Skipulags- og byggingarráð

6. október 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 381

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 23.09.2015 og 30.09.2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981.
      Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið.
      Borist hefur athugasemd frá Skipulagsstofnun varðandi bílastæðamál.

      Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsþjónustu varðandi breytingu á bílastæðakröfum.

      Lagt fram.

    • 1509574 – Strandgata 31-33, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Ásdís Helga Ágústsdóttir Yrki arkitektum leggur 15.09.15 inn fyrirspurn um breytingar innanhúss á 1. hæð og í kjallara vegna færslu á sorpgeymslu. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið enda er það í samræmi við skilmála.

    • 1506281 – Vellir, umferðaröryggisrýni

      Tekin fyrir að nýju skýrsla Eflu hf, dags. 11. júní 2015, varðandi umferðaröryggi á Völlum. Jafnframt lögð fram umsögn framvkæmda- og rekstrardeildar varðandi skýrsluna.

      Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn framkvæmda- og rekstrardeildar.

    • 0902053 – Hörðuvellir/Reykdalsreitur, Ljósatröð, deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 77/2010, dags. 24. september 2015, vegna kæru á skipulagið.
      Kærunni var vísað frá nefndinni.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

      Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga og óskaði í kjölfarið eftir því að skipulags- og byggingarsvið myndi skilgreina nánar lóðir á uppdrætti og gera tillögu að svörum við athugasemdum.
      Tillaga að lóðarblaði liggur fyrir. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðablaði.

      Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1509731 – Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar, ósk um endurskoðun

      Lagt fram erindi Miðbæjarsamtaka Hafnarfjarðar, dags. 23. september 2015, þar sem óskað er eftir heildarendurskoðun miðbæjarskipulags frá 2000.

      Lagt fram.

    • 1507403 – Hamranesvirki, hækkun manar

      Tekin fyrir að nýju tillaga Landsnets leggur að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Valla, 5. áfangi, hækkun manar við Hamranes tengivirki.
      Tillagan var grenndarkynnt 4. september – 2. október sl. skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið og engar athugasemdir bárust..

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deildiskipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

      Jafnframt heimilar skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að gefa út framkvæmdarleyfi.

    • 1509678 – Lög um verndarsvæði í byggð, kynningarfundur

      Lagt fram erindi forsætisráðuneytis dags. 25. september 2015 varðandi ný lög um verndarsvæði í byggð. Í ljósi þess að sveitarfélögum er ætlað mikilvægt hlutverk í lögunum er boðað til kynningarfundar fyrir sveitarfélög á suðvesturhorni landsins í Samkomuhúsi Garðabæjar, Garðaholti við Garðaveg fimmtudaginn 8. október nk. kl. 10:00.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1410570 – Bæjarhraun, ósk um fjölgun bílastæða við götuna.

      Tekið fyrir að nýju erindi Blikaáss ehf og Hamraverks ehf um bílastæðamál við Bæjarhraun.

      Berglind Guðmundsdóttir mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggignarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna að frekari greiningu á starfsemi og húsnæði við Bæjarhraun.

    • 1510047 – Orkumál og ferðaþjónusta, orkufundur 2015

      Lögð fram til kynningar dagskrá orkufundar 2015 sem haldinn verður í Mývatnssveit 15. október nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510048 – Flutningskerfi Landsnets, Sandskeið -Hafnarfjörður, samráðshópur

      Lagt fram erindi Landsnets dagst. 2.10.2015 varðandi stofnun samráðshóps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við flutningskerfi Landsnets frá Sandskeiði að Hafnarfirði. Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa (skipulags- og byggingarsviðs)umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að Ingi Tómasson formaður ráðsins verði fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í samráðshópnum.

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulagsbreyting.

      Lagt fram bréf Ívars Hauksson sent í tölvupósti 4.10.2015 varðandi athugasemdir við byggingarleyfi og ofangreint skipulag.

      Lagt fram.

    • 1506308 – Fjarðargata 19, byggingarleyfi

      Lagt fram erindi Húsfélagsins Fjarðargötu 19

      Lagt og vísar skipulags- og byggingarráð í samþykkt afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa 12. ágúst sl.

Ábendingagátt