Skipulags- og byggingarráð

12. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 588

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.[line]Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson sat fundinn undir fyrstu tveimur dagskrárliðum.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.[line]Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson sat fundinn undir fyrstu tveimur dagskrárliðum.

  1. Almenn erindi

    • 15011142 – Strandgata 26-28-30, deiliskipulag

      Kynntar hugmyndir að breyttu deiliskipulagi fyrir Strandgötu 26-30 og Fjarðargötu 13-15. Valdimar Harðarson kynnti fyrirhugaðar hugmyndir.

      Til kynningar.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Kynnt tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar, ásamt drögum að skilmálum fyrir fjölbýlishús. Höfundar að breyttu deiliskipulagi kynntu.

      Til kynningar.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG vísa í bókun minnihlutans á fundi Skipulags- og byggingarráðs 17.11.2015 undir þessum lið.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Lögð fram ný tillaga, dags. 8.1.2016, að breytingu á deiliskiulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, þannig að leikskólalóðinni verði breytt með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðarkjarna fyrir fatlaða.

      Skipulags- og byggignarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og heimilar að auglýsa breytt deiliskipulag í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram á ný endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Áður lagðar fram umsagnir margra aðila við götuna.

      Í ljósi greiningar á bílastæðum samþykkir skipulags- og byggingarráð framlagða tillögu að deiliskipulagi um fjölgun bílastæða við Bæjarhraun og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna tillöguna áfram með það að leiðarljósi að kostnaður við gerð bílastæðanna lendi ekki á Hafnarfjarðarbæ.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju.
      Auglýsingu deiliskipulagsins er lokið, athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 17.11.2015 fól ráðið umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman greinargerð vegna athugasemda.

      Afgreiðlu frestað.

    • 1312082 – Hnoðravellir 52, 54, 56 og 58, deiliskipulagsbreyting.

      Lagður fram úrskurður dags. 23.12.2015 í máli 56/2014 vegna deiliskipulags Hnoðravalla 52-58. Kröfu kærenda um ógildingu deiliskipulagsins er hafnað.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

      Tekin fyrir að nýju drög að reglum vegna stöðuleyfa.

      Hildur Bjarnadótti byggingarfulltrúi sat fundinn vegna þessa liðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi reglur um stöðuleyfi.”

    • 1501090 – Skipulagskynning, Flensborgarhöfn,Þétting byggðar o.fl.

      Tekin til umræðu tillaga að skipulagssýningu í Hafnarborg í mars n.k.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að í samstarfi við Markaðsstofu Hafnarfjarðar verði haldin sýning/vinnustofa í mars nk. um skipulagsmál í Hafnarborg. Ráðið felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að annast undirbúning og ráða verkefnisstjóra í verkefnið.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekið til umræðu leiðbeiningaskilti vegna fyrirtækja/atvinnustarfsemi og staðsetning þeirra.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt sat fundinn vegna þessa máls.

      Afgreiðslu frestað.

Ábendingagátt