Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson, Sigurður Haraldsson, Berglind Guðmundsdóttir, Þormóður Sveinsson og Helga Stefánsdóttir.
Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 26.08.2007 og 02.09.2007.
Lagt fram.
Ork ehf sækir 13.08.15 um að breyta lóðarskipulagi samkvæmt teikningu Ingu Rutar Gylfadóttur. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við samþykktar byggingarnefndarteikningar. Forsaga málsins og aðstæður vegna sorpmála við Vesturbraut verði kynnt fyrir íbúum.
Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Miðbær-Hraun, lóðina Flatahraun 12 sem verður skipti í tvær lóðir samkvæmt uppdrætti dags. 23. júní 2015. Skipulagið var auglýst skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að erindinu verði lokið í samræmi við 42. grein skipulagslaga.
Ásdís Helga Ágústsdóttir leggur fram fyrirspurn um breytingar á innra skipulagi húsanna Strandgata 31-33. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina.
Lögð fram skipulagslýsing Ydda arkitekta dags. ágúst 2015. Fulltrúar Ydda arkitekta mættu á fundinn og kynntu.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlega athugasemd við breytingu á lóð hjúkrunarheimilisins í Skarðshlíð í drög að lýsingu sem kynnt var á fundinum. Það var aldrei til umræðu á fundum ráðsins að lóð hjúkrunarheimilisins yrði skoðað og breytt, einungis fjölbýlishúsasvæðið og eina línu í sérbýli eins og samþykkt var á fundi Skipulags- og byggingarráð 2. febrúar 2014. Ekki liggur enn fyrir hvort hugmyndir meirihlutans um 60 íbúða hjúkrunarheimili á Sólvangsreitnum séu raunhæfar. Auk þess hefur engin deiliskipulagsbreyting verið samþykkt fyrir Sólvangssvæðið-norður sem uppfyllir hugmyndir meirihlutans um nýtt hjúkrunarheimili. Það er því fullkomlega óábyrgt og andstætt hagsmunum bæjarins og bæjarbúa að ráðast í breytingar á lóð hjúkrunarheimilisins. Þá vilja fulltrúar minnihlutans vekja athygli á því að ef nýr meirihluti hefði ekki stöðvað byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð mætti gera ráð fyrir að það væri að taka til starfa í lok þessa árs.“
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar gera eftirfarandi bókun:
„Skipulags og byggingaráð ákvað samhljóða að skoða breytingar á deiliskipulagi við Skarðshlíð, með breyttri ásýnd og þéttingu í huga. Hér eru kynnt drög að lýsingu þar sem að mörgum og fjölbreyttum hugmyndum er kastað fram sem unnið verður áfram með. Búið er að stofna starfshóp um framtíðarlegu hjúkrunarheimilisins að Sólvangi, hér er verið að leggja fram drög og því eðlilegt að skoðaðar séu ýmsar lausnir og nýjar leiðir ræddar.“
Hólmar Logi Sigmundsson sækir 20.07.15 f.h. Morgan ehf um breytingu á deiliskipulagi Herjólfsgötu 36-40 samkvæmt uppdrætti Krark arkitekta dags. 13.07.2015. Tillagan gerir ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á jarðhæð húss nr. 38 verði breytt í íbúð, þannig að íbúðum fjölgi úr 49 í 50. Frestað á fundi 377.
Skipulags- og byggingarráð synjar ósk umsæjanda um að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulaginu þar sem komið hefur í ljós að meirihluti íbúa er andvígur breytingunni. Umsækjenda er bent á kæruleið úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Anna Margrét Hauksdóttir sækir f.h. Eimskipafélags Íslands um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu um breytingu á deiliskipulagi í samræmi við innsend gögn. Samþykki hafnarstjórnar liggur fyrir.
Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Tillagan var samþykkt á fundi 377, en bæjarsstjórn vísaði henni aftur í Skipulags- og byggingarráð.
Skipulags- og byggingarráðs felur sviðsstjóra að ræða við forsvarsmenn Fjarðar vegna athugasemdar þeirra við aðgengi að bílakjallara hússins gegnum bílakjallara Fjarðar.
Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar lagði 04.11.2014 f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014, samþykkt í Skipulags- og byggingarráði. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk. Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Áður lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að svörum við innkomnum athugasemdum. Áður lagður fram tölvupóstur lóðarhafa. Áður lögð fram ný tillaga ASK-arkitekta til að koma til móts við athugasemdir. Tillagan var samþykkt á fundi 377, en bæjarsstjórn vísaði henni aftur í Skipulags- og byggingarráð.
Skipulags- og byggingarráð hefur yfirfarið athugasemdir sem hafa borist og vísar í bókun ráðsins þann 25.8.15 og leggur til að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: „Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.“
Skipulag og byggingarráð leggur til að unnið verði að verklagsreglum skipulagsviðs vegna skipulagsmála og íbúasamráðs. Verklagsreglum er ætlað að taka á þáttum eins og kynningarfundum, samráði og samtali við íbúa og hvernig hægt sé að auka traust bæjarbúa á skipulagsmálum.
Umhverfis- og framkvæmdadeild óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna gerðar göngu- og hjólastígs við Reykjavíkurveg, frá Engidal að Hjallabraut, skv. gildandi aðalskipulagi. Stígurinn er gerður í samvinnu við Vegagerðina. Framkvæmdin felur í sér hreinsun á yfirborði, fyllingar og yfirborðsfrágang.Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr skipulagslaga 123/2010.
Deiliskipulag Ásvallabrautar milli Valla 7 (Hádegishlíðar) og Áslands 3.
Með færslu Ásvallabrautar frá núverandi skipulagi suður fyrir hesthúsin Hlíðarþúfur er tekið tillit til sjónarmiða íbúa í Áslandi 3. Umferð mun færast fjær íbúðarbyggð og tenging við Kaldárselsveg verður mun öruggari fyrir vegfarendur en tenging við Brekkuás. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnin verði ný tillaga að deiliskipulagi Ásvallabrautar með breyttri legu að Kaldárselsvegi suður fyrir hesthúsin Hlíðarþúfur til samræmis við tillögu B frá VSB verkfræðistofu. Samhliða verði nýtt deiliskipulag Kaldárselsvegar unnið frá Sörlatorgi að Hvaleyrarvatnsvegi. Mikilvægt er að skipulag og framkvæmdir við Ásvallabraut og Kaldárselveg verði unnið samhliða. Jafnframt verði unnin samsvarandi breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.
Fulltrúar Bjartrar framtíðar óska bókað:
„Björt framtíð telur að greina þurfi nýjar umferðartölur betur fyrir Hafnarfjörð, áður en að farið verður í frekari framkvæmdir á Ásvallarbraut. Umrædd framkvæmd mun kosta bæjarbúa rúmlega 700 miljónir króna og þvi nauðsynlegt að skoða umferðarmál í samhengi við nýlegt samþykkt svæðiskipulag höfuðborgarsvæðisins og þær áherslur sem þar birtast.“
Steinþór Einarsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám vegna flutninga starfsemi á svæðið. Áður lögð fram mótmæli nágranna. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir hæðarmælingum sem Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir gáminn til 31. desember 2015 skv.gr.2.6.1 í byggingarreglugerð 112/2012. Eftir þann tíma ber að fjarlægja gáminn.
Gunnar Svavarsson sækir um lóðarstækkun í samræmi við meðfylgjandi gögn.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að umsækjanda verði heimilað að taka landið í fóstur og ganga frá samningi á skrifstofu Umhverfis- og skipulagsþjónustu.
Lagt fram afrit úr fundargerð SSH hvað varðar vatnsvernd við Fossvallaklif þar sem Suðvesturlínur munu fara yfir.