Skipulags- og byggingarráð

3. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 383

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

   Farið yfir þann hluta fjárhagsáætlunar sem lúta að skipulags- og byggingarmálum.

   Til umræðu.

  • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

   Kynnt staða tenginga við nýjan Álftanesveg og svör Garðabæjar

   Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri umhverfis- og skipulgsþjónustu mætti á fundinn vegna dagskrárliða 2 og 3.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir næsta fund.

  • 1508747 – Grísanes, vegtenging milli Ásvalla og Skarðshlíðar

   Ofangreind vegtenging tekin til umfjöllunar.

   Til umræðu.

  • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

   Lögð fram tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og heimilar að hún verði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.

  • 1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

   Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu varðandi endurnýjun lóðarleigusamninga við Lónsbraut sem var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs 22. 10. sl

   Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar í skipulags- og byggingarráði.

   Lagt fram, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

   Tekin fyrir að nýju breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið. Skipulags- og byggingarráð tók á fundi sínum þann 22. september sl. neikvætt í tillöguna eins og hún lá fyrir þar sem hún gengur á óraskað hraun og gróður vegna staðsetningar og fjölda bílastæða.

   Nýr og breyttur uppdráttur barst með tölvupósti 2.11.

   Lagt fram og afgreiðslu frestað.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fara í vettvangsferð og skoða aðstæður.

  Fundargerðir

  • 1510004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 582

   Lögð fram fundargerð afgreisðlufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 7. október sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1510012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 583

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15. október sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1510016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 584

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22. október sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt