Skipulags- og byggingarráð

12. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 595

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa vegna auglýsingar á breyttu deiliskipulagi.

      Lögð fram drög að svörum skipulagsfulltrúa við athugasemdum Meistafélags iðnaðarmanna o.fl. við skipulagsskilmála.

      Farið yfir breytingar á skilmálum þar sem komið er til móts við hluta athugasemda.

      Lögð fram eftirfarandi breytingartillaga fulltrúa Bjartrar framtíðar við skipulagsskilmála:
      ” Lagt er til að fjöleignarhúsin F13, F17, F22 og F24 verði áfram með skilyrðum um timburklæðningar.”

      Gert var stutt fundarhlé kl. 09:30

      Skipulags- og byggingarráð vísar athugasemd lóðarhafa Bergskarðs 5 varðandi breytingar á lóðinni til skoðunar hjá bæjarstjóra. Aðrar athusemdir falla undir almennar athugasemdir varðandi skilmála.

      Athugasemdum HS Veitna er vísað til úrlausnar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa við ahugasemdum og gerir þau að sínum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða breytingartillögu við skilmála deiliskipulagsins með 3 atkvæðum fulltrúa Bjartra framtíðar, VG og Samfylkingar gegn 1 atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

      Karólína Helga Símonardóttir situr hjá.

      Ólafur Ingi Tómasson leggur fram eftirfareandi bókun:
      “Ydda arkitektar leggja til í greinargerð og skipulagsskilmálum eftirfarandi fyrir þá reiti sem fulltrúi Bjartar Framtíðar leggur til breytingar á.

      „Efni og litir
      Yfirborðsfrágangur fjöleignarhúss F5 skal vera með tré eða steinað í gul/brúnni
      steiningu.“
      Fyrirséð er að timburklæðing kallar aukið viðhald og hleypir íbúðarkostnaði upp. Samkvæmt tillögu Ydda arkitekta, höfunda breytingar á deiliskipulagi Skarðhlíðar er valkvætt í skilmálum hvort notast er við timbur eða steiningu og leggur fulltrúi Sjálfstæðisflokks til að það ákvæði standi óbreytt.”

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi deildiskipulagstillögu ásamt skilmálum með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag 1. áfanga Skarðshlíðar útgáfa 04 ásamt greinargerð og málinu verði lokið samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
      “Tillaga að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar sem nú liggur fyrir er byggð á vist- og fjölskylduvænu umhverfi þar sem byggingar og garðar njóta sín á móti suðri með fjölbreyttum útisvæðum. Metnaðarfullt skipulag og skilmálar mun skila sér í auknum lífsgæðum íbúa og hefur alla burði til að Skarðshlíðin verði eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins.”

Ábendingagátt