Skipulags- og byggingarráð

10. júlí 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 375

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim ásamt svari Landsnets við þeim. Lagt fram samkomulag milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Landsnets undirritað 9. júlí 2015.

      Á forsendu samkomulags Landsnets og Hafnarfjarðarkaupstaðar um flutningskerfi raforku og bætta ásýnd og hljóðvist spennuvirkis við Hamranes, er undirritað var þann 9. júlí sl. samþykkir meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks framkvæmdaleyfi til Landsnets fyrir Suðurnesjalínu 2. Skipulags- og byggingarráð gerir framlögð svör við athugasemdum að sínum og felur skipulags- og byggingarsviði að senda þau til viðkomandi.

      Fulltrúi Samfylkingar og fulltrúi Vinstri Grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Ábendingagátt