Skipulags- og byggingarráð

14. júní 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 600

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggignarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggignarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 16011233 – Tjarnarvellir 11, breyting

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa var eftirfarandi erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs:
      Með bréfi dags. 30. maí 2016 sækir RA6 ehf um með að gera sérafnotaflöt beggja vegna hússins, að Tjarnarvöllum 11, samkvæmt uppdrætti dags.30.05.2016 en á fundi skipulags- og byggingarráðs 17. maí sl. var tekið jákvætt í erindið og skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

      Skipulagsfulltrúi samþykkir afmörkum sérafnotaflatar við Tjarnarvelli 11 fyrir sitt leyti, samanber uppdrátt arkþings 30.05.2016. með fyrirvara um sambærilega breytingu er nær til annarra lóða við Tjarnarvelli.
      Erindinu vísað skipulags og byggingarráði.

      Skipulags og byggingarráð samþykkir að gerð verði tillaga að afmörkun á sérafnotaflötum fyrir lóðir við Tjarnarvelli/miðsvæði og hún kynnt lóðarhöfum.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Garðyrkju ehf frá 25. apríl varðandi uppbyggingu á svæðinu.

      Skipulags- og bygggingarráð synjar erindinu varðandi staðsetningu gáms á lóðinnni og skal hann fjarlægður innan þriggja vikna.

    • 1508747 – Grísanes, vegtenging milli Ásvalla og Skarðshlíðar

      Ofangreind vegtenging tekin til umfjöllunar.

      Til kynningar.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskar eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, verði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Lögð fram ný ódags. tillaga Arkþings að uppbyggingu fyrir ofangreindar lóðir. Frestað á síðasta fundi.

      Vísað er til ýtarlegra gagna, tveggja skýrslna sem hafa verið lagðar fram um ástand hússins.
      Áformað er að teikna tvö hús á lóðirnar Hellubraut 5 og 7.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi á sinn kostnað. Skipulagsfulltrúa falið að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum til hönnuðar.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Lögð fram lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar, kynning á vali hönnunarteymis.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á skipulagsverkefninu hvað varðar aðalskipulagsbreytingu samanber 1.mgr. 30.gr. 123/2010.
      Jafnframt samþykkir ráðið fyrirhugað val á hönnunarteymum.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samnþykkir fyrirliggjandi skipulagslýsingu dags. 10.6. 2016 er varðar aðalskipulagsbreytingu fyrir Reykjavíkurveg, rammaskipulag, samanber 1. mgr. 30.gr. 123/2010.”

    • 1602009 – Hvaleyrarbraut 3, breyting á deiluskipulagi

      Tekin fyrir á ný umsókn Geco ehf dags. 1.2.2016 um breytingu á byggingarreit innan ofagreindrar lóðar. Jafnframt lagður fram uppdráttur 29.01.2016, er gerir grein fyrir breyttu deiliskipulagi. Gert er ráð fyrir tveimur íbúðum á efri hæð hússins.

      Tillagan var auglýst frá 20.04.2016-01.06.2016. Auglýsingu er lokið. Athugasemdir bárust frá Markus Lifenet ehf. dags. 02.05.2016, og bréf Sigurþórs Aðalsteinssonar dags. 30.05.2016 f.h. Geco ehf.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 09.06.2016.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Lögð fram ný tillaga ASK arkitekta móttekin 10.6.2016 að breyttu deiliskipulagi lóðanna.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að láta vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi á sinn kostnað.

      Skipulags- og byggingarráð telur mikilvægt að sérkenni Strandgötu og miðbæjarins komi fram í ásjónu framhliða hússins við Strandgötu og bendir á því til hliðsjónar á nýbyggð hús á Hljómalindareitnum við Hverfisgötu í Reykjavík.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mættu til fundarins og kynntu áframhaldandi vinnu og athuganir á breytingu deiliskipulags 2. áfanga. Kynntar tillögur sem taka mið af ríkjandi vindáttum.

      Til kynningar.

    • 1606167 – Gististaðir í Hafnarfirði, staðsetning

      Fjölgun og staðsetning gististaða í Hafnarfirði tekin til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman yfirlit yfir gististaði í Hafnarfirði. Jafnframt að leggja fram drög að reglum varðandi leyfisveitingar fyrir slíka starfsemi.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Framhald umræðu varðandi nýtingu óbyggðra lóða í eldri hverfum og útfærslu þeirra.
      Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt kynnti vinnu við endurskipulag lóðanna Suðurgata 40 og 44.

      Lagt fram.

    • 0704123 – Kaldársel, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mættu á fundinn og kynnti stöðu verksins.

      Til upplýsinga.

    • 0710169 – Óla Run tún, hugmyndasamkeppni.

      Tekin til umræðu breyting á deiliskipulagi Óla Run túns.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að undirbúa tillögugerð að íbúðarbyggð á svæðinu.

    Fundargerðir

    • 1605025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 615

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 1. júní sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1606007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 616

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 8. júní sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt