Skipulags- og byggingarráð

22. september 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 380

Mætt til fundar

  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi og Þormóður Sveinsson arkitekt fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi og Þormóður Sveinsson arkitekt fundinn.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 09.09.2015 og 16.09.2015.

      Lagt fram.

    • 1407048 – Þétting byggðar, faglegur starfshópur

      Samráðshópur varðandi þéttingar og nýtingarmöguleika Hafnarfjarðar óskar eftir að fá sérfræðiþjónustu vegna umferðarmála.

      Samráðshópurinn mætti til fundarins og fór yfir stöðu verkefnisins.

      Þormóður Sveinsson arkitekt mætti til fundarins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að farið verði í umferðargreiningu vegna verkefnisins.

    • 1509098 – Óseyrarbraut 22, breyting á deiliskipulagi.

      Anna Margrét Hauksdóttir sækir f.h. Eimskipafélags Íslands um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
      Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 8.9. sl.
      Fyrir liggur breyting á deiliskipulagi samkvæmt uppdrætti Alark dags. 2.9.2015.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskar eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, verði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Vísað er til ýtarlegra gagna, tveggja skýrslna sem hafa verið lagðar fram um ástand hússins.

      Á fundi hjá skipulags- og byggingarsviði kom fram að áformað er að teikna tvö hús á lóðirnar Hellubraut 5 og 7, þannig að heildarmyndin á Hamrinum yrði til mikilla bóta.
      Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa sem vísaði því til umsagnar Minjastofnunar og síðan til skipulags- og byggingarráðs.
      Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 07.09.15.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu milli funda með vísan í umsögn Minjastofnunar.
      Jafnframt óskar skipulags- og byggingarráð eftir nánar upplýsingum um byggingaráform.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Sviðsstjóri greindi frá fundi með forsvarsmönnum Fjarðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ganga til samninga við húsfélag Fjarðar og lóðarhafa Strandgötu 26-30 um frágang og aðkomu að kjallara.

      Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi breytingu á deiliskipulagi Strandgötu 26-30 og að málinu verði lokið samkvæmt 42 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    • 1509406 – Hnoðravellir 8-10, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga Kára Eiríkssonar arkitekts f.h. Péturs Ólafssonar byggverktak ehf að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Skipulags- og byggingarráð heimilaði vinnslu deiliskipulagsbreytingarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 þegar gengið hefur verið frá lóðarúthlutun.

    • 1509438 – Kvistavellir 63-65, breyting á deiliskipulagi.

      Gunnlaugur Jónasson G & G – arkitektúr sendir inn fyrirspurn um að breyta deiliskipulagi lóða Kvistavalla 63-65 þannig að í stað parhúss verði leyft að byggja fjögur raðhús.
      Einnig er óskað eftir að byggingarreitur verði stækkaður lítillega. Nýtingarhlutfall verði hið sama og það sem kveðið er á um í deiliskipulagi. Einnig er óskað eftir afstöðu skipulagsyfirvalda um að leyfa 3.5 m vegghæð í stað 2.8 eins og gert er ráð fyrir í gildandi deilisiipulagi. Sjá meðfylgjandi gögn.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að auglýsinga tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 4.5.2015 skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og að haldinn verði kynningarfundur 26. maí nk.
      Tillagan hefur verið auglýst, athugasemdir bárust. Brugðist hefur verið við athugasemdum með því að minnka byggingarmagn. Jafnframt hefur byggðin verð færð enn fjær friðlýstasvæðinu.
      Í ljós hefur komið að tilvísun í gildandi deiliskipulag var ekki rétt og því þarf að auglýsa skipulagið að nýju.

      Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 15.09.2015.
      Umhverfis- og skipulagsþjónusta telur að áhrif á vatnsbúskap aukist ekki frá gildandi deiliskipulagi, þar sem hér sé um yfirborðsvatn að ræða en ekki grunnvatn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju.

      Skipulag og byggingarráð ítrekar að unnið verði að verklagsreglum skipulagsviðs vegna skipulagsmála og íbúasamráðs. Verklagsreglum er ætlað að taka á þáttum eins og kynningarfundum, samráði og samtali við íbúa og hvernig hægt sé að auka traust bæjarbúa á skipulagsmálum

    • 1506279 – Sörli, ný reiðleið við Hvaleyrarvatn

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og hönnunardeildar óskar með bréfi dags. 11. september 2015 eftir framkvæmdaleyfi við lagningu reiðstíga við Hvaleyrarvatn. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Berglind Guðmundsdóttir umhverfisfulltrúi mætti á fundinn vegna dagskrárliða 9 og 10.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010 enda er reiðleiðin í samræmi við gildandi aðalskipulag.

      Jafnframt er óskað eftir að girðing sem er á bæjarlandi verði fjarlægð samhliða framkvæmdum við reiðleiðina.

    • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

      Sigríður Sigþórsdóttir, Basalt arkitektar óskar eftir breytingu á deiliskipualgi fyrir Sörlasvæðið eins og meðfylgjandi gögn sýna. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í tillöguna eins og hún liggur fyrir þar sem hún gengur á óraskað hraun og gróður vegna staðsetningar og fjölda bílastæða.

      Jafnframt felur ráðið umhverfis- og skipulagsþjónustu að koma frekari ábendingum á framfæri við umsækjanda.

Ábendingagátt