Skipulags- og byggingarráð

23. ágúst 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 603

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Helga Björg Arnardóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1602414 – Norðurbakki 1, 01-0101, breyting

   Á afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.7.2016, sótti Skák ehf. um að breyta verslunar-/veitingarými á 1. hæð í hótelíbúðir samkvæmt uppdráttum Arkþings dags.
   Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs.
   Jafnframt lagt fram bréf Edvards Björgvinssonar dags. 09.03.2016 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22.08.2016.

   Lagt fram.

  • 1607083 – Skógarás 6, ósk um breytt deiliskipulag

   Með bréfi dags. 04.07.2016 óska Lausnir Lögmannsstofa f.h. eiganda Skógaráss 6 eftir að skilmálar hverfisins verði teknir til endurskoðunar m.t.t hæðarafsettningu húsa og hæðir þeirra.

   Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu.

  • 1605080 – Garðavegur 13, breyting

   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22.6.2016 var tekið fyrir á ný erindi Birkis Marteinssonar og Höllu S. Sigurðardóttur dags. 04.05.16 um að reisa hæð ofan á steinsteypt hús samkvæmt teikningum Olgu Sigfúsdóttur dags.29.04.2016.
   Samþykkt var að grenndarkynna erindið 11.5. sl.
   Grenndarkynningu er lokið og barst ein athugasemd. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs.
   Ennfremur lögð fram andmæli eigenda Garðavegs 16 dags. 15.06.2016 og athugun á skuggavarpi dags. 14.07.2016, sem unnið var af eyLAND arkitektum.

   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22.08.2016.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyririliggjandi breytingu skv. 1. mgr. 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1607483 – Fyrirspurn um svæði fyrir bílasölu

   Á fundi bæjarráðs þann 11.08.2016 var lagt fram erindi Svavars Þorsteinssonar dags. 18.07.2016, um svæði fyrir bílasölu á stæðum við Tjarnarvelli (Miðsvæði Valla.
   Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarráðs.
   Lögð fram umsögn skipðulagsfulltrúa dags. 17.08.2016.

   Skipulag- og byggingarráð tekur neitkvætt í erindið og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

  • 1603068 – Flatahraun 12-14, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

   Tekin fyrir á ný fyrirspurn Taber ehf, dags. 1.6. 2016 um breytingu á skipulagi ofangreindrar lóðar svo koma megi fyrir um 56-60 stúdentaíbúðum. Ennfremur lagt fram bréf ADVEL lögmanna f.h. eiganda Mávahrauns 13 dags. 26.07.2016, þar sem fyrirhuguðum hugmyndum er mótmælt.

   Lagt fram.
   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn Tækniskólans um fyrirliggjandi fyrirspurn og jafnfram hugsanlega framtíðaráform skólans á lóðinni.
   Skipulagsfulltrúa er jafnframt falið að svara bréfi lögmanns lóðarhafa á Mávahrauni 13.

  • 1608407 – Vellir vegtengingar, hagkvæmniúttekt

   Vilhjámur Hilmarsson mætti á fundinn og kynnti hvað felst í verkefninu, hvers má vænta af niðurstöðum þess og í hverju tímaáætlunin felst.

   Til upplýsinga.

  • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

   Lagt fram bréf Jóns R. Halldórssonar f.h. Fornubúða eignarhaldsfélags ehf. dags. 16.08.2016 varðandi byggingaáform að Fornubúðum 5.
   Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 22.08.2016.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í hugmyndir sem settar eru fram í bréfi Jóns Rúnars Halldórssonar, dags. 16. ágúst 2016, um uppbyggingu við Fornubúðir 5.

  • 1608420 – Suðurbæjarlaug, strandblakvellir

   Jónas Þór Oddsson f.h. áhugafólks um strandblak og fjölbreytta iðkun almenningsíþrótta óskar með bréfi dags. 19.8. 2016 eftir strandblakaðstöðu við Suðurbæjarlaug.

   Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa og íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

   Tekin til umræðu samþykkt lýsing að breyttri notkun og skipulagi hafnarsvæðisins.

   Til umfjöllun og skipulags- og byggingarráð vísar lýsingunni til frekari umfjöllunar í hafnarstjórn.

  • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

   Á fundi bæjarráðs þann 11.08.2016 var eftirfarandi vísað til skipulags- og byggingarráðs:
   “Bæjarráð vísar málinu (Lækjargata 2, framtíðarnýting) til skipulags- og byggingarráðs og óskar eftir tillögum frá ráðinu varðandi Lækjargötu 2 í samræmi við deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. febrúar 2016.”

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram tillögu að málsferð á næsta fundi.

  • 1602397 – Hreinsunarátak 2016

   Hreinsunarátak í bænum tekið til umfjöllunar á ný. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir undirbúningi að átakinu.
   Átakið verður með sama sniði og áður og stendur yfir 15. – 30. september nk.

   Til upplýsinga.

  • 1604042 – Gámar, stöðuleyfi 2016

   Hafnarfjarðarbær ákvað að innheimta stöðugjöld á gámum samkvæmt 2.6.1. gr byggingingarreglugerðar nr.112/2012 og reglum um stöðuleyfi sem samþykktar voru i bæjarstjórn Hafnarfjarðar 20. janúar 2016.
   Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi gerði grein fyrir stöðu verkefnisins.

   Til upplýsinga.

  • 1608406 – Skipulags- og byggingarráð, vinnufundir

   Tekin til umræðu tillaga að hugmynda/vinnufundum skipulags- og byggingarráðs.

  Fundargerðir

  • 1608003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 625

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 9. ágúst sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt