Skipulags- og byggingarráð

29. nóvember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 611

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fyrri hluta.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og framkvæmdaráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fyrri hluta.

  1. Almenn erindi

    • 1609587 – Norðurhella 17, breyting í gistiheimili

      Tekið fyrir að nýju erindi Hraunbrautar ehf dags. 26.09.16 um að breyta húsi í gistiíbúðir samkvæmt teikningum Guðmundar Gunnlaugssoanr dags. 21.09.16.
      Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dags. 28/11.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Teknar fyrir að nýju tillögur sem skilað var inn að hugmyndum að byggðaþróun svæðisins.
      Höfundar frá arkitektastofunum Krads og Úti og inni mættu og kynntu sínar tillögur.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

      Kynning.

    • 1610134 – Lónsbraut, stöðuleyfi fyrir bát

      Tekið fyrir á ný erindi Emils J. Ragnarssonar sent í tölvupósti 4. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir bátur á vagni við bátaskýlið fái að standa þar sem hann er. Erindið var lagt fram á fundi ráðsins 15. 11 s.l. og afgreiðslu þess frestað.

      Skipulags- og byggingarráð synjar framlögðu erindi um stöðuleyfi fyrir bát á bæjarlandi. Ráðið styður byggingarfulltrúa í þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á svæðinu og ítrekar bókun sína frá 3. maí sl. um stuðning á hverjum þeim aðgerðum til að sómi sé af umhverfinu við lónið.

    • 1610423 – Kirkjuvellir 8, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

      Lögð fram ný fyrirspurn Fjarðarmóta ehf dags. 15.10.2016 um hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi lóðar skv. tillögu Sigurlaugar Sigurjónsdóttur ark. með það fyrir augum að fjölga íbúðm um 5, hækka hús um eina hæð og fjölga bílastæðum á lóð um 11. Lóðinni eru samkv. deiliskipulagi tvö hús með 14 íbúðm hvort um sig eða samtals 28 íbúðir.

      Lagt fram erindi Fjarðarmóta dags. 23.11 og viðbótargögn Sigurlaugar Sigurjónsdóttur ark. f.h. ASK arkitekta.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu.
      Hér ræður ásýnd svæðisins og hæðir húsa miklu í ákvörðun ráðsins um að leyfa ekki deiliskipulagsbreytingu svo hægt sé að hækka húsið og fjölga íbúðum.

      Ráðið telur rök umsækjanda um að fordæmi sé til staðar ekki fullnægjandi

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Hugmyndir um næstu fjölbýlishúsasvæði teknar til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við skipulasbreytingar á svæði við Hjallabrautina í samræmi við fyriliggjandi hugmyndir.

    • 1608017 – Land Geymslusvæðis ehf, losun úrgangsefna

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 2. nóvember s.l. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggignarráðs:
      Á fundi Skipulags- og byggingarráðs þann 2. júni 2015 sótti
      Geymslusvæðið um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig voru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir.

      Lagt var fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15.
      Skipulags- og byggingarráð taldi upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekaði fyrri bókun.

      Að fenginni ábendingu og eftir skoðun á staðnum kom í ljós að framkvæmdir við losun efnis voru hafnar án tilskyldra leyfa. Með bréfi dags. 03.08.2016 var lóðarhafa gert skylt að stöðva framkvæmdir.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15.11.2016 var afgreiðslu erindisins frestað.

      Lögð fram greinagerð Verkfræðistofunar Eflu dags. 05.10.2016 með viðbótarupplýsingum um malbiksafganga.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gefið verði út formlegt framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda samanber 13.gr. skipulagslaga 123/2010. Leyfi verði að hámarki gefið til tveggja ára og að þeim tíma liðnum þarf að endurnýja umsókn.

    • 1609676 – Trönuhraun 9, byggingarleyfi, gistiheimili

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 01.11.2016 var erindi Ingvars og Kristjáns ehf. um að byggja 45 eininga gistiheimili synjað.

      Með tölvupósti 11.11.2016 óskar Sigurður Þorvarðarson eftir rökstuðningi fyrir synjuninni. Einnig lagt fram bréf Ingvars og Kristjáns ehf dags.11. nóv. 2016 þar sem óskað er eftir rökstuðningi.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svari við bréfi Ingvars og Kristjáns dags. 11.11.2016 á fundi sínum þann 15.11.2016.

      Lagt fram umbeðið svar skipulagsfulltrúa dags. 28. nóvember 2016.

      Skipulags- og byggingarráð gerir svarbréf skipulagsfulltrúa að sínu.

    • 1504361 – Eskivellir 11, stöðvun framkvæmda

      Haghús ehf lögðu þann 22.09.2014 inn fyrispurn. Óskað var eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar voru á lóðinni samkvæmt tillögum Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggfr. dagsettar 19.09.2014 . Íbúðum var fjölgað um 6 íbúðir úr 36-42. Breyttar teikningar dagsettar 19.09.2014 og 07.01.2015 bárust.

      Skipulags- og byggingarráð taldi að afgreiða mætti erindið skv. 3. málsgrein 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.05.2016 voru byggingaráfomin samþykkt. Með bréfi dags. 29.09.2016 voru framkvæmdir stöðvaðar.

      Lagðar fram skýringarmyndir vegna skuggavarps.

      Lagt fram til upplýsinga.

    • 1610432 – Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030, tillaga, forkynning, beiðni um umsögn, Vatnsveita Hafnarfjarðar

      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22.11.2016 við Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lagðar fram fundargerðir svæðisskipulags höfufðborgarsvæðisin nr. 69 og 70.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1611013F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 638

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 16. nóvember s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1606017F – Undirbúningshópur umferðarmála - 77

      Lögð fram fundargerð nr 77.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt