Skipulags- og byggingarráð

23. febrúar 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 591

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011209 – Gallup, þjónusta sveitarfélaga 2015, könnun

      Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri Hafnarfjarðar mætti til fundarins og fór yfir þann hluta könnunarinnar sem lítur að skipulags- og byggingarmálum.

      Til kynningar.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

      Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 20. september 2015 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 16. júní sl. var tekið jákvætt í erindið og var óskað eftir nánari gögnum sem sýna útlit og ásýnd í landi.
      Ný gögn hafa borist og vísaði skipulags- og byggingarfulltrúi erindinu til ráðsins á fundi sínum þann 7. október sl. Umsögn umhverfisstofnunnar barst 8. febrúar sl.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð fellst á fyrirliggjandi tillögu með eftirfarandi athugasemdum:
      Mannvirkið verði innan byggingarreits og byggingarreitur fari ekki út fyrir núverandi lóðarmörk.
      Hæðarafsetning húss fari ekki yfir 10 metra miðað við yfirborð á fótaboltavelli.
      Útlit og efnisval taki mið af friðlandinu.

      Skipulags- og byggignarráð óskar jafnframt eftir að sýnd sé sneiðing í gegnum allt svæðið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga dags. 8. febrúar 2016 að breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Áður lagðar fram umsagnir margra aðila við götuna. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi ráðsins þann 09.02.2016.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillöguna samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1006282 – Hundasvæði

      Tekin fyrir að nýju tillaga að hundagerði á Hörðuvöllum.
      Lögð fram 2 erindi þar sem fyrirhuguðum áformum er mótmælt.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að setja fyrri ákvörðun sína í bið þar til frekari upplýsingar um áhrif hundagerðis á Hörðuvöllum liggja fyrir og frekara samráð verið haft við hagsmunaaðila.
      Jafnframt felur ráðið umhverfis- og skipulagsþjónustu að halda áfram leit að hentugu svæði innan byggðar undir hundagerði

    • 1511152 – Skipalón 3, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir ofangreinda lóð dags. 11.11.2015.
      Lögð fram ályktun aðalfundar húsfélagsins á Skipalóni 5 dags, 16. febrúar sl.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1602226 – Einivellir 1-3. Fyrirspurn.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 17. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs:

      Dverghamrar ehf. sækir 10.02.2016 um að byggja fjölbýlishús með 47 íbúðir samkvæmt teikningum Jóns Guðmundsonar.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1602342 – Hvaleyrarbraut 24, frágangur á lóðarmörkum

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 17. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs:

      Lagt fram erindi Guðna Pálssonar dagsett 28.01.2016 vegna lóðarmarka við Hvaleyrarbraut.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1509731 – Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar, ósk um endurskoðun

      Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar er að grunni til frá 2001, með seinni tíma breytingum. Tímabært er með vísan í breyttar áherslur í m.a umferða og skipulagsmálum að taka skipulagið til endurskoðunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna greinagerð í samvinnu við Miðbæjarbæjarsamtökin m.t.t. endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjarins og með hliðsjón af skýrslu þéttingarhóps og starfshóps um Flensborgarhöfn. Taka skal mið af svæði sem afmarkast af Vikingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að Safnahúsum við Vesturgötu. Höfnin skilgreinir hin vestari mörk svæðisins.

    • 16011155 – Suðurgata 18, íbúðir

      Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 27. janúar sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      Lögð fram fyrirspurn Gylfa Bergmann Heimissonar dags. 20.1. 2016 um að breyta ofangreindu húsnæði í íbúðir.

      Með vísan í endurskoðun á miðbæjarskipulagi Hafnarfjarðar er tekið neikvætt í erindið að svo stöddu.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Lögð fram að nýu tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun. Skipulags- og byggingarráð samþykkiþann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016.

      Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við athugasemdum.

    • 1602397 – Hreinsunarátak 2016

      Hreinsunarátak í bænum tekið til umfjöllunar. Gerð grein fyrir síðasta átaki sama efnis.

      Sigurður Steinar Jónsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að hefja undirbúning að átaki sem hefst í ágúst nk.

    • 1602398 – Sólvangur, hönnun á hjúkrunarheimili, kynning

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir hæfnismati vegna útboðs í hönnun hjúkrunarheimilisins og forsögu málsins.

      Til upplýsinga.

    Fundargerðir

    • 1602012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 599

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar 10. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 600

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar 17. febrúar sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt