Skipulags- og byggingarráð

19. apríl 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 596

Mætt til fundar

 • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmannna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadótti byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmannna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadótti byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1604079 – Húsnæðisstefna

   Lögð fram samþykkt bæjarráðs frá 7. apríl sl. um stofnun starfshóps um húsnæðisstefnu.
   Lögð fram drög að erindisbréfi starfsópsins.

   Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að hugað sé að efnahagslegum, umhverfislegum og samfélaglegum þáttum við gerð stefnunnar og þá ekki hvað síst skipulagsmálum, enda getur góð staðsetning við almenningssamgöngur, þjónustu og aðrar grunnstoðir bæjarins skipt sköpun er kemur að hagkvæmni búsetu. Mikilvægt er að huga að gæðum, efniskennd og séreinkennum bæjarins við uppbyggingu – hvort heldur í þéttri byggð eða í úthverfum og að ekki verði slakað á gæðakröfum, enda byggjum við bæinn okkar með framtíðina í huga.

   Jafnframt er lagt er til að þéttingarskýrsla sem unnin var fyrir skipulags- og byggingarráð árið 2015 verði notuð sem innblástur og grunnur. Einnig þarf að skoða vel samningsmarkmið og hvernig tryggja má blöndun í byggð.

  • 1312019 – Hraðlest, fluglest

   Á fundi bæjarráðs 7. apríl sl. var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs um drög að samningi um hraðlest milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins.

   Lagt fram.
   Skipulagsfulltrúa falið að gera drög að umsögn.

  • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

   Deiliskipulagið Miðbær Hraun vestur tekið fyrir að nýju með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar við greinargerð með skipulaginu dags. 18. september 2015.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að reglum um bílastæði sem taki mið af gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar og athugasemdum Skipulagsstofnunar.

  • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

   Tekin fyrir að nýju tillaga umhverfis- og skipulagsþjónustu að lýsingu fyrir deiliskipulag svæðisins dags. 30.06.2015 sem frestað var á fundi rásins 19.02.2016.

   Lagt fram.

  • 1511189 – Hverfisgata 14, bílastæði

   Lagt fram ódags. erindi Guðrúnar B. Þórsdóttur þar sem sótt er um lóðarstækkun til að koma fyrir bílastæði inn á lóð.

   Lagt fram.

  • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

   Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt kynnt vinnu við enduskoðun á skipulagi svæðisins, gagnaöflun og skipulagslýsingu.

   Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

   Til upplýsinga.

  • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

   Skipulagshöfundar mættu á fundinn og kynntu frumhugmyndir að vinnu við 2. áfanga.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða sérstaklega umferðartenginu ofan við hverfið.

  • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. febrúar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Bæjarhraun samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd.
   Lögð fram umsögn vegna athugasemda.

   Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn vegna athugasemdanna og felur umhverfis- og skipulæagsþjónustu að ljúka máli skv. 41. gr. skipulagslag nr. 123/2010.

  Fundargerðir

  • 1604003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 607

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 6. apríl sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1604012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 608

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 13. apríl sl.
   Dagskrárlið 11 er vísað til skipulags- og byggingarráðs.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt