé forsenda fyrir samþykkt svæðisskipulagsins, en gerir ekki aðrar athugasemdir.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lögð fram tillaga um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir heildarendurskoðunina, ítrekar bókun fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar í stýrihópnum í grein 8.4.1. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu um heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og heilbrigðisreglugerð nr. 149/1990 m.s.br.”

    • 1306244 – Hamarsbraut 12, deiliskipulagsbreyting

      Gunnar Á Beinteinsson sækir 26.06.13 um að breyta deiliskipulagi vegna stækkunar á byggingareit og hækkunar á nýtingarhlutfalli samkvæmt uppdráttum Karls Magnúsar Karlssonar dags. 20.6.2013. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 25.04.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Nexus arkitektar leggja inn fyrirspurn f.h. Kaffibrennslu Hafnarfjarðar um hvort heimiluð verði viðbygging milli núverandi húsa á lóðinn skv. meðfylgjandi tölvupósti og uppdráttum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða erindið á milli funda.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð lagði til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins.

      Skipulags og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulag Miðbær Hraun vestur verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. “

    • 1501953 – Klukkuvellir 1, deiliskipulagsbreyting

      Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir innkomna athugasemd og vísar til skipulagshöfundar að leysa sorpmál á annan veg.

    • 1504308 – Hvaleyrarbraut 3, fyrirspurn

      Geco ehf leggur 20.04.15 fram fyrirspurn um að byggja við Hvaleyrarbraut 3. Fyrirspurnar teikningar fylgja með eftir Sigurþór Aðalsteinsson arkitekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt i fyrirspurnina og heimilar fyrirspyrjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 38.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið en taldi að laga þyrfti aðkomu í bílakjallara í samræmi við gildandi deiliskipulag. Borist hafa nýir uppdrættir. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að innkeyrsla í bílakjallarann verði í gegnum bílakjallara Fjarðar og felur Fasteignafélagi Hafnarfjarðar að útfæra hugmyndina í samráði við hönnuð Strandgötu 26-30. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur hefur borist.

    • 1503509 – Breiðhella 16, fjölgun á rýmum

      Skógarhlíð ehf. sækir 30.3.2015 um fjölgun á rýmum úr 10 í 20 samkvæmt teikningum Haralds Valbergssonar dagsettar 16.3.2015. Stimpill frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst einnig. Nýjar teikningar bárust 21.04.15. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu í skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem ekki er fyrirsjáanleg þörf á skrifstofuhúsnæði á iðnaðarsvæðinu.

    • 1504257 – Strandgata 1, listaverk á gafli

      Ingvar Björn óskar eftir að setja upp útilistaverk á gafl bókasafnsins við Strandgötu 1. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 15.04.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að menningar- og ferðamálanefnd óski eftir hugmyndum um nánari útfærslu á uppsetningu listaverka á húsgöflum í bænum.

    • 1404354 – Krýsuvíkurvegur 121495,endurnýjun á lóðarleigusamningi

      Gámaþjónustan sækir um endurnýjun lóðarleigusamnings.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í umsóknina og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

    • 1504277 – Silfurhella 5, ósk um endurvinnslu jarðefna á lóð í eigu Geymslusvæðisins

      Geymslusvæðið sækir hér með um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig eru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni þetta er hugsað til að taka lóðir okkar í hæðir.

      Skipulags- og byggingarráð óskar frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir.

    • 1504390 – Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál til umsagnar

      Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga til um verndarsvæði í byggð, 629. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. maí nk. $line$

      Skipulags- og byggingarráð styður frumvarpið. Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-20125 eru slík svæði skilgreind sem hverfisverndarsvæði.

    • 1504386 – Þingsályktunartillaga um landsskipulagsstefnu 2015-2016, umsagnarbeiðni, 689. mál.

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016, 689. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 7. maí nk.$line$

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við tilllöguna.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Gunnar Örn Sigurðsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Óvíst hvort uppdráttur berst.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkiir að tillagan verði send í auglýsingu skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk.

    • 1404012 – Norðurbakki 1-3, fyrirspurn bílastæði

      Sigurður Þorvarðarson leggur inn tillögu að bílastæðum milli húsa á Norðurbakka 1-3, sjá teikningu Arkþing dags 31.01.14. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Erindið krefst skriflegs samþykkis allra meðeigenda í Norðurbakka 1 og Norðurbakka 3 í samræmi við 1. mgr. 19. gr. laga um fjöleignahús nr. 26/1994.

Ábendingagátt