Skipulags- og byggingarráð

15. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 610

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1608030 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting v. vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins

      Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst var samþykkt breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05. 2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar og hún auglýst í samræmi við 31. gr. laga 123/2010.
      Fyrirliggur jákvæð umsögn Svæðisskipulags Höfuðborgarsvæðisins. Skv. ákvæðum skipulagslaga 2. mgr. 30. gr þarf að kynna tillöguna áður en hún er samþykkt til auglýsingar. Búið er að kynna lýsingu fyrir almenningi og fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunnar. Umhverfisskýrsla fylgir tillögunni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010.”

    • 1609257 – Undirhlíðanáma, breyting á deiliskipulagi vegna Sandskeiðslínu 1

      Lögð fram breyting á deiliskipulagi fyrir Undirhlíðanámu vegna raflína, lagður fram uppdráttur dags. 13.9 2016 ásamt umhverfisskýrslu dags. 15.9. . Matslýsing liggur fyrir skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

      Skipulags- og byggingarráð leggur eftirfarandi til við bæjarstjórn:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr laga um umhverfismat áætlanna nr. 105/2006 og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.’

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjarnar, nýtt deiliskipulag

      Skipulagshöfundur mætti og kynnti tillöguna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      ‘Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyriliggjandi deiliskipulag Kaldársels, Kaldárbotna og Gjánna ásamt umhverfisskýrslu og að meðferð málsins verði lokið skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.’

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Teknar fyrir að nýju tillögur sem skilað var inn að hugmyndum að byggðaþróun svæðisins.
      Höfundar frá arkitektastofunum Gylfi & félagar og Archus-Guðm. Gunnl. og Björn Ólafs mættu og kynntu sínar tillögur.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

      Kynning.

    • 1610432 – Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, tillaga, forkynning, beiðni um umsögn, Vatnsveita Hafnarfjarðar

      Skipulagsstjóri Garðabæjar mætti á fundinn og kynnti helstu atriði skipulagsins.

      Kynning.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju.
      Skipulagshöfundar mættu til fundarins og kynntu áframhaldandi vinnu og athuganir á breyttu deiliskipulagi 2. áfanga.

      Kynning.

    • 1610414 – Kirkjuvegur 11b,byggingarleyfi

      Á afgreiðslufundir skipulags- og byggingarfulltrúa 2. nóvember s.l. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggingarráðs:
      Jónína Hjördís Gunnarsdóttir,sækir 27.10.16 um leyfi til að gera núverandi staðsetningu gestahús á baklóð að varanlegri staðsetningu. samkvæmt teikningum Þorgeirs Þorgeirssonar. dagsettar 26.09.16.
      Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 14.11.2016.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi sbr. fyrirliggandi minnisblað skipulagsfulltrúa.

    • 1608017 – Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 2. nóvember s.l. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggignarráðs:
      Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 sótti
      Geymslusvæðið um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig voru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir.

      Lagt var fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15.
      Skipulags- og byggingarráð taldi upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekaði fyrri bókun.

      Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun efnis voru hafnar án tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir.

      Lögð fram greinagerð Verkfræðistofunar Efla dags. 05.10.2016 með viðbótarupplýsingum um malbiksafganga.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    • 1609587 – Norðurhella 17, breyting í gistiheimili

      Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu var frestað á síðasta fundi.
      Hraunbraut ehf sækja 26.09.16 um að breyta húsi í gistiíbúðir samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssoanr dags. 21.09.16.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með hliðsjón af því að verið er að vinna athugun um staðsetningu á hugsanlegum gistirýmum.

    • 1611138 – Kvistavellir 63-65, beiðni um deiliskipulagsbreytingu

      Lagt fram bréf Glámu-Kím og uppdrættir dags. 10.11.2016 f.h. Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins varðandi Kvistavelli 63-65, er snýr að breytingu á byggingarreit og deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að láta vinna á sinn kostnað breytingu á gildandi deiliskipulagi með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

    • 1609676 – Trönuhraun 9, byggingarleyfi, gistiheimili

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 01.11.2016 var erindi Ingvars og Kristjáns ehf. um að byggja 45 eininga gistiheimili synjað.
      Með tölvupósti 11.11.2016 óskar Sigurður Þorvarðarson eftir rökstuðningi fyrir synjuninni. Einnig lagt fram bréf Ingvars og Kristjáns ehf dags.11. nóv. 2016 þar sem óskað er eftir rökstuðningi.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svari við bréfi Ingvars og Kristjáns dags. 11.11.2016 á næsta fundi.

    • 1610134 – Lónsbraut, stöðuleyfi fyrir bát

      Lagt fram erindi Emils J. Ragnarssonar sent í tölvupósti 4. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir bátur á vagni við bátaskýlið fái að standa þar sem hann er.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað.

    Fundargerðir

    • 1611012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 637

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 2. nóvember s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1611012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 637

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 9. nóvember s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt