Skipulags- og byggingarráð

1. september 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 378

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Berglind Guðmundsdóttir, Helga Stefánsdóttir og Þormóður Sveinsson.

Ritari

 • Berglind Gudmundsdáttir. Skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Berglind Guðmundsdóttir, Helga Stefánsdóttir og Þormóður Sveinsson.

 1. Almenn erindi

  • SB060659 – Kapelluhraun 1.áfangi

   Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarfulltrúa að svari við innkominni athugasemd.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa og samþykkir deiliskipulagið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið skv. 42. gr sömu laga. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 12.12. 2013 og að erindinu verði lokið skv. skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

   Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. apríl og vísað í skipulags- og byggingarráð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga. Auglýsingatíma er lokið og 3 athugasemdir bárust. áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð tók undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og fól þeim að vinna áfram að málinu.

   Skipulags- og byggingafulltrúa er falið að vinna tillögu að nýjum lóðarmörkum í samræmi við umræður á fundinum.

  • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

   Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH lagði inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust og var tillagan samþykkt í Skipulags- og byggingarráði 19.05.15 og bæjarstjórn Hafnarfjarðar 27.05.15 ásamt samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. – Í ljós kom hins vegar að formgalli var á fyrri auglýsingu og var hún því auglýst að nýju með athugasemdafresti til 29.07.15. Engar athugasemdir bárust. – Í áliti Skipulagsstofnunar í tölvupósti dags. 30.07.15 kom fram að “samkvæmt 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga væri ekki skylt að taka tillöguna fyrir að nýju í sveitarstjórn en í erindi til stofnunarinnar þurfi að koma fram að við fyrri auglýsingu hafi borist athugasemdir sem hafi verið svarað.” Í símtali við Skipulagsstofnun 31.08.15 er hins vegar gerð krafa um það tillagan verði tekin til umfjöllunar að nýju.
   Auglýsingatíma er nú lokið og engin athugasemd barst í þessari atrennu, hins vega bárust athugasemdir á fyrri stigum málsins og hefur þeim verið svarað.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið með áorðnum breytingum skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu þess verði lokið skv. 42. grein sömu laga. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir íþróttasvæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar dags. 18.06.2015 skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu þess verði lokið skv. 42. grein sömu laga.”

  • 1507172 – Norðurbakki 1, bílastæði

   Sigurður Þorvarðarson leggur inn tillögu að bílastæðum milli húsa á Norðurbakka 1-3, sjá teikningu Arkþing dags 31.01.14. Ljóst er að samþykki allra eigenda í húsunum liggur ekki fyrir. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að fyrirkomulagi bílastæðanna.

   Lagt fram.

  • 1503482 – Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015

   Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa tekin til umræðu.

   Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar.

  • 1506388 – Kirkjuvellir 8 og 12

   Sigurlaug Sigurjónsdóttir ASK arkitektar sækir fyrir hönd FM-húsa um breytingu á deiliskipulagi lóðanna í samræmi við uppdrátt dags. 11.06.2015. Tölvupóstur dags. 18.06.2015. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 24.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa skipulagstillöguna skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar uppfærður skipulagsuppdráttur hefur borist.

  • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

   Tekið til umræðu hvort vinna eigi tillögu að breytingu á deiliskiulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, þannig að leikskólalóðin verði stækkkuð með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðarkjarna fyrir fatlaða. Skipulagsbreytingin hefur verið staðfest, en í ljós hafa komið lagnir sem valda því að breyta þarf lóðamörkum og byggingarreitum á uppdrætti af Kinnum. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn Fræðsluþjónustu vegna stærðar lóðar fyrir leikskóla.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að tillagan verði endurskoðuð m.t.t. samnýtingar bílastæða við nýjan kirkjugarð og fækkun bílastæða inná lóðinni.

  • 1412175 – Tjarnarvellir færsla, deiliskipulag

   Tekið til umræðu hvort færa eig Tjarnarvelli þannig að þeir verði í útjaðri bílastæðanna, næst Reykjanesbraut. Jafnframt verði litið til þess að fegra svæðið með gróðri. Tjarnarvellir sem nú liggja meðfram verslunarhúsum og lóðum aðskilja bílastæði og þjónusturými. Mikil umferð gangandi fólks er frá bílastæðum yfir Tjarnarvelli sem skapar mikla hættu fyrir fótgangandi vegfarendur. Eðlilegt er að bílastæði liggi að verslunarrými.

   Skipulags- og byggingarráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða aðgengi- og umferðarmál við Tjarnarvelli.

  • 1508746 – Strandgata, breyting á bílastæðum

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að Umhverfis- og skipulagsþjónusta geri tillögu og kostnaðaráætlun á að færa bílastæði við Strandgötu frá Strandgötu 11 (Venusarhúsi) yfir að Strandgötu 8 – 10 (Íslandsbanka). Með þessari færslu verður opnað fyrir auknu mannlífi sólarmegin í götunni.

  Fyrirspurnir

  • 15011080 – Tjarnarvellir 5 og 7, fyrirspurn.

   Fannborg fasteignafélag leggur inn fyrirspurn um nýtingu lóðanna, þannig að í öðru húsinu verði hótelherbergi og í hinu hótelherbergi með eldunaraðstöðu samtals 258 einingar. Lagðar fram hugmyndir Guðmundar Gunnlaugssonar arkitekts að byggingum.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna áfram í málinu með fyrirspyrjanda.

Ábendingagátt