Skipulags- og byggingarráð

8. mars 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 592

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1602414 – Norðurbakki 1, 01-0101, breyting

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 2.3. sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:

      Með bréfi dags. 17.02.2016, óskar Skák ehf. kt: 580309-0460, Lymgbaði 3 Hafnarfirði eftir að breyta eignarhlut 01-01 á Norðurbakka 1í fjórar hótel íbúðir samkvæmt teikningum Arkþing dags. 09.02.2016.

      Skipulag- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða fyrirspurn þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
      Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á 1. hæð húsa (jarðhæð) við Norðubakka 1.

    • 1512026 – Svalbarð 15, íbúð 0001, umsókn um byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 2.3. sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:

      Lagt fram erindi Kolbrúnar Ýr Gísladóttur dags. 30.11.2015 þar sem sótt er um leyfi fyrir byggingu sólskála í kjallaraíbúð á norðvestur hlið hússins skv. teikningum Svövu Bjarkar Jónsdóttur dags. 1.12.2015 Nýjar teikningar bárust 9.12.2015 og undirskriftir nágranna.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar að fyrirliggjandi tillaga verði grendarkynnt með vísan í 1.mgr. 44 gr. laga nr. 123/2010.

    • 1602236 – Miðhella 1, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 17.2. sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:

      Lögð fram fyrirspurn Karls Mikla ehf móttekin 9.2.2016 þar sem óskað er eftir að gera gistiheimili á tveim hæðum, og að gera flóttastiga út fyrir byggingrreit á norður og suðurhlið.
      Á afgreiðslufundi var tekið jákvætt í fyrirspurn gagnvart gistiheimilsirekstri, en neikvætt í framlagðar tillögur.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða tillögu. Tillagan kallar á deiliskipulagsbreytingu sem ekki verður fallist á. Stærðir einstakra herbergja eru minni en leiðbeinandi stærðir um gistiheimili segja til um sem og hreinlætisaðstað svo dæmi séu tekin.

    • 1602226 – Einivellir 1-3. Fyrirspurn.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 17. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs:

      Dverghamrar ehf. sækir 10.02.2016 um að byggja fjölbýlishús með 47 íbúðir samkvæmt teikningum Jóns Guðmundsonar.

      Skipulag- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað og í samræmi við 1. mgr. 43 gr. laga 123/2010.

    • 1511279 – Garðavegur 13, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Höllu Sigurðardóttur og Birkis Marteinssonar móttekin 25.11.2015 um leyfi til að reisa hæð/ris á einnar hæðar einbýlishús með svölum og kvisti.
      Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum 15.12. sl.

      Skipulag- og byggingarráð heimilar umsækjanda að grendarkynna tillögu 4 með vísan til 1. mg. 44. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Tekið fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.
      Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016.

      Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að svari við framkominni athugasemd dags. 04.03.2016.

      Skipulag- og byggingarráð samþykkir svör skipulagsfulltrúa dags. 04.03.2016, og felur jafnframt skipulagsfulltrúa að ljúka málinu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1603138 – Stekkjarberg 3 og 5, deiliskipulag, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Sveins Bjarka Þórarinssonar send í tölvupósti 13. janúar sl. varðandi breytingu á deiliskipulagi ofangreindrar lóða. Áformað er að skipta lóðunum upp í 8 einbýlishúsalóðir.

      Lagt fram.

    • 1511356 – Skútahraun 6, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 27.11.2015 varðandi byggingu geymsluhúsnæðis en skipulags- og byggingarráð heimilaði á fundi 26.1. sl. að unnin yrði tilaga að uppbyggingu lóðarinnar.

      Skipulag- og byggingarráð heimilar að tillögur dags. 20.10.2015 verði grenndarkynntar með vísan til 1. mgr. 44. laga nr. 123/2010.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn, skipulagsmál, opin vinnustofa/sýning

      Lögð fram dagskrá og kostnaðaráætlun vegna vinnustofu/sýningu um skipulagsmál í tengslum við hönnunar mars en skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi 26.1. sl. tillögu þess efnis.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0701032 – Álfholt 6-26, bílastæði

      Tekið fyrir erindi Sigurjóns Aðalsteinssonar um bifreiðastæði á bæjarlandi við Álfholt 6-26.
      Lögð fram drög greinagerð umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 04.03.2016.

      Lagt fram, umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna áfram að úttekt á erindinu.

    Fundargerðir

    • 1602026F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 601

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 24.2. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 602

      Lögð fram fundargerð afgeiðslufundar frá 2.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt