Skipulags- og byggingarráð

26. janúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 589

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting

      Tekin til umfjöllunar breyting á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 ásamt gerð deiliskipulags fyrir svæði austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs. Svæðið er skilgreint sem samfélagsþjónusta (S33).

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi, þannig að svæðið skilgreint sem samfélagsþjónusta (S33) verði endurskilgreint að hluta sem íbúðasvæði. Skipulags- og byggingarráð heimilar að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013- 2025 hvað varðar svæði austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs, þannig að svæðið verði skilgreint sem íbúðatsvæði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið.”

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

      Fulltrúr Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins sem kynnt var bæjarbúum fyrir síðustu kosningar segir:
      „Nýtt hjúkrunarheimili verði byggt á Sólvangsreitnum og svæðið þannig fest í sessi sem miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði, þar sem unnt verði að fjölga hjúkrunarrýmum. Áfram verði gert ráð fyrir byggingu hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð í framtíðinni.“

      Á meðan ekki liggur fyrir hvort hugmyndir um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum teljast raunhæfar leggjumst við alfarið gegn breytingum á núgildandi skipulagi Skarðshlíðar, enda gætu þær leitt til þess að enn lengri tími muni líða þar til þessi þjónusta kemst í ásættanlegt horf fyrir aldraða bæjarbúa í Hafnarfirði.”

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Tekið fyrir að nýju. Skipulagshöfundar Ydda arkitektar mættu á fundinn.
      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi 1. áfanga svæðisins dags. 25.01.2016 ásamt drögum að skilmálum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að setja tillögu Yddu arkitekta dags. 25.01.2016 að breyttu deiliskipulagi 1. áfanga Skarðshlíðar í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

      Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
      Fulltrúar Samfylkingar og VG vísa í bókun minnihlutans á fundi Skipulags- og byggingarráðs 17.11.2015 undir þessum lið.

      Skipulag- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við 2. áfanga Skarðshlíðar í samræmi við tillögu er Ydda arkitektar lögðu fram þann 2.12.2014. Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að ganga frá samkomulagi og verkáætlun við Yddu arkitekta.

    • 1407048 – Þétting byggðar, faglegur starfshópur

      Starfshópurinn mætti til fundarins, fór yfir skýrslu hópsins og kynnti niðurstöður hennar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða greinagerð dags. 26.01.2016.
      Skipulags- og byggingarráð þakkar jafnframt starfshópi um þéttingu byggðar fyrir framlagða skýrslu og leggur til að skýrslan verði kynnt fyrir bæjarstjórn.
      Skýrslan verður einnig kynnt bæjarbúum og almenningi á sýningu í Hafnarborg í mars, nánar auglýst síðar.
      Skipulags- og byggignarráð mun ákveða næstu skref eftir umræðu í bæjarstjórn

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Magnea Guðmundsdóttir verkefnisstjóri/arkitekt mætir á fundinn og kynnti vinnu við opna vinnustofu um skipulagsmál í Hafnarborg í mars.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vinna áfram að opinni vinnustofu í Hafnarborg í mars n.k. í samræmi við tillögu að þar að lútandi dags. 25.01.2016.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju, erindinu var frestað á fundi ráðsins 12.01.2016.
      Auglýsingu deiliskipulagsins er lokið, athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 17.11.2015 fól ráðið umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman greinargerð vegna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð hefur yfirfarið athugasemdir sem hafa borist og vísar í umsagnir umhverfis- og skipulagsþjónustu frá 25.8.15 og 12.01.2016. Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum að leggja til að málinu verði lokið skv. 1. mgr. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Stekkjarberg 9 dags. 16.9.2015 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 16011143 – Álverið í Staumsvík, deiliskipulagsbreyting, stækkun flæðigryfju.

      Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. sækir um að breyta deilskipulagi samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti ARKÍS dags. 21.01.2016. Um er að ræða stækkun á svæði fyrir flæðigryfjur. Hafnarstjórn tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 25 jan. 2015, og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að setja tillögu ARKÍS dags. 21.01.2016 að breyttu deiliskipulagi vegna stækkunar flæðigryfju í auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1511356 – Skútahraun 6, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.11.2015 varðandi byggingu geymsluhúsnæðis á ofangreindri lóð.

      Skipulags- ug byggingarráð heimilar að unnin verði tilaga að uppbyggingu lóðar í samræmi við 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt í skipulags- og byggingarráði áður en formleg grendarkynning fer fram.

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Deiliskipulagsforsögn sem samþykkti var í skipulags- og byggingarráði í desember 2013 tekin til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsforsögn fyrir Lækjargötu 2.”

    • 1110157 – Geymslusvæðið Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Lagt fram erindi Geymslusvæðisins ehf dags. 14.1.2016 varðandi breytt deiliskipulag á eignarlandi Geymslusvæðisins ehf við Reykjanesbraut.

      Lagt fram.

    • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

      Byggingarfulltrúi kynnti verklag við innheimtu stöðuleyfa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirhugað verklag fyrir sitt leyti.

    Fundargerðir

    • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 22. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1512012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 592

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 16. desember 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1512017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 593

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22. desember 2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 594

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 6. janúar 2016.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 595

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar sskipulags- og byggingarfulltrúa frá 13. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1601010F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 596

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt