Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, auk þess Málfríður Kristjánsdóttir, Helga Stefánsdóttir og Lilja Ólafsdóttir undir þeim málum er þær varðaði.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 03.06.15 og 10.06.15.
Lagt fram.
Greint frá kynningarfundi um skipulagið 08.06.15.
Tekið til umræðu hvernig staðið er að kynningarmálum skipulags.
Umræður.
Lómur ehf kt.560514-0850 sækir þann 27.maí um leyfi fyrir breytingu innanhúss að Bæjarhrauni 24. Skipta upp bili 0103 í minni bil samkvæmt teikningum frá Ágústi Þórðarsyni byggingartæknifræðing kt. 041051-4509. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 03.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.
Skiplags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa afgreiðslu þess.
Ástak ehf. sækir 22.1.2015 um deiliskipulagsbreytingu á Klukkuvöllum 1, breyting á lóð og fjölgun um 1.íbúð, samkvæmt teikningum Jóns Grétars Ólafssonar dagsettar 21.1.2015. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Nýr uppdráttur barst 09.06.2015.
Brugðist hefur verið við athugasemd varðandi sorpgeymslur. Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir skipulagið með þeirri breytingu og að málinu verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tilögu til bæjarstjórnar:$line$“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Klukkuvalla 1 samkvæmt uppdrætti Jóns Grétars Ólafssonar dags. 09.06.2015 og að málinu verði lokið samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.“
Dropasteinn ehf kt.601200-2950 sækir þann 08.04.15 um skipulagsbreytingu samkvæmt uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 1.4.2015.Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 8.4.2015 erindinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 skv. heimild í reglugerð 767/2005 um afgreiðslur skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir skipulagið með þeirri breytingu að byggingarreitur verði færður 50 cm til vesturs til að koma á móts við athugasemdir, og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga nr 123/2010.
Kári Eiríksson leggur f.h lóðarhafa inn fyrirspurn um hvort heimilað yrði að breyta notkun hússins í íbúðahótel. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 10.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið en bendir á að hótel er skilgreind notkun en íbúðarhótel er ekki skilgreind notkun. Föst búseta er ekki leyfð á svæðinu.
Jón Þórðarson óskar eftir fh. húsfélagsins að Dalshrauni 11 að breyta deiliskipulagi til þess að fjölga bílastæðum. Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 10.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kosnað í samræmi við gr. 38 í skipulagslögum nr. 123/2010. Tryggja þarf aksturskvöð að ALI.
Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. apríl og vísað í skipulags- og byggingarráð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga. Auglýsingatíma er lokið og 3 athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 10.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að skilgreina nánar lóðir á uppdrætti og gera tillögu að svörum við athugasemdum.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem 8 bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Lagðar fram umsagnir x aðila við götuna.
Frestað. Skipulags- og byggingarsviði falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Ólafur Árnason Eflu/Landsneti og Þórarinn Bjarnason Landsneti mættu á fundinn og kynntu áætlun um uppbyggingu kerfisins í heild sinni.
Kynning.
Lögð fram skýrla Eflu verkfræðistofu varðandi umferðarrýni á Völlum.
tekin til umræðu ósk Advania um bætta aðkomu að húsinu. Lagðar fram þrjár tillögur sviðsstjóra ásamt kostnaðarmati. Sviðsstjóri gerir grein fyrir umsögn Vegagerðarinnar varðandi tillögu 3.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við eigendur Steinhellu 10 um lausn mála innan lóðar Steinhellu 10.
Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfultlrúa tekin til umræðu.
Lagðar fram athuganir VSB verkfræðistofu á legu sunnan hesthúsa.
Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 03.05.15 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir frekari upplýsingum um málið á síðasta fundi.
Skipulags- og byggingarsviði tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum sem sýna útlit og ásýnd í landi.
Fundargerð síðasta fundar tekin til umræðu.