Skipulags- og byggingarráð

9. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 590

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Lögð fram drög að lýsingu á notkun og skipulagi hafnarsvæðisins. Verkefnisstjóri mætti á fundinn og fór yfir lýsingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi lýsingu fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem fram komu á fundinum um stækkun svæðisins að Stapagötu og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingu að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins í samræmi við fyrirliggjandi gögn.”

    • 1512216 – Hnoðravellir 52-58 afturköllun/endurupptaka stjórnvaldsákvörðunar

      Lagt fram erindi Lex lögmannsstofu dag. 14. desember 2015 þar sem farið er framá afturköllun eða endurupptöku á ákvörðun um byggingarleyfi fyrir ofangreindar lóðir.

      Skipulags- og byggingarraáð vísar erindinu til bæjarlögmanns.

    • 16011247 – Breytingar á byggingarreglugerð, ósk um umsögn

      Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytis dags. 22. janúar þar sem óskað er eftir umsögnum um breytingar á byggingarreglugerðinni.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn byggingarfulltrúa með þeim orðalagsbreytingum sem fram komu á fundinum og jafnframt telur ráðið að þessar breytingar tryggi ekki að neytendur njóti þess í lækkun íbúðaverðs.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsþjónustu að lýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins dags. 30.06.2015.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Skipulag svæðisins tekið til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að hefja vinnu við lýsingu í samræmi við 1. mr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir svæði sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Flatahrauni og Fjarðarhrauni.

    • 16011202 – Nýjar lóðir, deiliskipulag

      Tekið til umfjöllunar að hefja deiliskipulagsvinnu á nokkrum lóðum innan þéttingarsvæða.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman greinagerð um þær skipulagsbreytingar sem vinna þarf m.t.t. núgtildandi aðalskipulags/deilskipulags á mögulegum þéttingarsvæðum.

    • 16011155 – Suðurgata 18, íbúðir

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 27. janúar sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggignarráðs:

      Lögð fram fyrirspurn Gylfa Bergmann Heimissonar dags. 20.1. 2016 um að breyta ofangreindu húsnæði í íbúðir.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Farið yfir stöðu málsins.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir kostnaðar-ábatagreiningu á verkefninu samhliða áframhaldandi skipulagsvinnu.
      Um er að ræða eitt stærsta samgönguverkefni sem Hafnarfjarðarbær hefur ráðist í og því mikilvægt að vanda til verka við ákvörðunartöku.

    • 1110157 – Geymslusvæðið Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld

      Tekið fyrir að nýju erindi Geymslusvæðisins ehf frá 14.1.2016 varðandi deiliskipulagsbreytingar á eignarlandi Geymslusvæðisins.

      Afgreisðlu frestað.

    • 1006282 – Hundasvæði

      Teknar til umfjöllunar hugmyndir um hundagerði.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að koma upp hundagerði á Hörðuvöllum sem tilraunaverkefni til eins árs í samræmi við fyrirliggjandi tillögu og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu framkvæmd verkefnisins.

    • 1602009 – Hvaleyrarbraut 3, breyting á deiluskipulagi

      Lögð fram umsókn Geco ehf dags. 1.2.2016 um breytingu á byggingarreit innan ofagreindrar lóðar. Jafnframt lagður fram uppdráttur 29.01.2016, er gerir grein fyrir breyttu deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðum á efri hæð hússins.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað og umferðarmál verði skoðuð fyrir næsta fund.

    • 1511269 – Suðurhella 10,breyting

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 13. janúar vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:
      Tekið fyrir að nýju.
      Laggi ehf sækir 24.11.15 um leyfi til að setja milli gólf og inrétta aðra hæðina sem skrifstofur og húsvarðaríbúð samkvæmt teikningum Davíðs Karlssonar dag.19.11.15
      Nýjar teikningar bárust 16.12.15

      Afgreiðslu frestað.
      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna úttekt á nýtingarhlutfalli Selhrauns norðurs og suðurs m.t.t. gildandi deiliskipuags.

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram á ný endurskoðuð dags. 8. febrúar 2016 tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Áður lagðar fram umsagnir margra aðila við götuna. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi ráðsins þann 12.01.2016.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri mættu á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi og vísar til afgreiðslu sinnar á fundi ráðsins 12. janúar sl.
      Skipulags- og byggíngarráð áréttar að breytingin felur í sér að komið verður fyrir almennum bílastæðum en ekki til einkanota og verður því óheimilt að sérmerkja stæðin.

    • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðarskipulag

      Tekið fyrir að nýju.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 8. september sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við samþykktar byggingarnefndarteikningar.
      Send var út grenndarkynning með athugasemdarfresti til 16. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Haldinn var íbúafundur í kjölfarið til nánari útskýringar. Lögð fram drög að svörum vegna athugasemda.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að ljúka deiliskipulagsbrreytingunni í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi Vesturgötu 18- 20 og að málinu verði lokið í samræmi við 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    Fundargerðir

    • 1601018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 597

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 27. janúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 598

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 3. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt