Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt fundinn.
Lagt fram erindi Orkufjarskipta hf dags. 3.3.2016 þar sem óskað er eftir umsögn um framkvæmdir vegna ljósleiðaralagnar að Hamranesvirki.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn framkvæmda- og rekstrardeildar.
Tekið fyrir að nýju. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 17. febrúar sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs: Lagt fram erindi Guðna Pálssonar dagsett 28.01.2016 vegna lóðarmarka við Hvaleyrarbraut.
Tekin fyrir að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar. Auglýsingatíma lauk 4 apríl s.l. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um framkomnar athugasemdir.
Deiliskipulög fyrir þéttingarsvæði tekin til umræðu að nýju. Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt fór yfir nokkur svæði.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kanna möguleika á hertum reglum varðandi byggingarframkvæmdir, umgengni og samskipti við íbúa í eldri byggð.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir þær hugmyndir sem fram komu varðandi nýtingu óbyggðra lóða í eldri hverfum og felur sviðinu að vinna áfram að útfærslu þeirra.
Tekin fyrir að nýju tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 3. mars 2016 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. febrúar sl. var fallist á fyrirliggjandi tillögu með athugasemdu jafnframt því að óskað var eftir að sýnd sé sneiðing í gegnum allt svæðið áður en tillagan verður tekin til endanlegrar afgreiðslu. Lögð fram umbeðin sneiðing dags. 3. mars 2016. Á fundi ráðsins þann 22.03. s.l. var ósað eftir viðbótar gögnum sem hafa borist dags. 03.2016, mótek. 01.04.2016.
Umhverfis- og skipulagsþjónustu er falið að vinna að og ganga frá breyttu mæliblaði og lóðarsamning með vísan til deiliskipulagstillögu sem lögð var fram á fundi skipulags- og byggingarráðs 16. júní 2015. Þeirri vinnu skal lokið áður en framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðs knatthúss er veitt.
Með vísan til fyrirhugaðrar stærð mannvirkis, nánasta umhverfis og friðlandsins áréttar skipulags- og byggingarráð að hönnun þess verði kynnt á fyrirspurnarformi áður en endanlega afgreiðsla á sér stað.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 23. mars sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingaráðs: Lögð fram fyrirspurn Garðyrkju ehf dags. 16.3.2016 varðandi uppbyggingu á lóðinni og áframhaldandi stöðuleyfi til 1. júní 2017.
Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri bókun hvað varðar stöðuleyfi fyrir gám. Jafnframt er athygli lóðahafa vakin á því að umhirðu lóðar er afar ábótavant.
Tillaga dags. 16.3.2016 um uppbyggingu á lóðinni lögð fram.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa 9. mars sl. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs: Lögð fram fyrirspurn Taber ehf, mótt. 2.3. 2016, um breytingu á deiliskipulagi ofangreindrar lóðar til að gera 56-60 stúdentaíbúðir.
Lagt fram.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 9.3. 2016 vísaði eftirfrandi erindi til skipulags- og byggingarráðs: Lögð fram fyrirspurn Kára Ársælsson mótt. 10.3. 2016 um að gera gistiheimili á 2. hæð hússins að Trönuhrauni 1.
Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum um samþykki meðeigenda og ákvæðum reglugerðar.
Skipulags- og byggignarráð bendir hins vegar á að fyrir liggur að unnið er að breytingum á deiliskipulagi svæðisins.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 23.3. sl.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 30.3. sl.