Skipulags- og byggingarráð

20. október 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 382

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 23.09.2015 og 30.09.2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1503482 – Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015

      Lögð fram tillaga að endurskoðaðri þjónustugjaldskrá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa.
      Fulltrúi fasteignaskráningar mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttri þjónustgjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar hennir til bæjarráðs.

      Skipulags- og og byggingarráð leggur jafnframt fram eftirfarandi bókun:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs 24. febrúar 2015 var lögð fram svohljóðandi tillaga: “Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að skoðað verði hvort taka eigi stöðugjald fyrir gáma í landi bæjarins. Gjaldið miðist við tímalengd stöðunnar og stærð gámanna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir gáma sem standa 2 mánuði eða lengur og eru þar með stöðuleyfisskyldir.”

      Framkvæmd:

      Umhverfis- og skipulagssvið mun sjá um framkvæmdina.
      Samþykktin verði kynnt vel öllum fyrirtækjum í Hafnarfirði með auglýsingum og bréflega.
      Ráðið verði í 1-2 stöðugildi vegna framkvæmdarinnar (Áfram verkefnið)
      Fundin verði lóð undir gáma sem eru án eigenda, ákveða þarf í samráði við lögmann Hafnarfjarðar hvað verður um innihald þeirra gáma og gámana sjálfa.

      Greinagerð.
      Talið er að yfir 800 gámar séu staðsettir í landi Hafnarfjarðar. Ekki eru taldir með gámar sem stoppa stutt við vegna losunar eða lestunnar. Hægt er að sækja um stöðuleyfi fyrir gám, samkvæmt gjaldskrá skipulags- og byggingarsviðs er gjald vegna stöðuleyfis fyrir gáma, hjólhýsi, ferðabíla, sumarhús o.fl. kr. 18.239- gjaldið er greitt í eitt skipti óháð lengd stöðuleyfis. Lítill hluti gáma hafa stöðuleyfi.
      Tillaga skipulags- og byggingarráðs er til þess fallin að losna við sem flesta gáma af lóðum, sérstök geymslusvæði fyrir gáma og annað sem þarfnast geymslu eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu þar af eitt í Hafnarfirði.
      Ekki er um átak eða skammtímaverkefni að ræða heldur er gert ráð fyrir að árangur muni skila sér á löngum tíma því er nauðsýnlegt að verkefnið sé í föstu ferli. Óvíst er með tekjur eða kostnað af verkefninu og því nauðsýnlegt að áætla ákveðna upphæð í byrjun.
      Tillagan gerir ráð fyrir ákveðnu gjaldi vegna stöðuleyfis. Ljóst er að töluverð vinna fylgir framkvæmdinni, gera má ráð fyrir að ráða þurfi í 1-2 stöðugildi eigi markmið tillögunar að ná fram að ganga. Margir gámar eru án eigenda, þ.e.a.s. eigendur finnast ekki að tilteknum gámum. Lagt er til að eftirfylgni framkvæmdarinnar verði með þeim hætti að eftir aðvaranir/dagsektir um gám án stöðuleyfis á tiltekinni lóð verði gámurinn fjarlægður á kostnað eiganda, ekki er víst að eigandi finnist og því gæti kostnaður fallið á bæinn. Kanna þarf hver réttur bæjarins er til að fjarlægja gáma af einkalóðum.

      Einnig lögð fram eftirfarandi bókun:
      Bílastæðagjald, hvert bílastæði utan lóðar.

      Í samræmi við markmið Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulag Hafnarfjarðar um þéttingu byggðar leggur skipulags- og byggingarráð til að Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar verði heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi. Svipað ákvæði er í skilmálum deiliskipulags Tjarnarvalla.

    • 1508186 – Sléttuhlíð, sumarhús, umsókn um lóð

      Lögð fram umsókn Gylfa Bergmann Heimissonar dags. 14.8.2015 um lóðina C5 – 213999 fyrir sumarhús í Sléttuhlíð.
      Bæjaráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs
      varðandi framtíðarnotkun á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið.

      Jafnframt óskar skipulags- og byggingarráð eftir að skipulags- og umhverfisþjónusta skoði hvað er af lausum lóðum á svæðinu.

    • 0907153 – Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund deiliskipulag

      Deiliskipulag reits sem afmarkast af Mjósundi, austurgötu, Gunnarssundi og efri lóðamörkum húsa við Hverfisgötu 31-49.

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 01.10.2015, þar sem skipulagið er fellt úr gildi vegna annmarka á málsmeðferð.

      Lagt fram.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Ydda arkitektar ehf. kynnti helstu þætti í fyrirliggjandi deiliskipulagstillög, hvað varðar íbúðarfjölda, stærðardreifingu þeirra, nýtingarhlutfall og skilmála.

      Til kynningar.

    • 1510199 – Smábátahöfnin, aðgengi að svæðinu

      Lagt fram erindi Önnu Maríu Karlsdóttur f.h. Íshúss Hafnarfjarðar, sent í töluvpósti 12. október 2015, varðandi aðgengi að svæðinu við smábátahöfnina og gamla íshúsið.

      Vinna við endurskoðun skipulags Flensborgarhafnar stendur yfir. Í ljósi vaxandi starfssemi í Fornubúðum, Íshúsinu og Drafnarhúsi sem dregur að sér aukna umferð akandi og gangandi á svæðið er nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær taki þátt í þeirri mikilvægu og jákvæðu þróun sem á sér stað á þessu svæði með bættu aðgengi. Umferðin er þung og hröð og er slæmt aðgengi að svæðinu til þess fallið að skapa hættu fyrir vegfarendur.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu í samráði við Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt og verkefnastjóra um skipulag Flensborgarhafnar að koma með tillögur til úrbóta varðandi aðgengi að umræddu svæði.

    • 1509656 – Þjóðlendur, eigendastefna, verkefnislýsing

      Á fundi bæjarráð 8. október sl. var lagt fram erindi forsætisráðuneytisins dags. 23. september 2015 varðandi landeigenda- og umsýsluhlutverk ráðuneytisins á þjóðlendum skv. lögum nr. 58/1998.
      Bæjaráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að taka saman umsögn.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 10.07.2015 er varðar umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma lauk og athugasemdir bárust. Lögð var fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim ásamt svari Landsnets við þeim.

      Lagt fram að nýju samkomulag milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og Landsnets undirritað 9. júlí 2015.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að auglýsa framkvæmdaleyfið skv. 14. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1510258 – Samráðsvettvangur vegna framkvæmda í flutningskerfinu frá Sandskeiði að Hafnarfirði

      Lögð fram fyrsta fundargerð samráðshópsins.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

      Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 20. september 2015 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.

      Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir frekari upplýsingum um málið á fundi sínum þann 2. júní sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 16. júní sl. var tekið jákvætt í erindið og var óskað eftir nánari gögnum sem sýna útlit og ásýnd í landi. Ný gögn hafa borist og vísaði skipulags- og byggingarfulltrúi erindinu til ráðsins á fundi sínum þann 7. október sl.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða málið frekar með forsvarsmönnum Hauka.

Ábendingagátt