Skipulags- og byggingarráð

9. ágúst 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 602

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir varamaður
 • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

Ritari

 • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting

   Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 30. maí 2016 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 08.06.s.l.,að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.

   Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti. Tillaga að breyttu aðalskipulagi var auglýst frá 14. júní til 2. ágúst. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan aðalskipulagsuppdrátt af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, sem breytist í íbúðarbyggð”.

  • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

   Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og deiliskipulagsgagna dags. 25. jan. 2016/19.02.2016 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 08.06.s.l.,að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var 10. júní 2013 skv. 41.gr. skipulagslaga
   Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 14. júní til 2. ágúst. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af svæði sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti dags. 25.01.2016/19.02.2016”.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   Á fundi skipulag- og byggingarráðs þann 03.05.2016 var samþykkt að vinna að gerð deiliskipulagsbreytingar að legu Ásvallabrautar samkv. tillögu C.
   Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur dags. 08.08.2016 að framtíðarlegu Ásvallabrautar samkvæmt tillögu C.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirhugaða legu Ásvallarbrautar eins og uppdrættir VSB verkfræðistofunar mótt. 08.08.2016 gera ráð fyrir, jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð að breytt deiliskipulag af fyrirhugaðri legu Ásvallabrautar verði auglýst í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.

  • 1608030 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

   Lögð fram breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna breytinga á vatnsverndarmörkum til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:

   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

  • 1508747 – Grísanes, vegtenging milli Ásvalla og Skarðshlíðar

   Vegatenging um Grísanes tekin til umfjöllunar.

   Lagt fram

  • 1606119 – Óleyfileg skilti

   Tekið til umræðu.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir bréf sem sent var á Steypustöðina varðandi ólöglegt skilti við Reykjanesbrautina.

  • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

   Deiliskipulagsforsögn sem samþykkti var í skipulags- og byggingarráði í desember 2013 tekin til umfjöllunar.Hugmyndir um uppbyggingu á lóðinni teknar til umræðu.

   Lagt fram

  • 1602397 – Hreinsunarátak 2016

   Hreinsunarátak í bænum tekið til umfjöllunar. Byggingarfulltrúi kynnir undirbúning að átaki sem hefst í sept. nk.

   Hreinsunarátakið mun hefjast um miðjan september, verður gert í samstarfi við Markaðsstofu Hafnarfjarðar.

  • 1606515 – Vesturbær, húsaskráning.

   Kynning á “Verndarsvæði í byggð, Vesturbær”. Umsókn um styrk.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og umhverfisþjónustu að ganga frá umsókn til Minjastofnunar Íslands um verndarsvæði í byggð.

  • 1608017 – Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna

   Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 var eftirfarandi erindi á dagskrá:
   Geymslusvæðið sækir hér með um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig eru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni þetta er hugsað til að taka lóðir okkar í hæðir.
   Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir.
   Lagt fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15.

   Niðurstaða fundar;
   Skipulags- og byggingarráð telur upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekar fyrri bókun.
   Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun voru hafnar án tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir.

   Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi í bæjarráð:
   Með vísan til 53. gr. laga 123/2010 staðfestir sveitarstjórn stöðvun þessara framkvæmda.

   Skipulag- og byggingarráð ítrekar bókun sína frá 5. mai 2015 Jafnframt tekur ráðið undir það sem kemur fram í bréfi skipulagsfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að losun malbiksúrgangs á þessu svæði verði kærð til lögreglu og Umhverfisstofnunar.

  • 1606492 – Stekkjarberg 9, mál nr. 67/2016, kæra

   Með bréfi dags. 20.06.2016 kærir Lögmannsstofan Lausnir f.h. Hönnu B. Ragnarsdóttur og Elsu I Hansen, samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 03.02.2016 á breyttu deilskipulagi Miðhverfis Setbergs vegna lóðrarinnar Stekkarberg 9.
   Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 08.08.2016.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 08.08.2016.

  • 1608016 – Breiðhella 18 og 20, fyrirspurn, breytt deiliskipulag

   Batteríið Arkitektar leggja fram fyrirspurn f.h. Jóhönnu Helgadóttur (kt.220677-4159), um að breyta deiliskipulagi lóðanna Breiðhella 18 og Breiðhella 20. Breytingin felst í því að sameina lóðirnar, breyta byggingarreit og innkeyrslu samanber tillögu uppdrátt dags. 02.08.2016.

   Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar heimilar lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á lóðunum Breiðhella 18 og 20, í samræmi við framlagða fyrirspurn Batterísins dags. 02.08.2016.

  • 1602144 – Suðurgata 44, þétting byggðar,deiliskipulag.

   Framhald umræðu varðandi nýtingu óbyggðra lóða/endurnýtingu lóða í eldri hverfum.
   Verndarsvæði í byggð, umsókn um styrk. Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt kynnir.

   Gunnþóra Guðmundsdóttir kynnti stöðuna.

  Byggingarleyfi

  • 1607151 – Skútahraun 6, byggingarleyfi

   Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sækir 11.07.16 um að byggja geymsluhús úr einagruðum samlokueiningum, sökklar og botnplata eru staðsteypt samkvæmt teikningum Sigurðar Þorðrvarðarsonar dags. 20.10.2015.
   Erindið var grenndarkynnt 17.05-18.06.2016. Athugasemdir bárust.
   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.7. s.l. var erindinu vísað til ráðsins m.t.t. athugasemda.

   Ekki er tekið undir þær athugasemdir sem fram koma í bréfum eigenda Skútahrauns 4, dags. 01.06.2016 og 10.06.2016. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.
   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að uppbyggingu á lóðinni Skútahraun 6 samkvæmt uppdrætti Sigurðar Þorvarðarsonar dags. 20.10.2015, með vísan til 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.”.

  Fundargerðir

  • 1608002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 624

   Lagt fram til kynningar.

  • 1607006F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 623

   Lagt fram til kynningar.

  • 1607005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 622

   Lagt fram til kynningar.

  • 1607004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 621

   Lagt fram til kynningar.

  • 1607003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 620

   Lagt fram til kynningar.

  • 1606024F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 619

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt