Skipulags- og byggingarráð

7. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 615

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður bæjarins að hluta.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður bæjarins að hluta.

  1. Almenn erindi

    • 1701095 – Suðurgata 74,breytingar á deiliskipulagi

      Lagt fram erindi Stefáns Guðmundssonar dags. 09.01.17 þar sem sótt er um stækkun á byggingarreit, skv. teikningum Rúnars I Guðjónssonar dags.27.12.16
      Umsókninni fylgir umsögn Minjastofnunar dags.20.12.2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.

    • 1609573 – Hverfisgata 49, fyrirspurn

      Lögð fram ný fyrirspurn Þorbjörns Inga Stfeánssonar, sent í tölvupósti 17.1.2017,um leyfi til að byggja viðbyggingu við núverandi hús innan sömu lóðar skv. teikningum Einars Ólafssonar arkitekts dags. 17.1.2017.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 6.2.2017.

      Skipulag- og byggingarráð synjar erindinu og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 06.02.2017.

    • 1511188 – Gunnarssund 1, Gunnarsbær, lóð

      Lagt fram bréf Sturlu Haraldsson dags. 14.11.2015 ásamt fylgigögnum er varða Gunnarsbæ, Gunnarssund 1.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til nánari skoðunar samhliða vinnu við húsaskráningu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjarins.

    • 1606267 – Selhella 8-10, breyting á deiliskipulagi

      Hafnarfjarðarbær sækir um að breyta gildandi deiliskipulagi, sem tók gildi 29. apríl 2008. Þar er gert ráð fyrir sameinaðri lóð 8-10 með nýtingarhlutfalli 0,5. Breytingin felur í sér að breyta deiliskipulaginu í upprunalegt horf þ.e.a.s. tvær lóðir: nr. 8, lóðarstærð 4787,9 m2 með nýtingarhlutfalli 0,43 og nr. 10, lóðarstærð 4185,4 m2 með nýtingarhlutfalli 0,43.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu og samþykkir að grendarkynna hana með vísan til 2.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1612416 – Gjáhella 13, lóðarumsókn

      Norðurport efh eignarhaldsfélag sækir með bréfi dags. 16. desember 2016 um lóðina Gjáhellu 13 með þeim fyrirvara að heimild fáist til að breyta deiliskipulagi og að byggja í áföngum.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10.01.2017

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í skipulagsbreytingu á lóðinni með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10.01.2017

    • 1701315 – Hamarsbraut 5, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Arnars Skjaldarsonar dags. 19.1.2017 varðandi breytingu á húsinu á ofangreindri lóð úr einbýli í tvíbýli.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda, með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa dags 24.1.2017, að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað enda er fordæmi fyrir tvíbýlishúsum í gildandi deildiskipulagi reitsins.

    • 1608834 – Hverfisgata 4b, fyrirspurn

      Tekið fyrir að nýju, en skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa breytingu á gildandi skipulagi þann 13.12. s.l.
      Við yfirferð á gögnum málsins kom í ljós að bifreiðageymsla sem samþykkt var 22.10.2008 og gerð var fokheld 20.01.2009, var að fullu lokið en ekki lá fyrir lokaúttekt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti að fresta auglýsingu deiliskipulagsins á fundi sínum 10.01.2017 með hliðsjón af nýjum upplýsingum í málinu.
      Lokaúttektarvottorð var gefið út 24.01.2017.
      Nýr uppdráttur deiliskipulagsbreytingar, dags. 06.01.2017, lagður fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir á ný framlagða tillögu og auglýsingu hennar með vísan til 1. mgr. 41. gr. 123/2010.

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.01.2017 skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Kaldárselsvegar og tengingu við Reykjanesbraut. Lagt fram svarbréf skipulagsstofnunar dags. 19.01.2017.
      Ennfremur lögð fram tillaga Teiknistofunar Storð ásamt greinagerð dags. 3.2.2017 að deiliskipulagi Kaldárselsvegar, tenging við Reykjanesbraut.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010.”

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi Ásvallabrautar, tenging Valla og Áslands.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi og að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga 123/2010.”

    • 0708097 – Lækjargata 2, Dvergslóðin, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 24.01.2017 að farið yrði í forval vegna alútboðs á lóðinni Lækjargata 2.
      Lögð fram drög að alútboðsgögnum dags. feb. 2017.

      Lagt fram, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

      Teknar til umræða á ný fyrirliggjandi tillögur, næstu skref og kynnt yfirferð rýnihóps.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að koma á samráðshópi með lóðarhöfum á svæðinu.

    • 1603516 – Lyngbarð 2, Þorlákstún, uppbygging og stöðuleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Syðra Langholts frá 22. júní 2016 varðandi uppbyggingu á svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð felur byggingarfulltrúa að afgreiða stöðuleyfi varðandi gám og setja nánari skilmála með frágang hans.

    • 1509731 – Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar, ósk um endurskoðun

      Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar tekið til umræðu að nýju en það er að grunni til frá 2001, með seinni tíma breytingum. Afmörkun miðbæjarins er svæði sem afmarkast af Vikingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að Safnahúsum við Vesturgötu.

      Skipulags- og byggignarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman grunngögn um skipulagssvæðið, húsaskráningu, tölfræðigögn o.fl.

    • 1702086 – Geymslusvæðið, framtíðarlega Reykjanesbrautar

      Geymslusvæðið ehf óskar með tölvupósti dags. 2. febrúar 2017 eftir að framtíðarlega Reykjanesbrautar verði ákveðin en í aðalskipulagi Hafnarfjarðar liggur hún í gegnum land þeirra.
      Jafnframt er óskað eftir nýrri tengingu við mislæg gatnamót við álverið í Straumsvík.

      Lagt fram og vísað til nánari skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu.

    Fundargerðir

    • 1701012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 647

      Lögð fram fundargerð afgeiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 18. janúar s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt