Skipulags- og byggingarráð

13. desember 2016 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 612

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1611138 – Kvistavellir 63-65, beiðni um deiliskipulagsbreytingu

      Tekið fyrir að nýju erindi Glámu-Kím og uppdrættir dags. 10.11.2016 f.h. Brynju hússjóð Öryrkjabandalagsins varðandi Kvistavelli 63-65, er snýr að breytingu á byggingarreit og deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð heimilaði lóðarhafa að láta vinna á sinn kostnað breytingu á gildandi deiliskipulagi með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga á fundi ráðsins þann 15. nóv. s.l.
      Lögð fram tillaga Glámu-Kím. dags. 29.11.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.

    • 1412175 – Tjarnarvellir færsla, deiliskipulag

      Á fundi skipulagas- og byggingarráðs þann 1.9.2015 var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að skoða aðgengi- og umferðarmál við Tjarnarvelli.
      Lögð fram til kynningar frumdrög Batterísins dags. 8.11. 2016 að breyttu deilskipulagi sem tekur til aðgengis, umferðar og uppbyggingar.
      Höfundar mættu og kynntu.

      Kynning.

    • 1612124 – Eskivellir 11 og 13, breyting á deiliskipulagi

      Haghús ehf lögðu þann 22.09.2014 inn fyrispurn. Óskað var eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar voru á lóðinni samkvæmt tillögum Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggfr. dagsettar 19.09.2014 . Íbúðum var fjölgað um 6 íbúðir úr 36-42. Breyttar teikningar dagsettar 19.09.2014 og 07.01.2015 bárust.

      Skipulags- og byggingarráð taldi að afgreiða mætti erindið skv. 3. málsgrein 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og fól skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.05.2016 voru byggingaráfomin samþykkt. Með bréfi dags. 29.09.2016 voru framkvæmdir stöðvaðar.

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslag.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.

    • 1612083 – Suðurgata 9,stækkun bílskúrs, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar f.h. eiganda um stækkun bílskúrs. Jafnframt lögð fram greinagerð umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 7.12.2016.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki deiliskipulagi né byggðamynstri á svæðinu.

    • 16011155 – Suðurgata 18, íbúðir

      Tekið fyrir að nýju.
      Lagðar fram hugmyndir Kára Eiríkssonar akitekts,dags. 8.5. 2015, um breytingar á húsinu Suðurgata 18 í íbúðir. Jafnframt tekin til umræðu breyting á deiliskipilagi svæðisins.

      Pétur Óskarsson vék af fundi við umfjöllun þessa erindis.

      Lagt fram.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga Yddu arkitekta ehf. að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar ásamt greinagerð/skilmálum. dags. 13.12.2016. Skipulagshöfundar mættu á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu og auglýsingu hennar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. 123/2010 fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða tillögu og auglýsingu hennar í samræmi við 1. mgr. 43. gr. 123/2010.”

    • 1608407 – Vellir vegtengingar, hagkvæmniúttekt

      Tekið fyrir að nýju.
      Vilhjámur Hilmarsson, Ólöf Kristjánsdóttir og Albert Skarphéðinsson f.h. Mannvits ehf. kynntu drög að lokaskýrslu vegna vinnu við hagkvæmniúttekt á vegtengingum við Velli.

      Kynning.

    • 1608834 – Hverfisgata 4b, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn lóðarhafa Hverfisgötu 4b og Hverfisgötu 6b um að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulag á sinn kostnað sem skipulags- og byggingarráð heimilaði á fundi sínum 4.10. sl.l.
      Lögð fram tillaga Studio F- arkitekta dags. 24.10.2016 að breyttu deiliskipulagi lóðanna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu og auglýsingu hennar með vísan til 1. mgr. 41. gr. 123/2010.

    • 1609679 – Melabraut 20, byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 7.12. 2016 vísði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarrráðs:

      Skák ehf. sækir 30.09.2016 um leyfi fyrir við-nýbyggingu samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 30.09.2016. Nýjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 3.11.2016. Nyjar teikningar með stimpli slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins bárust 01.12.2016. Tilagan samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

      Lagt fram.

    • 1610397 – Hjallabraut, aðal- og deiliskipulagsbreyting.

      Tekin til umræðu hugmynd að byggð við Hjallabraut.Fara þarf í aðalskipulagbreytingu sem og deiliskipulagsbreytingu fyrir svæðið vegna hugmynda um þéttingu og uppbyggingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 2. mgr. 36.gr. skipulagslaga.”

    • 1609649 – Breiðhella 18-20, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Breiðhella ehf, dags. 28.09.2016, þar sem óskað er eftir að sameina lóðirnar Breiðhella 18 og Breiðhella 20, breyta byggingarreit og innkeyrslu á hina sameinuðu lóð.

      Skipulags- og byggingarráð heimilaði lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnaðá fundi sínum þann 4. okt. s.l.
      Lögð fram deiliskipulagstillaga Batterísins dags 13.12.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.

    • 1611427 – Einhella 9, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa 30.11.2016 vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs:
      Borgarafl ehf leggur 29.11.16 inn fyrirspurn um breytingu á byggingarreit og innkeyrslu inn á lóð. Sjá meðfylgjandi bréf og teikningar Ríkharðs Oddssonar dags. 29.11.2016.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu varðandi umferðartengingar.

    • 1611009 – Ölduslóð 38 - P stæði

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 30. nóv. s.l.
      Tekið fyrir að nýju erindi Maríu Albertsdóttur dags. 01.11.16 um merkt P- stæði á Öldugötu 38. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa synjaði erindinu þann 9.11. s.l.
      Lagt fram erindi Árna Stefáns Áransonar lögfræðings dags. 30 nóvember 2016 f.h. Maríu þar sem ákvörðuninni er andmælt.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með hliðsjón af umsögn skipulagsdeildar.

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Umræða um næstu skref og lagðir fram gátlistar þar að lútandi.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1611023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 639

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar 23. nóvember 2016

      Lagt fram til kynningar.

    • 1611032F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 640

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar 30. nóvember 2016

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt