Skipulags- og byggingarráð

5. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 594

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1603677 – Ljósleiðaralögn frá Straumsvík að Hamranesi, umsögn

      Lagt fram erindi Orkufjarskipta hf dags. 3.3.2016 þar sem óskað er eftir umsögn um framkvæmdir vegna ljósleiðaralagnar að Hamranesvirki.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn framkvæmda- og rekstrardeildar.

    • 1602342 – Hvaleyrarbraut 24, frágangur á lóðarmörkum

      Tekið fyrir að nýju.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 17. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs:
      Lagt fram erindi Guðna Pálssonar dagsett 28.01.2016 vegna lóðarmarka við Hvaleyrarbraut.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn framkvæmda- og rekstrardeildar.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar. Auglýsingatíma lauk 4 apríl s.l.
      Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um framkomnar athugasemdir.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Deiliskipulög fyrir þéttingarsvæði tekin til umræðu að nýju.
      Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt fór yfir nokkur svæði.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á hertum reglum varðandi byggingarframkvæmdir, umgengni og samskipti við íbúa í eldri byggð.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir þær hugmyndir sem fram komu varðandi nýtingu óbyggðra lóða í eldri hverfum og felur sviðinu að vinna áfram að útfærslu þeirra.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

      Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 3. mars 2016 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar sl. var fallist á fyrirliggjandi tillögu með athugasemdu jafnframt því að óskað var eftir að sýnd sé sneiðing í gegnum allt svæðið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu.
      Lögð fram umbeðin sneiðing dags. 3. mars 2016. Á fundi ráðsins þann 22.03. s.l. var ósað eftir viðbótar gögnum sem hafa borist dags. 03.2016, mótek. 01.04.2016.

      Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að vinna að og ganga frá breyttu mæliblaði og lóðarsamning með vísan til deiliskipulagstillögu sem lögð var fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 16. júní 2015. Þeirri vinnu skal lokið áður en framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs knatthúss er veitt.

      Með vísan til fyrirhugaðrar stærð mannvirkis, nánasta umhverfis og friðlandsins áréttar skipulags- og byggingarráð að hönnun þess verði kynnt á fyrirspurnarformi áður en endanlega afgreiðsla á sér stað.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 23. mars sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs:
      Lögð fram fyrirspurn Garðyrkju ehf dags. 16.3.2016 varðandi uppbyggingu á lóðinni og áframhaldandi stöðuleyfi til 1. júní 2017.

      Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri bókun hvað varðar stöðuleyfi fyrir gám. Jafnframt er athygli lóðahafa vakin á því að umhirðu lóðar er afar ábótavant.

      Tillaga dags. 16.3.2016 um uppbyggingu á lóðinni lögð fram.

    Fyrirspurnir

    • 1603068 – Flatahraun 12-14, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa 9. mars sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs:
      Lögð fram fyrirspurn Taber ehf, mótt. 2.3. 2016, um breytingu á deiliskipulagi ofangreindrar lóðar til að gera 56-60 stúdentaíbúðir.

      Lagt fram.

    • 1603272 – Trönuhraun 1, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 9.3. 2016 vísaði eftirfrandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:
      Lögð fram fyrirspurn Kára Ársælsson mótt. 10.3. 2016 um að gera gistiheimili á 2. hæð hússins að Trönuhrauni 1.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum um samþykki meðeigenda og ákvæðum reglugerðar.

      Skipulags- og byggignarráð bendir hins vegar á að fyrir liggur að unnið er að breytingum á deiliskipulagi svæðisins.

    Fundargerðir

    • 1603014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 605

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 23.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1603019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 606

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 30.3. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt