Skipulags- og byggingarráð

6. september 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 604

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
 • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliða 1-3.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliða 1-3.

 1. Almenn erindi

  • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

   Skipulagshöfundar mættu til fundarins og kynntu áframhaldandi vinnu og athuganir á breyttu deiliskipulagi 2. áfanga. Kynntar nýar hugmyndir að húsgerðum.

   Til kynningar.
   Gert er ráð fyrir að næsta kynning á deiliskipulagstillögunni verði 20.sept. n.k.

  • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

   Skipulags- og byggingarráð samþykki á fundi sínum þann 09.08.2016 fyrirhugaða legu Ásvallarbrautar eins og uppdrættir VSB verkfræðistofunar mótt. 08.08.2016 gera ráð fyrir.
   Jafnframt samþykktir skipulags- og byggingarráð að vinna breytt deiliskipulag af fyrirhugaðri legu Ásvallabrautar og að auglýsa hana í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.

   Lögð fram tillaga Landmótunar dags. 05.092016 að breyttu deiliskipulagi. Fulltrúi Landmótunar kynnti tillöguna.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

   Fulltrúi frá Storð kynnti stöðu deiliskipulagsvinnunnar.

   Til kynningar.

  • 1606481 – Krókahraun 2, bílskúr

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs þar sem ekki er til deiliskipulag af svæðinu:
   “Margeir Sveinsson sækir 27.06.16 um ósk um endurnýjun bílskúrsréttar með breyttri staðsetningu (sjá meðf. gögn).
   Samþykki fyrir mögulegum öðrum bílskúr við hliðina á síðari stigum (tvöfaldur bílskúr). Betri skýring kæmi með teikningu á síðari stigum og að undangegnu samþykki.”

   Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

   Skipulags- o byggingarráð tekur undir fyrirliggjandi umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

  • 1408009 – Reykjanesbraut tenging við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.06.2016 var lögð fram tillaga Landmótunar dags. 23.06.2016 að deiliskipilagi varðandi mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið var auglýst frá 20 júlí til 31 ágúst. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af Reykjanesbraut frá Áslandi að Hellnahrauni, og að deilskipulagsbreytingunni verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 28.06.2016 var lögð fram tillaga ASK arkitekta dags. 10.06.2016 að breyttu deiliskipilagi lóðanna Strandgata 26-28.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Deiliskipulagið var auglýst frá 20 júlí til 31 ágúst. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
   Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breyttan deiliskipulagsuppdrátt af Strandgötu 26-30, og að deilskipulagsbreytingunni verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

   Gunnar Hjaltalín, Sævangi 44, Hafnarfirði, óskaði eftir að deiluskipulagi er varðar lóðina Hellubraut 7, yrði breytt og heimild veitt til þess að rífa núverandi hús og byggja nýtt í staðinn.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa framlagða deiliskipulagsbreytingu í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
   Jafnframt samþykkti skipulags- og byggingarráð að næsta nágrenni yrði kynnt skipulagstillagan sérstaklega með bréfi. Auglýsingatími er liðinn.

   Með bréfi dags. 14.07.2016 óskuðu eigendur Hamarsbrautar 8 eftir fresti til að skila inn athugasemdum til 16.09. n.k. Orðið var við þeirri beiðni.

   Lagt fram.

  • 1504368 – Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun

   Tekin fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010.

   Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags 04.03.2016 ásamt uppdrætti var samþykkt á fundi ráðsins þann 08.03.2016.

   Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð erindi Kaffibrennslu Hafnarfjarðar á ný ásamat greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016. Tillagan var auglýst á ný frá 20.07.2016-31.08.2016. Beiðni barst um frest til að koma athugasemdum á framfæri.

   Til upplýsinga, afgreiðslu frestað.

  • 1602414 – Norðurbakki 1, 01-0101, breyting

   Tekið fyrir að nýju eftirfarandi erindi sem afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 2.3. sl. vísaði til skipulags- og byggingarráðs:
   “Með bréfi dags. 17.02.2016, óskar Skák ehf. kt: 580309-0460, Lymgbaði 3 Hafnarfirði eftir að breyta eignarhlut 01-01 á Norðurbakka 1í fjórar hótel íbúðir samkvæmt teikningum Arkþing dags. 09.02.2016.”

   Skipulags- og byggingarráðs afgreiddi erindið 8.3. 2016 með eftirfarandi bókun:
   “Skipulag- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða fyrirspurn þar sem hún samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
   Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir verslun og þjónustu á 1. hæð húsa (jarðhæð) við Norðubakka 1.”

   Með bráfi dags 09.03.s.l. óskaði Skák ehf eftir endurupptöku málsins.

   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2.9.2016

   Skipulags- og byggingarráð synjar erindinum með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa.

  • 1607482 – Austurgata 3, sólskáli

   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa Hafnarfjarðar þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggingaráðs:
   Áslaug Hlíf Servo Jensdóttir sækir 27.07.2016 um leyfi fyrir byggingu sólskála samkvæmt teikningum Sigurðar Hafsteinssonar dags. 26.07.2016.

   Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa.dags. 18.08.2016.

   Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið með hliðsjón af deiliskipulagi svæðisins.

  • 1609023 – Selhella 1, deiliskipulag, breyting

   Smáragarður ehf.(kt. 600269-2599) óskar eftir breytingu á deilskipulagi lóðarinnar Selhella 1, samanber bréf ASK arkitekta ehf. dags. 02.08.2016 og uppdrátt ASK arkitekta ehf. dags.21.06.2016.

   Skipulags- og byggingarráð samþykki framlagða deiliskipulags breytingu með þeim athugasemdum sem fram komu á fundinum, og að hún verði auglýst með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  Fundargerðir

  • 1608005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 626

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.þ ágúst sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1608009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 627

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 24. ágúst sl.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1608013F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 628

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 31. ágúst sl.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt