Skipulags- og byggingarráð

31. maí 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 599

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk oafngreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi (að hluta) fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk oafngreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi (að hluta) fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011204 – Skarðshlíð aðalskipulagsbreyting

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016 varðandi skipulagsbreytingar í Skarðshlíð.

      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016, samþykkir Skipulags- og byggingarráð fyrir sitt leiti breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 30.05.2016, 2013-2025 fyrir svæði S33, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 25. maí 2016 samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.
      Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016 varðandi skipulagsbreytingar í Skarðshlíð.

      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.05.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar fyrir sitt leiti breytt deiliskipulag Skarðshlíðar sem samþykkt var 10.06.2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallarbraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opins svæðis sem merkt er HVa9 á aðalskipulagsuppdrætti 2013-2025. Uppdráttur Yddu arkitektar ehf. að breyttu deiliskipulagi er dags. 19.02.2016.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2016 og lagfærðra aðalskipulagsgagna dags. 30. maí 2016 samþykkir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að aðalskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga (eða laga nr. 123/2010). Í breytingunni felst að hluti af svæði S33 samfélagsþjónusta austan Hádegisskarðs milli Hraunskarðs og Apalskarðs breytist í íbúðarbyggð.
      Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að vinna og auglýsa samhliða skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar, sem samþykkt var 10. júní 2013. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Ásvallabraut, Stuðlaskarði, Hraunskarði, Hádegisskarði og opnu svæði sem merkt er HVa9 á gildandi aðalskipulagsuppdrætti.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mættu til fundarins og kynntu drög og frumathuganir á breytingu deiliskipulags 2. áfanga.

      Kynning.

    • 16011143 – Deiliskipulagsbreyting, stækkun flæðigryfju.

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 24.05.2016, varðandi breytt deiliskipulag álversins í Straumsvík.
      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 27.4.2016 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Breytingin var auglýst frá 7. mars 2016 með athugasemdafresti til 11. apríl 2016. Engin athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið og að málinu yrði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

      Lagt fram.

    • 1605460 – Landsnet, kerfisáætlun 2016-2025, matslýsing

      Lagður fram tölvupóstur Landsnets hf dags. 24. maí 2016 þar sem kynnt er að matslýsing kerfisáætlunar Landsnets 2016-2025 er aðgengileg á heimasíðu fyrirækisins. Ábendingar og athugasemdir við áætlunina þurfa að berast eigi síðar en 15. júní nk.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Vinna við deiliskipulag svæðisins tekin til umfjöllunar. Drög að lýsingu deiliskipulagsverkefnisins dags. 25.5.2016 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deilskipulagslýsinguna, og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar um lýsingun í samræmi við 2. mgr. 40. gr. laga nr. 123/2010

    • 1511152 – Skipalón 3, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir að ný tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir ofangreinda lóð dags. 29.04.2016, ásamt erindi höfundar með sömu dags.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs var bókað að kynna skuli erindið fyrir húsfélögum Skipalóns 1 og Skipalóns 5.

      Til upplýsinga.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Lögð fram til kynningar ný tillaga ASK arkitekta móttekin 27.5.2016 að uppbyggingu á lóðinni Strandgata 26-30.

      Lagt fram.

    Fyrirspurnir

    Fundargerðir

    • 1605014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 613

      Lögð fram fundargerð afgeiðslufundar 18. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1605018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 614

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar 25. maí sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt