Skipulags- og byggingarráð

28. júní 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 601

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrú.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrú.

  1. Almenn erindi

    • 1606192 – Dagsektir, innheimta

      Innheimta og ferli mála vegna dagsekta tekin til umfjöllunar.

      Til umræðu.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Lögð fram ný tillaga ASK arkitekta dags. 10.6.2016 að breyttu deiliskipulagi lóðanna, ásamt kynningu ASK arkitekta á uppbyggingartillögu að verslunarmiðstöð og hóteli að Strandgötu 26-30.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

      Jafnframt ítrekar skipulags- og byggingarráð fyrri athugasemdir sínar varðandi útlit hússins.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju.
      Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskar eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, verði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
      Umsækjanda var heimilað að vinna breytingu á deiliskipulagi lóðanna á fundi ráðsins 14.6. sl.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

      Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni verði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi.

    • 0801363 – Reykjavíkurvegur, athafnasvæði, rammaskipulag

      Kynnt niðurstaða auglýsingar í Fréttablaðinu um hönnunarteymi/hönnuði vegna fyrirhugaðrar skipulagsvinnu að Hraunum vestur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir eftir úrdrátt að fela eftirfarandi aðilum að vinna að hugmyndum að byggðaþróun svæðisins í samræmi við auglýsingu í Fréttablaðinu 21.6. sl.: Krads, Gylfi & félagar, Basalt-Efla-Steinholt, Archus-Guðm. Gunnl. og Björn Ólafs, Úti og inni.

    • 0710169 – Óla Run tún, hugmyndavinna.

      Tekin til umræðu á ný breyting á deiliskipulagi Óla Run túns. Erindið var til umræðu á fundi ráðsins þann 14.06.s.l. Lögð fram markmiðslýsing.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera drög að lýsingu fyrir svæðið.

    • 0705284 – Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag

      Lögð fram og kynnt tilaga THG-arkitekta að breyttu deiliskipulagi Hraunvangs 7, dags. 9.6.2016 ásamt bréfi hönnuða dags. 10.06.2016 og greingerð Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins dags. 10.04.2016.

      Lagt fram.

    • 16011143 – Deiliskipulagsbreyting, flæðigryfja, stækkun

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 24.05.2016, varðandi breytt deiliskipulag álversins í Straumsvík.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 27.4.2016 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Breytingin var auglýst frá 7. mars 2016 með athugasemdafresti til 11. apríl 2016. Engin athugasemd barst.
      Lagður fram endurbættur deiliskipulagsuppdráttur Arkís- arkitekta dags. 21.01.2016, lagfr. 06.06.2016. samanber athugasemdir skipulagsstofnunar frá 24.05.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar breytingar á greinagerð uppdráttarins samanber 1. mgr. 42. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

      Lögð fram tillaga Landmótunar dags. 23.06.2016 að deiliskipilagi varðandi mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

    • 0905095 – Húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði

      Lögð fram samþykkt um húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði, sem samþykkt var í byggingarnefnd Hafnarfjarðar þann 07.12.1989 og bæjarstjórn 19.12.1989.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja til við bæjarráð:
      „Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar samþykkir að fella úr gildi samþykkt bæjarstjórnar frá 19.12.1989 um húsvarðaríbúðir í atvinnuhúsnæði.“

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Tekið fyrir að nýju og lagt fram erindi Syðra Langholts dags. 22.06.2016 varðandi uppbyggingu á svæðinu.
      Jafnframt er lögð fram tillaga Strendings dags. 16.03.2016 og skýringarmynd Kára Eiríkssonar arkitekts að uppbyggingu.

      Lagt fram.

    • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

      Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, varðandi deiliskiplag Stapahrauns 11-12. Jafnframt lög fram greingerð skipulagsfulltrúa dags 27.06.2016 varðandi athugasemdir með vísan til gr. 5.3.1 123/2010.

      Tekið fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.
      Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags 04.03.2016 ásamt uppdrætti var samþykkt á fundi ráðsins þann 08.03.2016. Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð erindi Kaffibrennslu Hafnarfjarðar á ný ásmat greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06 2016, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016, og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Stapahrauns 11-12 með vísan til 43. gr. 123/2010. Í breytingunni felst að lóðirnat Stapahraun 11 og Stapahraun 12 verða sameinaðar, nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0,75 og götustæði styttist.

    • 1603068 – Flatahraun 12-14, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram ný fyrirspurn Taber ehf, dags.. 1.6. 2016, um breytingu á deiliskipulagi ofangreindrar lóðar til að gera 56-60 stúdentaíbúðir.

      Lagt fram.

    • 1606302 – Flugvellir 1, skilti fyrirspurn.

      Lagt fram erindi Iceigna ehfdags. 15.6.2016 varðandi skiltastand á lóðinni Flugvellir 1.

      Skipulags- og byggingarráð bendir á að skilti skulu vera í samræmi við skiltareglugerð Hafnarfjarðar.

    Fundargerðir

    • 1606014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 617

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 15.6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1606018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 618

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 22.6. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt