Skipulags- og byggingarráð

1. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 609

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Kynnt staðan á vinnu við gerð deiliskipulagsins.
      Skipulagshöfundar mættu á fundinn.

      Til upplýsinga.

    • 1609676 – Trönuhraun 9, byggingarleyfi, gistiheimili

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 5. október s.l. vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:
      „Ingvar og Kristján ehf sækir 30.09.2016 um leyfi til að byggja 45 eininga gistiheimili samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 25.09.2016.“

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu og bendir á að skipulag þessa svæðis er í heildarendurskoðun.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Lögð fram á ný tillaga skipulagsfulltrúa um málsmeðferð varðandi framtíðarnýtingu, byggða á deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 17. 02.2016.

      Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarráðs að hafin verði vinna við alútboð um framtíð Lækjargötu 2, Dvergsreits, sem tekur mið af þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og skipulagsþjónustu dags 17.10.2016.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Kynnt staðan á gerð vinnu við gerð deiliskipulagsins.
      Skipulagshöfundar mættu á fundinn.

      Til upplýsinga.

    • 1608834 – Hverfisgata 4b, fyrirspurn

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn lóðarhafa Hverfisgötu 4b og Hverfisgötu 6b um að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulag á sinn kostnað sem skipulags- og byggingarráð heimilaði á fundi sínum 4.10. sl.l.
      Lögð fram tillaga Studio F- arkitekta dags. 24.10.2016 að breyttu deiliskipulagi lóðanna.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1608295 – Selvogsgata 12, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Gunnars Agnarssonar dags. 17.8. 2016 um breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á ofangreindri lóð skv. teikningum Gísla Gunnarssonar.
      Álit Minjastofnunar dags. 18. október 2016 liggur fyrir.
      Lagt fram minnisblað skipulagsfull´trúa dags. 31.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til minnisblaðs umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 31.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð áréttar eftirfarandi:
      „Gerðar hafa verið breytingar á sumum húsum götunnar sem geta talist miður heppilegar og ekki fordæmisgefandi. Sú ákvörðun að hverfisvernda Selvogsgötu byggir á sérstöðu hennar innan bæjarins og meðal gatna. Með verndunarákvæðum er horft til þess að allar breytingar, viðhald og viðgerðir húsanna færi þau nær upphaflegu horfi í formi og efnisvali. Gildandi deiliskipulag miðar að því að tryggja rétt allra til sérbýlis og nýtingu lóða. Heimild til aukins byggingarmagns á lóð raskar innbyrðis jafnvægi þeirra húsa sem næst standa. Auk þess að hafa neikvætt fordæmi og áhrif á lóðarnýtinu sem og skerðingu einkaréttar aðliggjandi lóðarhafa.

      Einkenni byggðarinnar eru hin smáu hús og ber að standa vörð um þau í samræmi við húsverndarstefnu Aðalskipulagsins. Á þeim forsendum er ekki hægt að fallast á deiliskipulagsbreytingu.“

    • 0705284 – Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn Hrafnistu Hafnarfirði frá apríl 2016, vegna breytinga á notkun á reit F2 við Hrafnistu. Þ.e. breyta hjúkrunarheimili í íbúðir aldraða samkvæmt meðfylgjandi teikningum Halldórs Guðmundssonar hjá THGark, Faxafeni 9, 108 Reykjavík dags. júní 2016.
      Skipulagshöfundur og fulltrúi Hrafnistu mættu á fundinn og kynntu breytinguna.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn fjölskylduráðs um tillöguna.

    • 1608555 – Linnetsstígur, stígur að 9b

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti á fundi sínum þann 24.08. s.l., framkvæmdaleyfi vegna stígs frá Linnetsstíg að Linnetsstíg 9b. samanber 13 gr. laga nr. 123/2010.
      Með bréfi dags. 07.09. 2016, kæra eigendur Linnetsstíg 9a, áðurnefnt framkvæmdaleyf. Lagður fram úrskuður ÚUA. frá 25.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að stígur frá Linnetsstíg að Linnetsstíg 9b samanber tillögu að mæliblaði dags. 12. 2013. með seinni tíma breytingum verði grenndarkynntur með vísan til 1. mgr. 44 gr. skipulagslaga.

    • 1504361 – Eskivellir 11, byggingarleyfi

      Haghús ehf lögðu þann 22.09.2014 inn fyrispurn. Óskað var eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar voru á lóðinni samkvæmt tillögum Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggfr. dagsettar 19.09.2014 . Íbúðum var fjölgað um 6 íbúðir úr 36-42. Breyttar teikningar dagsettar 19.09.2014 og 07.01.2015 bárust.
      Skipulags- og byggingarráð taldi að afgreiða mætti erindið skv. 3. málsgrein 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.05.2016 voru byggingaráfomin samþykkt. Með bréfi dags. 29.09.2016 voru framkvæmdir stöðvaðar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1610348 – Ölduslóð 12,fyrirspurn

      Rós Sveinbjörnsdóttir leggur inn fyrirspurn dags. 25.10.2016 ásamt uppdráttum teiknistofunar Kvaða dags. 2009 og 2010.þ vegna hækkunar á þaki hússins við Ölduslóð 12.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.10.2016 var fyrirspurninni vísað til skipulags- og byggingarráðs.
      Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 30.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til minnisblaðs Umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 28.10.2016.

      Skipulags- og byggingarráð áréttar eftirfarandi:
      „Í gildandi deiliskipulagi er að finna mótaða heildarsýn fyrir hverfið. Tekið er á umhverfislegum þáttum og gæðum þeirra. Með fastmótuðum skilmálum verður auðveldara að tryggja þessi gæði til framtíðar og komandi kynslóðum jafnframt því að veita eigendum húsa öryggi. Slíkt tryggir betur að eignum sé haldið við og að ásýnd gatnanna haldi sér. Heillegar götumyndir eru einkennandi í hverfinu. Við alla uppbyggingu verður að fara varlega og hlúa að þeim byggingararfi og götumyndum sem nú eru til staðar. Núverandi tillaga hefur áhrif á götumyndir Ölduslóðar og Selvogsgötu og getur ekki talist heppileg breyting/stækkun á húsinu.“

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Innkomnar tillögur að byggðaþróun svæðisins teknar til umfjöllunar.
      Tillögur eru frá eftirfarandi arkitektastofum: Krads, Gylfi & félagar, Basalt-Efla-Steinholt, Archus-Guðm. Gunnl. og Björn Ólafs, Úti og inni.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að umhverfis – og skipulagsþjónusta rýni tillögurnar.
      Stefnt er að kynningarfundi með hagsmunaaðilum um mámaðarmótin nóv/des n.k.

    • 1610423 – Kirkjuvellir 8, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

      Lögð fram fyrirspurn Fjarðarmóta ehf dags. 15.10.2016 um hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi lóðar skv. tillögu Sigurlaugar Sigurjónsdóttur ark. með það fyrir augum að fjölga íbúðm um 5, hækka hús um eina hæð og fjölga bílastæðum á lóð um 11. Lóðinni eru samkv. deiliskipulagi tvö hús með 14 íbúðm hvort um sig eða samtals 28 íbúðir.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu.

    • 1610118 – Lækjargata 11, endurnýjun lóðarleigusamnings

      Halldóra Björk Smáradóttir sækir um litilsháttar breytingu á lóðarstærð lóðarinnar Lækjargata 11.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á stærð lóðarinnar Lækjargata 11 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmála skipulags- og byggingarfulltrúa.“

    Fundargerðir

    • 1610016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 634

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 19.10.2016

      Lagt fram til kynningar.

    • 1610027F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 635

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar ´26.10.2016

Ábendingagátt