Skipulags- og byggingarráð

21. febrúar 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 616

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulgsfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulgsfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

   Skilti, staðsetning og fyrirkomulag þeirra tekin til umræðu með hliðsjón af samþykkt um skiltagerð sem bæjarstjón Hafnarfjarðar samþykkti 28.3.2012.
   Bæjarstjóri Haraldur L. Harlaldsson sat fundinn við umfjöllun þessa máls.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka skilareglugerðina til skoðunar í samráði við fyrirtæki og grafískan hönnuð.

  • 1411212 – Borgarlína strætó

   Lagt fram erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sent í tölvupósti 14. febrúar 2017 varðandi verkefnalýsingu vegna skipulagsbreytinga sem tengjast fyrirhugaðri borgarlíunu.
   Bæjarstjóri Haraldur L. Harlaldsson sat fundinn við umfjöllun þessa máls.

   r

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingar dags. febrúar 2017 og leggur til við bæjarstjórn:

   “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að afgreiða verkefnalýsingu vegna breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgaersvæðisins til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr.23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.”

   “Jafnframt samþykkir bæjsrsjórn Hafnarfjaðar lýsingu á breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar til samræmis við svæðisskipulagið til kynningar og umsagnar sbr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sbr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

  • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

   Forval vegna alútboðs um uppbyggingu á lóðinni Lækjargata 2 /Dvergur tekið fyrir að nýju.
   Bæjarstjóri Haraldur L. Harlaldsson sat fundinn við umfjöllun þessa máls.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að efna til forvals um deiliskipulag, hönnun og uppbyggingu á Lækjargötu 2, Dvergsreitinn og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram fullmótaðar tillögur samkvæmt skipulagslýsingu á næsta fundi ráðsins.

   Jafnframt leggur ráðið til að umhverfis- og skipulagsþjónusta undirbúi niðurrif Lækjargötu 2 samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þann 17. febrúar 2016 á deiliskipulagsforsögn Lækjargata 2, Dvergslóðin.

  • 1701657 – Drangahraun 1 og 1b, breyting á lóðarleigusamningi

   Lagt fram erindi Altaks ehf f.h. lóðarhafa Drangahrauns 1 og Bjarna M. Bjarnasonar f.h. Drangahrauns 1b ódags./móttekið 25.01.2017 þar sem farið er fram á að sérstökum skilmálum lóðarinnar verði breytt.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjendum að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað.

  • 1702244 – Land Hafnarfjarðar,skipting og skráning

   Kynnt skipting á landi bæjarins eftir hverfum til að auðvelda alla vinnu við stofnun nýrra lóða, breytingar á stærðum o.fl.

   Til kynningar.

  • 1610423 – Kirkjuvellir 8, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 24. jan s.l. var lagt fram erindi Fjarðarmóta ehf dags. 17.1.2017, þar sem óskað er eftir að skipulags- og byggingarráð endurskoði fyrri ákvörðun sína um synjun á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Erindinu var vísað til umsagnar bæjarlögmanns.

   Afgreiðslu frestað.

  • 1701651 – Gullhella 1, breytt deiliskipulag

   Lagt fram erindi Mannvits ehf, dags 13 jan 2017 f.h. Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbær-Colas hf, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Gullhella 1. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 20.02.2017.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Gullhella 1 með vísan til 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Á fundi bæjarráðs 26.1.2017 var eftirfarandi erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs:
   “Lagt fram bréf frá Knattspyrnufélaginu Haukum um ósk um breytingu á aðal- og deiliskipulagi.”

   Lagt fram ofangreint bréf Knattsp.f. Hauka dags. 8. janúar 2017 varðandi skipulagsbreytingar á íþróttasvæðinu að Ásvöllum.

   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2017.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20.febrúar 2017 fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Selhrauns suður hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða og ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu.
   Skipulagið er uppfært í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið.

   Lagt fram.

  • 1702264 – Hraunskarð 2, fjölgun íbúða

   Lagt fram erindi Bjargs íbúðafélags dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 42 á lóðinni Hraunskarð 2.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn stjórnsýslu með hliðsjón af samningi við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða.

  • 1606516 – Reykjavíkurvegur, Fjarðarhraun, Flatahraun, deiliskipulag

   Framhald umræðu um fyrirliggjandi tillögur og næstu skref.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að boða til fundar með hagsmunaaðilum á svæðinu skv. lista frá kynningarfundi 31. janúar s.l.

  Fyrirspurnir

  • 1702130 – Einhella 6, breyting á deiliskipulagi,fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspun Zeppelin Arkitekta f.h. félagsins Stróks ehf dgas. 6. febrúar 2017 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér stækkun á lóðinni, breyttan byggingarreit og aðkomu.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. febrúar 2017.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.02.2017.
   Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð að heimila auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar uppfærðir uppdrættir í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.0.2.2017 berast.

  • 1702120 – Einhella 9,Fyrirspurn

   Lögð fram fyrirspurn Borgarafls dags. 6.2.2017 um stækkun á byggingarreiti við Einhellu 9, Hellnahrauni 2. áfangi og breyttri aðkomu.
   Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúar dags. 16. febrúar 2017.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.02.2017.
   Jafnframt samþykkir skipulags- og byggingarráð að heimila umsækjanda að vinna breytingu deiliskipulagi á sinn kostnað í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1702205 – Tjarnarvellir 5, lóðarumsókn

   Lögð fram umsók JFK fasteignir ehf sækja um lóðina Tjarnarvelli 5. Hugmynd þeirra gerir ráð fyrir þjónustukjarna á 1. hæð fyrir ýmsa þjónustustarfsemi og á efri hæðum litlar íbúðir til útleigu til skammtímaleigu til ferðamanna og möguleika á langtímaleigu.
   Umsóknin kallar á breytingu á deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarráð synjar breytingu á deiliskipulagi en samkvæmt skilmálum deiliskipulags svæðisins er ekki gert ráð fyrir íbúðum á þessum reit.

  Fundargerðir

  • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Lagðar fram fundargerðir svæðiskipulags höfuðborgarsvæðisins nr. 73 og 74.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1701025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 648

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 1. febrúar s.l.

   Lagt fram tilkynningar.

  • 1702011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 649

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 15. febrúar s.l.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt