Skipulags- og byggingarráð

25. ágúst 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 377

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, auk þess Málfríður Kristjánsdóttir, Þormóður Sveinsson og Helga Stefánsdóttir undir þeim málum er þau varðaði.

Ritari

 • Berglind Guðmundsdóttir Skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, auk þess Málfríður Kristjánsdóttir, Þormóður Sveinsson og Helga Stefánsdóttir undir þeim málum er þau varðaði.

 1. Almenn erindi

  • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

   Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 12.08.15 og 19.08.15.

   Lagt fram.

  • 1507040 – Nönnustígur 5, fyrirspurn

   Jón Ingi Hákonarson sendir inn fyrirspurn um að setja kvist við vesturhlið til samsvörunar við austurhlið. Einnig dýpka kjallara í þannig að full lofthæð náist og koma fyrir inngangsdyrum á vesturhlið þar sem núverandi inngangur er op upp á 115 cm. Eini staðurinn til að koma fyrir dyrum í fullri stærð er á vesturhluta. Einnig setja svaladyr á suðurhlið út í garð. Skv. leiðréttum teikningum KRark dags. 06.05.15.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina en leggst gegn færslu bílastæðis.

  • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

   Deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Skipulagið var auglýst skv. skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs, samþykkir deiliskipulagið skv. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Miðbær Hraun vestur og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.”

  • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

   Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014.Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum. Lagður fram tölvupóstur lóðarhafa. Lögð fram ný tillaga ASK-arkitekta til að koma til móts við athugasemdir.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.” Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að uppdrættir af húsunum verði lagðir fyrir ráðið áður en þær koma til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

  • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

   Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Valdimar mætti á fundinn og skýrði út gögnin.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Strandgötu 26-30 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.”

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   Lagt fram kostnaðarmat VSB verkfræðistofu á legu norðan og sunnan hesthúsa í Hlíðarþúfu. Stefán Veturliðason VSB mætti á fundinn og skýrði kostnaðarmatið.

   Lagt fram.

  • 1505377 – Hraunkambur 10, breyting á efri hæð húss

   Gunnar Þór Pétursson kt.010872-3409 sækir þann 28.05.2015 um leyfi til að breyta efri hæðum húss við Hraunkamb 10 sem fellst í að herbergjaskipan 2.hæðar hússins er breytt og þakhæð hússins endurgerð, mænir hækkaður og herbergjaskipan breytt samkvæmt teikningum frá Sigurðu Þorvarðarsyni byggingafræðing kt.141250-4189. Teikning með undirskriftum nágranna barst þann 26.06.15. Nýjar teikningar bárust 10.08.15 og 17.07.15. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við eigenda og hönnuð um útfærslu hússins í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1508146 – Selhella 2, fyrirspurn

   Egill Jóhannsson f.h. Brimborgar sendir inn fyrirspurn með tölvupósti dags. 30.07.15 um stækkun lóðarinnar og hvort byggja megi einnar hæðar hús á lóðinni. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa sem vísaði því til Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deilskipulagi í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

   Nexus arkitektar leggja inn fyrirspurn f.h. Kaffibrennslu Hafnarfjarðar um hvort heimiluð verði viðbygging milli núverandi húsa á lóðinn skv. meðfylgjandi tölvupósti og uppdráttum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa sem vísaði því til Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og telur hana til mikilla bóta fyrir hverfið jafnframt heimilar ráðið umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deilskipulagi í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1507404 – Stapahraun 5, fyrirspurn.

   Stýrivélaþjónustan ehf. leggur 30.07.15 inn fyrirspurn um stækkun húseignar að Stapahrauni 5, skv. teikningum Ágústs Þórðarsonar dags. 30.07.15. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að senda byggingarleyfi í grenndarkynningu þegar umsókn berst.

  • 15011080 – Tjarnarvellir 5 og 7, fyrirspurn.

   Fannborg fasteignafélag leggur inn fyrirspurn um nýtingu lóðanna, þannig að í öðru húsinu verði hótelherbergi og í hinu hótelherbergi með eldunaraðstöðu samtals 258 einingar. Lagðar fram hugmyndir Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts að byggingum.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna nánar í málinu með umsækjanda.

  • 1507189 – Herjólfsgata 36-40, breyting á deiliskipulagi

   Hólmar Logi Sigmundsson sækir 20.07.15 f.h. Morgan ehf um breytingu á deiliskipulagi Herjólfsgötu 36-40 samkvæmt uppdrætti Krark arkitekta dags. 13.07.2015. Tillagan gerir ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á jarðhæð húss nr. 38 verði breytt í íbúð, þannig að íbúðum fjölgi úr 49 í 50.

   Frestað milli funda.

  • 1409806 – Hafravellir 13 lóðastækkun

   Eysteinn Harry Sigursteinsson og Sigríður D. þórðardóttir óska eftir að felld verði niður tvö bílastæði við enda götunnar og lóð þeirra verði stækkuð sem þeim nemur. Samþykki eigenda næstu húsa liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð synjaði erindinu 16.12.2014.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og heimilar umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skilyrt er að allar framkvæmdir verða á kostnað lóðarhafa.

  • 1508288 – Krýsuvík, Seltún, stækkun bílastæða

   Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og framkvæmdadeildar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir stækkun bílastæða í Krýsuvík í samræmi við samþykkt skipulag. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð veitir umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. gr. skipulagslaga 123/2010.

  • 1508208 – Lyngbarð 2, stöðuleyfi fyrir geymslugám

   Steinþór Einarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám vegna flutninga starfsemi á svæðið. Lögð fram mótmæli nágranna.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að mældur verði gólfkóti og mænishæð hússins. Frestað.

Ábendingagátt